Erlent

Þrír í gæsluvarðhald í Kolding

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrir nokkrar sérstaklega hættulegar líkamsárásir í Kolding í Danmörku síðustu vikur. Mennirnir eru allir innflytjendur og félagar í glæpaklíku í Kolding. Svo virðist sem þeir hafi verið að innheimta verndartoll hjá nokkrum samlöndum sínum en innheimtan gekk ekki betur en svo að þeir gengu í skrokk á mönnunum. Einn brotamannanna á að baki átta ára fangelsisvist í sínu fyrra heimalandi, fyrir morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×