Erlent

Kostar þýska ríkið stórútlát

Múrinn í Berlín Samstöðuskattur var lagður á Vestur-Þjóðverja eftir sameiningu.
Nordicphotos/AFP
Múrinn í Berlín Samstöðuskattur var lagður á Vestur-Þjóðverja eftir sameiningu. Nordicphotos/AFP

Dómstóll í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi hefur úrskurðað að svonefndur samstöðuskattur, sem Vestur-Þjóðverjar hafa þurft að greiða til að standa straum af uppbyggingu í Austur-Þýskalandi, brjóti í bága við stjórnarskrá landsins.

Málið kemur nú til kasta stjórnlagadómstólsins í Þýskalandi. Staðfesti hann úrskurðinn mun það kosta þýska ríkið stórfé í endurgreiðslu skattsins.

Samstöðuskatturinn var fyrst lagður á til eins árs þegar þýsku ríkin sameinuðust árið 1991, en var síðan tekinn upp aftur árið 1995 um óákveðinn tíma.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×