Fleiri fréttir

Fimm í haldi eftir hópslagsmál á Jótlandi

Fimm manns eru í haldi lögreglunnar í Hjørring á Jótlandi eftir hópslagsmál í gærkvöldi. Þurfti lögregla að beita bæði hundum og varnarúða til að hafa stjórn á mannskapnum en slagsmálin áttu upptök sín á vínveitingahúsi í bænum.

Stóru blöðin þurfa enn að skera niður

Bandarísku stórblöðin Washington Post og New York Times neyðast til að hefja niðurskurðarhnífinn á loft enn á ný en auglýsingatekjur blaðanna hafa enn dregist saman og héldu margir þó að botninum væri náð.

Darling segir bankana verða að vinna traust á ný

Bankarnir verða að leggja mikið á sig til að vinna aftur traust almennings eftir efnahagshrunið. Þetta er meðal þess sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, mun segja í ræðu sinni þegar hann ávarpar starfsfólk breska fjármálaeftirlitsins í dag.

Obama mikið spurður um kannabisefni

Spurningar um hugsanlega lögleiðingu kannabisefna reyndust vera með því algengasta sem bandarískur almenningur spurði Barack Obama um á heimasíðu sem nefnd er rafrænt ráðhús og fréttastofan greindi frá í gær. Obama bauð fólki að spyrja spurninga á síðunni og hann myndi svo svara þeim algengustu í beinni útsendingu á Netinu.

Rannsaka hvort það átti að pynta Guantanamo fanga

Bresku lögreglunni hefur verið falið að rannsaka hvort breska leyniþjónustan, MI5, hafi átt þátt í að pynta Binyam Mohamed sem fangelsaður var í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjamann á Kúbu. Hann var látinn laus í síðasta mánuði.

Dauðadómur fyrir eitraða þurrmjólk

Kínverskur dómstóll hefur staðfest dauðadóm yfir karlmanni fyrir þátt hans í að búa til og selja eitraða þurrmjólk sem varð sex börnum að bana. Maðurinn var yfir einni af framleiðslustöðvunum þar sem þurrmjólkin var unnin.

Eigur bróður Bernards Madoff frystar

Bandarískur dómstóll hefur fryst allar eigur Peters Madoff, bróður stórsvikarans Bernards Madoff, til 3. apríl eftir að 22 ára gamall lögfræðinemi höfðaði mál fyrir hönd afa síns vegna sjóðs sem var í umsjá Peters Madoff en í eigu afans og gufaði upp þegar svikamyllan hrundi. Bernard Madoff hefur lýst sig sekan um svikin og bíður nú dóms en nú er líklegt að bróðir hans dragist einnig inn í málið.

Bandarískir bankamenn flykkjast í meðferð

Það er auðvitað ekki bara starfsfólk banka sem hér segir frá heldur bandarískra fjármálafyrirtækja almennt. Margir úr þessum geira eru komnir út í horn eftir að hinu títtnefnda góðæri lauk með hvelli í fyrra og þá er oft stutt í flöskuna.

Obama opnar rafrænt ráðhús

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur opnað það sem hann kallar rafrænt ráðhús en það er netsíða þar sem almenningur getur spurt spurninga um efnahagsvandann.

Varð allt önnur manneskja eftir lýtaaðgerð

Yvonne Jean Pampellonne er kölluð brjóstastækkunarbófinn í fjölmiðlum Kaliforníu þótt brjóstastækkanir séu fjarri því að vera einu aðgerðirnar sem hún hefur gengist undir - án þess að borga sent fyrir.

Ósáttur við hraðamælingu

Danskur ökumaður, sem lögregla mældi á of miklum hraða, varð svo ósáttur við að lenda í mælingunni að hann lagði bíl sínum beint fyrir framan lögreglubílinn til að koma í veg fyrir að lögreglan gæti mælt hraða annarra bíla.

Boy George á nýjum 20 punda seðli

Söngvarinn Boy George prýðir nýjan 20 punda seðil í Bretlandi í stað Elísabetar drottningar. Reyndar er þessi nýi seðill falsaður og höfuð söngvarans er í vatnsmerkinu en ekki á myndfleti seðilsins.

Dóu úr kolsýringseitrun í garðhúsi

Tveir unglingar í Wales dóu úr kolsýringseitrun í garðhúsi við heimili annars þeirra um síðustu helgi en þar höfðu þeir lagst til svefns til þess að þurfa ekki að fara inn á heimilið og vekja þar með fjölskylduna. Þeir höfðu verið úti að skemmta sér um nóttina.

Músaskítur fannst á skurðstofu í Bretlandi

Hreinlæti á sjúkrahúsum var til umræðu á breska þinginu í gær eftir að músaskítur fannst á skurðstofu sjúkrahúss nokkurs. Það var skurðlæknir á sjúkrahúsinu ásamt öðrum starfsmanni sem kom að máli við þingmann Íhaldsflokksins og greindi frá málinu en nafni sjúkrahússins er haldið leyndu og eins því hverjir komu upplýsingunum á framfæri.

Vikið úr starfi vegna falinnar myndavélar

Vísindakennara, sem myndaði ólátahegðun unglinga úr launsátri vegna heimildamyndar sem hún vann að, hefur verið bannað að kenna næstu tólf mánuðina.

Rússneskir birnir flugu inn í íslenska lofthelgi

Danski flugherinn sem sinnir loftrýmisgæslu yfir og í kringum Ísland bægði tveimur rússneskum orrustuþotum frá landinu í dag, en þær höfðu sett stefnuna í lofthelgi Íslands. Flugherinn brást við eftir að ferða Rússanna hafði orðið vart á ratsjám.

Norður Kórea býr sig undir eldflaugaskot

Talið er að Norður Kóreumenn hafi í dag komið fyrir langdrægri eldflaug af gerðinni Taepodong-2 á skotpall í Musudanri í Norður Kóreu. Kyodo fréttastofan í Japan greinir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum.

Skemmdir á heimili bankamanns

Skemmdarvargar unnu í morgun skemmdir á heimili og bifreið Freds Goodwin, fyrrverandi framkvæmdastjóra Royal Bank of Scotland. Bankinn er nú í gjörgæslu hjá breska ríkinu en tap á rekstri hans í fyrra var rúmlega tuttugu og fjórir milljarðar punda sem er met í breskri viðskiptasögu.

Minntust flóttans mikla eftir 65 ár

Hópur breskra hermanna minntist þess í gær að 65 ár voru liðin frá flótta þeirra úr fangabúðum Þjóðverja í Póllandi.

Japanar þróa frjókornavélmenni

Það er japanska veðurstofan sem stendur á bak við þessa nýstárlegu uppfinningu og hefur þegar hleypt 500 eintökum af stokkunum. Frjókornavélmennið er kúlulaga fyrirbæri sem mælir magn frjókorna í andrúmsloftinu og varar ofnæmissjúklinga við reynist magnið yfir ákveðnum mörkum.

Kóróna Frelsisstyttunnar opnar á ný

Kóróna Frelsisstyttunnar í New York verður að öllum líkindum opnuð fyrir gestum á ný á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í sumar, 4. júlí.

Obama kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp sitt

Barack Obama Bandaríkjaforseti átti fullt í fangi með að svara spurningum blaðamanna um gríðarmikinn fjárlagahalla sem vofir yfir Bandaríkjunum en hann kynnti sitt fyrsta fjárlagafrumvarp á blaðamannafundi í gær.

Þrír í gæsluvarðhald í Kolding

Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrir nokkrar sérstaklega hættulegar líkamsárásir í Kolding í Danmörku síðustu vikur. Mennirnir eru allir innflytjendur og félagar í glæpaklíku í Kolding.

Obama ræddi við áhöfn geimstöðvarinnar

Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við geimfara, sem staddir eru í Alþjóðlegu geimstöðinni, gegnum síma í gær og sagði þeim meðal annars að hann væri stoltur af þeirri vinnu sem þar ætti sér stað. Hópur nemenda við barnaskóla í Washington var viðstaddur þegar símtalið átti sér stað í Hvíta húsinu.

Kaupmannahafnarlögreglan fann 36 kíló af amfetamíni

Lögreglan í Kaupmannahöfn upplýsti í dag að hún hefði fundið ferðatöskur með tæpum 36 kílóum af amfetamíni á Aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Virði fíkniefnanna nemur um fimm milljónum danskra króna, eftir því danska ríkisútvarpið, DR, hefur eftir yfirmönnum úr fíkniefnadeild lögreglunnar.

Lifði af tvær kjarnorkuárásir

Tsutomu Yamaguchi var á viðskiptaferðalagi í Hiroshima þann sjötta ágúst árið 1945 þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina.

Dauðadómur fyrir skógarelda

Fimm slökkviliðsmenn fórust þegar þeir börðust við skógarelda sem voru kveiktir í suðurhluta Kaliforníu árið 2006.

Flestir karlmenn læknast af krabbameini á Íslandi

Hlutfall þeirra sjúklinga sem læknast af krabbameini fer hækkandi í evrópu, ef marka má mikla rannsókn sem birt er í dag. Hæsta hlutfall karlmanna sem læknast af krabbameini er á Íslandi eða 47%. Flestar konur sem læknast eru í Frakklandi og Finnlandi eða 59%. Fæstir læknast af krabbameini í Póllandi eða 21% karla og 38% kvenna.

Barak og Netanyahu ætla að mynda stjórn

Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins í Ísrael, hefur náð bráðabirgðasamkomulagi við Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins, um myndun meirihlutastjórnar. Verði stjórnarþátttakan samþykkt í helstu stofnunum flokkanna hefur ný samsteypustjórn stuðning 66 þingmanna af 120 á Knesset, ísraelska þinginu. Netanyahu hefur frest til 3. apríl til að mynda nýja ríkisstjórn en þingkosningarnar fóru fram um miðjan febrúar.

Kona í Texas lét bílinn fyrir geitur

Miranda Walton í Austin í Texas fer ekki í geitarhús að leita ullar. Síður en svo. Hún skipti á gamla Ford-pallbílnum sínum og nokkrum geitum og fær nú úr þeim alla mjólk til heimilisins en ekki er nóg með það.

Fyrsta bjórverksmiðjan í Súdan

Í Suður-Súdan gantast íbúarnir með að áfengi sé þeim ákaflega mikils virði. Það hafi kostað þá tveggja áratuga blóðuga borgarastyrjöld að koma sér í þá stöðu að geta fengið sér kaldan bjór að loknum erfiðum, og alla jafna heitum, vinnudegi.

Kaupmannahafnarbúar í skotheld vesti

Vargöldin í Kaupmannahöfn er orðin slík að almennir borgarar eru sumir hverjir farnir að kaupa sér skotheld vesti til að klæðast á götum borgarinnar. Einnig er mikið um að lögregluþjónar kaupi sér skotheld vesti en lögreglan á ekki vesti fyrir nema um helminginn af liðinu og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Þetta hefur orðið til þess að lögregluþjónar grípa til þess ráðs að kaupa sér sín eigin vesti segir dagblaðið Berlingske Tidende.

Fljúgandi furðuhlutir í brennidepli í Bretlandi

Bretar ræða nú um fljúgandi furðuhluti sem aldrei fyrr. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan bresk stjórnvöld birtu vitnisburði og teikningar fjölda fólks sem sagðist hafa séð slíka hluti og voru óvenjumargar skýrslnanna frá árinu 1989 og margar lýsinganna nokkuð samhljóða.

Selveiðin hafin í Kanada

Árlegt selveiðitímabil Kanada er hafið og er leyfilegur veiðikvóti ársins 280.000 dýr sem er 5.000 meira en í fyrra. Selveiðimenn flykkjast nú til austurstrandar landsins þar sem veiðin fer að mestu fram en hún er ekki með öllu óumdeild.

Rannsókn hafin á flugslysinu í Montana

Sautján manns flest börn fórust með einshreyfils flugvél sem hrapaði í lendingu í Montana í Bandaríkjunum í dag. Gott skyggni var og hæg gola þegar slysið varð. Rannsókn er hafin á hvað olli slysinu. Þá fórust tveir flugmenn fragtflugvélar sem varð alelda í lendingu á Narita flugvelli í Tokyo.

Bretar notuðu reiðufé meira en kort í fyrra

Bretar, og án efa fleiri þjóðir, kjósa að nota reiðufé frekar en greiðslukortin til að hafa betri yfirsýn yfir hve miklu þeir eyða. Rannsókn samtaka smásöluverslana í Bretlandi leiddi í ljós að 56 prósent allra greiðslna sem inntar voru af hendi í verslunum í fyrra voru í peningum.

Póstmeistari neitar að afgreiða þá sem tala ekki ensku

Deva Kumarasiri er frá Sri Lanka og stjórnar pósthúsi í Nottingham. Hann hefur átt í harðvítugri deilu við póstmálayfirvöld í borginni eftir að hann tók þá ákvörðun að neita viðskiptavinum, sem ekki eru mæltir á enska tungu, um þjónustu.

Danskur ökuþór á vel yfir 200 km hraða

Lögreglan í Ribe í Danmörku eltist í nótt við rúmlega tvítugan vélhjólamann sem ók á tímabili vel yfir 200 kílómetra hraða á klukkustund meðan á eftirförinni stóð. Fjöldi lögreglubíla kom að eftirförinni sem náði yfir 30 kílómetra vegalengd. Ökumaðurinn reyndi að lokum að fela sig fyrir lögreglunni en til hans sást og var hann handtekinn.

Bretar læra viðbrögð við hryðjuverkum

Um það bil 60.000 manns í Bretlandi gangast um þessar mundir undir þjálfun í að bregðast við hryðjuverkaárásum og bera kennsl á mögulega hryðjuverkamenn.

Tveir létust þegar kviknaði í flugvél

Flugmaður og aðstoðarflugmaður biðu bana þegar eldur kom upp í flugvél hraðflutningafyrirtækisins Federal Express á Narita-flugvellinum í Tókýó í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir