Erlent

Kaupmannahafnarlögreglan fann 36 kíló af amfetamíni

Lögreglan í Kaupmannahöfn upplýsti í dag að hún hefði fundið ferðatöskur með tæpum 36 kílóum af amfetamíni á Aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Virði fíkniefnanna nemur um fimm milljónum danskra króna, eða 100 milljónum íslenskra króna, eftir því danska ríkisútvarpið, DR, hefur eftir yfirmönnum úr fíkniefnadeild lögreglunnar.

Töskurnar fundust í ágúst en enginn er í haldi vegna málsins. Lögreglan segir að uppruni taskanna hafi verið rakinn til Litháen en ekkert sé vitað um hver hafi komið með þær til Danmerkur og lagt þær frá sér. Þá er ekkert vitað hvers vegna töskurnar voru skildar eftir á glámbekk.

Lögreglan segir að í fyrstu hafi verið óttast að töskurnar innihéldu sprengjur en þegar þær hafi verið opnaðar hafi einungis fundist amfetamín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×