Fleiri fréttir Óttast að Fritzl svipti sig lífi Fangelsismálayfirvöld í Austurríki hafa aukið eftirlit með Josef Fritzl sem í síðustu viku var dæmdur til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka vegna dóms fyrir nauðgun, sifjaspell og morð. Talið er að hann muni reyna að svipta sig lífi og á að koma í veg fyrir það. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í dag. 22.3.2009 13:52 Komu í veg fyrir mannskæða árás Ísraelska lögreglan tilkynnti í morgun að hún hefði komið í veg fyrir mannskæða sprengjuárás herskárra Palestínumanna fyrir utan troðfulla verslunarmiðstöð í Haifa í norðurhluta Ísraels. 22.3.2009 10:08 Boðar hertar aðgerðir gegn bónusgreiðslum Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað harðara aðhald með bónusgreiðslum fyrirtækja sem hafa hlotið aðstoð bandaríska ríkisins. 22.3.2009 06:00 Gyurcsany segir af sér Ferenc Gyurcsany, foræstisráðherra Ungverjalands, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að láta af embætti. Vinsældir ríkisstjórnar hans hafa hrunið vegna efnahagsþrenginga í alheimskreppunni. 21.3.2009 13:17 Bandaríkjamenn styðja Fogh Rasmussen Bandaríks stjórnvöld ætla að styðja Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta fullyrðir Pulitzer verðlaunaður dálkahöfundur á vef bandaríska blaðsins Washington Post í dag. 21.3.2009 12:14 Khamenei krefst aðgerða Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. 21.3.2009 12:00 Óvenjuleg samskipti við ótamin ljón Suður-Afríkumaðurinn Kevin Richardson á í vægast sagt óvenjulegum samskiptum við ljón. Hann hefur unnið með atferli ljóna í meira en áratug á verndarsvæði sínu nærri Jóhannesarborg. Ljónin virðast viðurkenna hann fullkomlega, en rétt er að taka það fram að ekki er um tamin ljón að ræða. 20.3.2009 19:30 Móðir henti nýfæddu barni í ruslatunnu Hugsanlegt er að kona á Nýja Sjálandi sem ól barn á snyrtingu í flugvél Airline Pacific Blue flugfélagsins og skildi barnið eftir í tunnu í flugvélinni verði ákærð fyrir athæfið. 20.3.2009 11:09 Fritzl gæti verið laus eftir 14 ár Vissulega hafa austurrískir dómstólar dæmt Josef Fritzl til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka. Óvíst er þó að sú vistun verði í raun svo löng þar sem lögin gera ráð fyrir því að sýni Fritzl framför við geðlæknismeðferð megi færa hann til afplánunar í venjulegt fangelsi þar sem hann getur svo sótt um reynslulausn að liðnum 15 árum en sú regla gildir um lífstíðardóma í Austurríki. 20.3.2009 08:08 Birtu mynd af Manson Fangelsisyfirvöld í Kaliforníu hafa birt mynd af raðmorðingjanum Charles Manson sem setið hefur inni í tæp 40 ár. 20.3.2009 07:34 Einn slátrari ábyrgur fyrir E-coli-faraldri Einn slátrari er ábyrgur fyrir næststærsta E-coli-bakteríufaraldri sem herjað hefur á Bretland en faraldurinn varð fimm ára dreng að bana og 156 manns veiktust í suðurhluta Wales árið 2005. 20.3.2009 07:28 Lífvörður Baggers tekinn með kókaín Daninn Brian Sandberg, sem er hvað þekktastur fyrir að vera lífvörður fjárglæframannsins Stein Bagger og félagi í vélhjólasamtökunum Vítisenglum, var handtekinn af lögreglu í Kaupmannahöfn í gær með kókaín í fórum sínum. Magn efnisins reyndist vera minni háttar og var Sandberg sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku. 20.3.2009 07:22 Rússar flugu lágflug yfir bandarísk skip Rússneskar herflugvélar flugu lágflug yfir tvö bandarísk herskip á mánudaginn þar sem skipin voru við heræfingar á Japanshafi ásamt herskipum frá Suður-Kóreu. 20.3.2009 07:21 Mörg fyrirtæki sem þáðu aðstoð skulda skatta Mörg þeirra fyrirtækja sem hlutu aðstoð frá Bandaríkjastjórn skulda ríkinu skatta og nemur upphæð vangoldinna skatta fyrirtækjanna um 220 milljónum dollara. 20.3.2009 07:18 Bretum gengur illa að loka hryðjuverkasíðu Breskum yfirvöldum hefur enn ekki tekist að loka heimasíðu, þar sem hryðjuverkamenn birta áróður sinn, þrátt fyrir að þáverandi forsætisráðherra, Tony Blair, hafi upphaflega óskað eftir því að síðunni yrði lokað árið 2005. 20.3.2009 07:10 Neðansjávargos undan ströndum Tonga Mikið og tignarlegt neðansjávareldgos er nú undan ströndum Tonga eyja á Kyrrahafi. Byggð á eyjunum er ekki talin í hættu. 19.3.2009 20:00 Vilja stöðva frekari stækkun ESB Heimskreppan gerir að verkum að æ fleiri aðildarríki Evrópusambandsins vilja stöðva frekari stækkun þess. Meðal þeirra eru bæði Frakkland og Þýskaland. 19.3.2009 19:00 Tíu forystumenn Hamas handteknir Ísraelskir hermenn handtóku tíu áhrifamenn úr Hamassamtökunum á Vesturbakka Palestínu í morgun. Meðal hinna handteknu voru fjórir þingmenn og Nasser Shaer, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Palestínu. 19.3.2009 14:44 Fritzl dæmdur til ævilangrar vistunar á geðdeild Josef Fritzl, Austurríkismaðurinn sem hélt dóttur sinni í gíslingu í 24 ár og átti með henni sjö börn, var í dag fundinn sekur um öll ákæruatriði, þar á meðal morð af völdum vanrækslu þegar eitt barna hans lést. Hann mun enda ævina á geðsjúkrahúsi. 19.3.2009 13:12 Páfi í vandræðum vegna smokka Benedikt páfi er lentur í sannkallaðri orrahríð eftir að hann lýsti því yfir í heimsókn sinni í Afríku að smokkar veittu ekki vernd gegn alnæmi. 19.3.2009 12:10 Elísabet Fritzl var í dómssalnum Helsta ástæða þess að Austurríkismaðurinn Josef Fritzl lýsti sig að fullu sekan í gær af ákærum um nauðgun, sifjaspell og morð var sú að dóttir hans Elísabet var í dómssalnum. 19.3.2009 09:11 Saga síðasta geldings Kína komin út á ensku Sun Yaoting átti það til að fella tár þegar hann rifjaði upp æsku sína og uppvaxtarár með sagnfræðingnum Jia Yinghua sem skrásett hefur sögu hans og gefið út undir heitinu „Síðasti geldingurinn í Kína". 19.3.2009 08:10 Dæmdir brotamenn ganga lausir í Danmörku Tuttugu og átta dæmdir afbrotamenn ganga lausir í Danmörku og bíða eftir að hefja afplánun. Frá þessu er greint í Berlingske Tidende og jafnframt tekið fram að langflestir brotamannanna tilheyri vélhjólaklíkum og glæpasamtökum. 19.3.2009 07:57 Offramboð á enskum prestsetrum Á annað hundrað fyrr- og núverandi prestsetur prýða nú auglýsingasíður breskra fasteignasala og er það mál manna að sjaldan hafi verið hægt að næla sér í virðulega fasteign á borð við slík setur fyrir hóflegar upphæðir. 19.3.2009 07:18 Samdráttur í skemmtisiglingum Rekstraraðilar skemmtiferðaskipa gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að lokka til sín viðskiptavini fyrir vertíðina sem nú er um það bil að hefjast. Heimturnar eru þó mun dræmari en í meðalári og tilboð af ýmsum gerðum eru farin að líta dagsins ljós. 19.3.2009 07:17 Öryggisráðstafanir vegna G20-ráðstefnu hertar Til stendur að auka til muna öryggisráðstafanir vegna ráðstefnu 20 stórra iðnríkja í London sem hefst 2. apríl. 19.3.2009 07:13 Kim Jong Il við hestaheilsu Svo virðist sem Kim Jong Il leiðtogi Norður-Kóreu sé ekki dauður. Allavega kom hann í opinbera heimsókn til Kína í dag. Leiðtoginn hefur ekki sést opinberlega í marga mánuði og orðrómur var á kreiki um að hann væri allur eða að minnsta kosti alvarlega veikur. 18.3.2009 20:00 Allt mömmu að kenna Verjandi Jósefs Fritzels segir að það sé mömmu hans að kenna að hann lokaði dóttur sína inni og nauðgaði henni í tuttugu og fjögur ár. 18.3.2009 18:30 Rússneska keisarafjölskyldan brátt sameinuð Bolsévikkar myrtu keisarafjölskylduna í byltingunni árið 1918. Nikolai keisari Alexandra keisaraynja og börnin Anastasía, Olga, María, Tatjana og Alexei voru öll skotin til bana og fleygt í tvær ómerktar grafir í Jekaterinburg. 18.3.2009 11:49 Norður-Kórea afþakkar matvælaaðstoð Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í dag að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu tilkynnt að þau óskuðu ekki eftir frekari matvælaaðstoð frá Bandaríkjunum. 18.3.2009 11:42 Fritzl viðurkennir allt Josef Fritzl, austurríkismaðurinn sem er sakaður um að hafa haldið dóttur sinni í gíslingu í 24 ár og átt með henni sjö börn, hefur breytt afstöðu sinni til allra ákæruliða í ákæru sem gefin var út á hendur honum. 18.3.2009 09:44 Sikileyska mafían í kvíðakasti Heimsóknir Tonys Soprano, sem sjónvarpsáhorfendum er að góðu kunnur úr sjónvarpsþáttaröðinni The Sopranos, til sálfræðings eru alls ekki langt frá hinu sanna í bransanum. Í þáttunum kemur Tony reglulega við hjá kæra sála og fjallar um hvað atvinna við glæpi leggist nú stundum á sálina. 18.3.2009 08:12 Baturina biður Kreml um lán Eini kvenkyns milljarðamæringur Rússlands biður nú þarlend stjórnvöld um 150 milljarða lán. 18.3.2009 08:09 Discovery komin til geimstöðvarinnar Geimskutlan Discovery tengdist Alþjóðlegu geimstöðinni í gær og heppnaðist tengingin í alla staði vel. Discovery er seinna á ferðinni en upphaflega var áætlað þar sem skoti hennar var frestað vegna gasleka auk þess sem hætta af fljúgandi geimrusli setti örlítið strik í reikninginn í gær. 18.3.2009 08:08 Kínverjar metnaðarfullir í Parísarhjólum Kínverjar ætla að setja upp hæsta Parísarhjól í heimi í borginni Guangzhou í suðurhluta landsins til að laða til sín ferðamenn. Hjólið verður hæst einkum af þeirri ástæðu að það verður uppi á hinum 450 metra háa sjónvarpsturni borgarinnar. 18.3.2009 07:38 Búist við 30.000 mótmælendum á loftslagsráðstefnu Búist er við að allt að 30.000 mótmælendur hvaðanæva, mæti til Kaupmannahafnar þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember. 18.3.2009 07:33 Fritzl boðin áfallahjálp Hinum 73 ára gamla Josef Fritzl, sem nú er fyrir rétti í Austurríki fyrir nauðgun og frelsissviptingu á dóttur sinni, hefur verið boðin áfallahjálp til að takast á við réttarhöldin og það andlega álag sem þeim fylgir. 18.3.2009 07:24 Forseti Madagaskar neyddur frá völdum Marc Ravalomanana, forseti Madagaskar, lét af völdum í dag. Her landsins lagði undir sig forsetahöllina í gær eftir margra vikna mótmæli stjórnarandstæðinga sem hafa krafist afsagnar forsetans vegna ásakana um spillingu. 17.3.2009 21:05 Hætta á flóðum eykst við austurströnd Bandaríkjanna Hlýnunin er talin munu valda því að hafstraumar í Atlantshafinu breytist á þann veg að mun meiri sjór berist að austurströnd Bandaríkjanna en áður hefur gerst og muni þessi breyting hækka yfirborð sjávar um allt að 51 sentimetra fyrir eða um árið 2100. 17.3.2009 08:11 Brak úr gervitungli skammt frá geimstöðinni Bandaríska geimferðastofnunin NASA mun ekki þurfa að færa Alþjóðlegu geimstöðina af venjubundinni stefnu til að forða henni frá að rekast á brak úr gömlu sovésku gervitungli sem líklega fer fram hjá henni í dag. 17.3.2009 07:31 Handtekinn eftir að hóta fjöldamorði í skóla Fjórtán ára gamall drengur í Helsingjaeyri á Norður-Sjálandi var handtekinn í gær eftir að ummæli fundust eftir hann á Netinu þar sem hann sagðist ætla að drepa fjölda nemenda við skóla í bænum í hádeginu mánudaginn 16. mars. 17.3.2009 07:27 Mæður vinna 40 prósent meira á heimilinu en feður Vinnuframlag breskra mæðra á heimilinu er að meðaltali 40 prósent meira en feðranna. Það var rannsókn breska tryggingafélagsins Legal and General sem leiddi þessa niðurstöðu í ljós en í henni kom fram að mæður, sem þó vinna fulla vinnu utan heimilisins, séu að meðaltali önnum kafnar á heimilinu 55 klukkustundir á viku við að sinna börnum og húsverkum. 17.3.2009 07:23 Bretar að drukkna í ódýru áfengi Ódýrt áfengi er að drepa Breta. Þetta fullyrðir breski landlæknirinn sir Liam Donaldson og bendir á að ein leið til úrbóta væri að hækka áfengisverð og taka upp ákveðið lágmarksverð sem engin áfengistegund færi undir. 17.3.2009 07:17 Breskir lögreglumenn aftur einir á göngu Yfirstjórn bresku lögreglunnar hyggst á ný taka upp það fyrirkomulag að lögreglumenn á gönguvakt séu einir á ferð en ekki tveir og tveir saman. 17.3.2009 07:13 Hald lagt á glæsivillur og báta Madoffs Glæsivillur, bílar, bátar og silfurmunir í eigu fjárfestisins Bernard Madoff og eiginkonu hans eru meðal þess sem yfirvöld munu taka í sínar vörslur. Þetta var meðal þess sem var á lista saksóknara sem hann lagði fram við réttarhöldin í New York en Madoff hefur játað á sig 11 ákærur vegna svika. 16.3.2009 22:20 Sjá næstu 50 fréttir
Óttast að Fritzl svipti sig lífi Fangelsismálayfirvöld í Austurríki hafa aukið eftirlit með Josef Fritzl sem í síðustu viku var dæmdur til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka vegna dóms fyrir nauðgun, sifjaspell og morð. Talið er að hann muni reyna að svipta sig lífi og á að koma í veg fyrir það. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í dag. 22.3.2009 13:52
Komu í veg fyrir mannskæða árás Ísraelska lögreglan tilkynnti í morgun að hún hefði komið í veg fyrir mannskæða sprengjuárás herskárra Palestínumanna fyrir utan troðfulla verslunarmiðstöð í Haifa í norðurhluta Ísraels. 22.3.2009 10:08
Boðar hertar aðgerðir gegn bónusgreiðslum Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað harðara aðhald með bónusgreiðslum fyrirtækja sem hafa hlotið aðstoð bandaríska ríkisins. 22.3.2009 06:00
Gyurcsany segir af sér Ferenc Gyurcsany, foræstisráðherra Ungverjalands, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að láta af embætti. Vinsældir ríkisstjórnar hans hafa hrunið vegna efnahagsþrenginga í alheimskreppunni. 21.3.2009 13:17
Bandaríkjamenn styðja Fogh Rasmussen Bandaríks stjórnvöld ætla að styðja Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta fullyrðir Pulitzer verðlaunaður dálkahöfundur á vef bandaríska blaðsins Washington Post í dag. 21.3.2009 12:14
Khamenei krefst aðgerða Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. 21.3.2009 12:00
Óvenjuleg samskipti við ótamin ljón Suður-Afríkumaðurinn Kevin Richardson á í vægast sagt óvenjulegum samskiptum við ljón. Hann hefur unnið með atferli ljóna í meira en áratug á verndarsvæði sínu nærri Jóhannesarborg. Ljónin virðast viðurkenna hann fullkomlega, en rétt er að taka það fram að ekki er um tamin ljón að ræða. 20.3.2009 19:30
Móðir henti nýfæddu barni í ruslatunnu Hugsanlegt er að kona á Nýja Sjálandi sem ól barn á snyrtingu í flugvél Airline Pacific Blue flugfélagsins og skildi barnið eftir í tunnu í flugvélinni verði ákærð fyrir athæfið. 20.3.2009 11:09
Fritzl gæti verið laus eftir 14 ár Vissulega hafa austurrískir dómstólar dæmt Josef Fritzl til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka. Óvíst er þó að sú vistun verði í raun svo löng þar sem lögin gera ráð fyrir því að sýni Fritzl framför við geðlæknismeðferð megi færa hann til afplánunar í venjulegt fangelsi þar sem hann getur svo sótt um reynslulausn að liðnum 15 árum en sú regla gildir um lífstíðardóma í Austurríki. 20.3.2009 08:08
Birtu mynd af Manson Fangelsisyfirvöld í Kaliforníu hafa birt mynd af raðmorðingjanum Charles Manson sem setið hefur inni í tæp 40 ár. 20.3.2009 07:34
Einn slátrari ábyrgur fyrir E-coli-faraldri Einn slátrari er ábyrgur fyrir næststærsta E-coli-bakteríufaraldri sem herjað hefur á Bretland en faraldurinn varð fimm ára dreng að bana og 156 manns veiktust í suðurhluta Wales árið 2005. 20.3.2009 07:28
Lífvörður Baggers tekinn með kókaín Daninn Brian Sandberg, sem er hvað þekktastur fyrir að vera lífvörður fjárglæframannsins Stein Bagger og félagi í vélhjólasamtökunum Vítisenglum, var handtekinn af lögreglu í Kaupmannahöfn í gær með kókaín í fórum sínum. Magn efnisins reyndist vera minni háttar og var Sandberg sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku. 20.3.2009 07:22
Rússar flugu lágflug yfir bandarísk skip Rússneskar herflugvélar flugu lágflug yfir tvö bandarísk herskip á mánudaginn þar sem skipin voru við heræfingar á Japanshafi ásamt herskipum frá Suður-Kóreu. 20.3.2009 07:21
Mörg fyrirtæki sem þáðu aðstoð skulda skatta Mörg þeirra fyrirtækja sem hlutu aðstoð frá Bandaríkjastjórn skulda ríkinu skatta og nemur upphæð vangoldinna skatta fyrirtækjanna um 220 milljónum dollara. 20.3.2009 07:18
Bretum gengur illa að loka hryðjuverkasíðu Breskum yfirvöldum hefur enn ekki tekist að loka heimasíðu, þar sem hryðjuverkamenn birta áróður sinn, þrátt fyrir að þáverandi forsætisráðherra, Tony Blair, hafi upphaflega óskað eftir því að síðunni yrði lokað árið 2005. 20.3.2009 07:10
Neðansjávargos undan ströndum Tonga Mikið og tignarlegt neðansjávareldgos er nú undan ströndum Tonga eyja á Kyrrahafi. Byggð á eyjunum er ekki talin í hættu. 19.3.2009 20:00
Vilja stöðva frekari stækkun ESB Heimskreppan gerir að verkum að æ fleiri aðildarríki Evrópusambandsins vilja stöðva frekari stækkun þess. Meðal þeirra eru bæði Frakkland og Þýskaland. 19.3.2009 19:00
Tíu forystumenn Hamas handteknir Ísraelskir hermenn handtóku tíu áhrifamenn úr Hamassamtökunum á Vesturbakka Palestínu í morgun. Meðal hinna handteknu voru fjórir þingmenn og Nasser Shaer, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Palestínu. 19.3.2009 14:44
Fritzl dæmdur til ævilangrar vistunar á geðdeild Josef Fritzl, Austurríkismaðurinn sem hélt dóttur sinni í gíslingu í 24 ár og átti með henni sjö börn, var í dag fundinn sekur um öll ákæruatriði, þar á meðal morð af völdum vanrækslu þegar eitt barna hans lést. Hann mun enda ævina á geðsjúkrahúsi. 19.3.2009 13:12
Páfi í vandræðum vegna smokka Benedikt páfi er lentur í sannkallaðri orrahríð eftir að hann lýsti því yfir í heimsókn sinni í Afríku að smokkar veittu ekki vernd gegn alnæmi. 19.3.2009 12:10
Elísabet Fritzl var í dómssalnum Helsta ástæða þess að Austurríkismaðurinn Josef Fritzl lýsti sig að fullu sekan í gær af ákærum um nauðgun, sifjaspell og morð var sú að dóttir hans Elísabet var í dómssalnum. 19.3.2009 09:11
Saga síðasta geldings Kína komin út á ensku Sun Yaoting átti það til að fella tár þegar hann rifjaði upp æsku sína og uppvaxtarár með sagnfræðingnum Jia Yinghua sem skrásett hefur sögu hans og gefið út undir heitinu „Síðasti geldingurinn í Kína". 19.3.2009 08:10
Dæmdir brotamenn ganga lausir í Danmörku Tuttugu og átta dæmdir afbrotamenn ganga lausir í Danmörku og bíða eftir að hefja afplánun. Frá þessu er greint í Berlingske Tidende og jafnframt tekið fram að langflestir brotamannanna tilheyri vélhjólaklíkum og glæpasamtökum. 19.3.2009 07:57
Offramboð á enskum prestsetrum Á annað hundrað fyrr- og núverandi prestsetur prýða nú auglýsingasíður breskra fasteignasala og er það mál manna að sjaldan hafi verið hægt að næla sér í virðulega fasteign á borð við slík setur fyrir hóflegar upphæðir. 19.3.2009 07:18
Samdráttur í skemmtisiglingum Rekstraraðilar skemmtiferðaskipa gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að lokka til sín viðskiptavini fyrir vertíðina sem nú er um það bil að hefjast. Heimturnar eru þó mun dræmari en í meðalári og tilboð af ýmsum gerðum eru farin að líta dagsins ljós. 19.3.2009 07:17
Öryggisráðstafanir vegna G20-ráðstefnu hertar Til stendur að auka til muna öryggisráðstafanir vegna ráðstefnu 20 stórra iðnríkja í London sem hefst 2. apríl. 19.3.2009 07:13
Kim Jong Il við hestaheilsu Svo virðist sem Kim Jong Il leiðtogi Norður-Kóreu sé ekki dauður. Allavega kom hann í opinbera heimsókn til Kína í dag. Leiðtoginn hefur ekki sést opinberlega í marga mánuði og orðrómur var á kreiki um að hann væri allur eða að minnsta kosti alvarlega veikur. 18.3.2009 20:00
Allt mömmu að kenna Verjandi Jósefs Fritzels segir að það sé mömmu hans að kenna að hann lokaði dóttur sína inni og nauðgaði henni í tuttugu og fjögur ár. 18.3.2009 18:30
Rússneska keisarafjölskyldan brátt sameinuð Bolsévikkar myrtu keisarafjölskylduna í byltingunni árið 1918. Nikolai keisari Alexandra keisaraynja og börnin Anastasía, Olga, María, Tatjana og Alexei voru öll skotin til bana og fleygt í tvær ómerktar grafir í Jekaterinburg. 18.3.2009 11:49
Norður-Kórea afþakkar matvælaaðstoð Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í dag að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu tilkynnt að þau óskuðu ekki eftir frekari matvælaaðstoð frá Bandaríkjunum. 18.3.2009 11:42
Fritzl viðurkennir allt Josef Fritzl, austurríkismaðurinn sem er sakaður um að hafa haldið dóttur sinni í gíslingu í 24 ár og átt með henni sjö börn, hefur breytt afstöðu sinni til allra ákæruliða í ákæru sem gefin var út á hendur honum. 18.3.2009 09:44
Sikileyska mafían í kvíðakasti Heimsóknir Tonys Soprano, sem sjónvarpsáhorfendum er að góðu kunnur úr sjónvarpsþáttaröðinni The Sopranos, til sálfræðings eru alls ekki langt frá hinu sanna í bransanum. Í þáttunum kemur Tony reglulega við hjá kæra sála og fjallar um hvað atvinna við glæpi leggist nú stundum á sálina. 18.3.2009 08:12
Baturina biður Kreml um lán Eini kvenkyns milljarðamæringur Rússlands biður nú þarlend stjórnvöld um 150 milljarða lán. 18.3.2009 08:09
Discovery komin til geimstöðvarinnar Geimskutlan Discovery tengdist Alþjóðlegu geimstöðinni í gær og heppnaðist tengingin í alla staði vel. Discovery er seinna á ferðinni en upphaflega var áætlað þar sem skoti hennar var frestað vegna gasleka auk þess sem hætta af fljúgandi geimrusli setti örlítið strik í reikninginn í gær. 18.3.2009 08:08
Kínverjar metnaðarfullir í Parísarhjólum Kínverjar ætla að setja upp hæsta Parísarhjól í heimi í borginni Guangzhou í suðurhluta landsins til að laða til sín ferðamenn. Hjólið verður hæst einkum af þeirri ástæðu að það verður uppi á hinum 450 metra háa sjónvarpsturni borgarinnar. 18.3.2009 07:38
Búist við 30.000 mótmælendum á loftslagsráðstefnu Búist er við að allt að 30.000 mótmælendur hvaðanæva, mæti til Kaupmannahafnar þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember. 18.3.2009 07:33
Fritzl boðin áfallahjálp Hinum 73 ára gamla Josef Fritzl, sem nú er fyrir rétti í Austurríki fyrir nauðgun og frelsissviptingu á dóttur sinni, hefur verið boðin áfallahjálp til að takast á við réttarhöldin og það andlega álag sem þeim fylgir. 18.3.2009 07:24
Forseti Madagaskar neyddur frá völdum Marc Ravalomanana, forseti Madagaskar, lét af völdum í dag. Her landsins lagði undir sig forsetahöllina í gær eftir margra vikna mótmæli stjórnarandstæðinga sem hafa krafist afsagnar forsetans vegna ásakana um spillingu. 17.3.2009 21:05
Hætta á flóðum eykst við austurströnd Bandaríkjanna Hlýnunin er talin munu valda því að hafstraumar í Atlantshafinu breytist á þann veg að mun meiri sjór berist að austurströnd Bandaríkjanna en áður hefur gerst og muni þessi breyting hækka yfirborð sjávar um allt að 51 sentimetra fyrir eða um árið 2100. 17.3.2009 08:11
Brak úr gervitungli skammt frá geimstöðinni Bandaríska geimferðastofnunin NASA mun ekki þurfa að færa Alþjóðlegu geimstöðina af venjubundinni stefnu til að forða henni frá að rekast á brak úr gömlu sovésku gervitungli sem líklega fer fram hjá henni í dag. 17.3.2009 07:31
Handtekinn eftir að hóta fjöldamorði í skóla Fjórtán ára gamall drengur í Helsingjaeyri á Norður-Sjálandi var handtekinn í gær eftir að ummæli fundust eftir hann á Netinu þar sem hann sagðist ætla að drepa fjölda nemenda við skóla í bænum í hádeginu mánudaginn 16. mars. 17.3.2009 07:27
Mæður vinna 40 prósent meira á heimilinu en feður Vinnuframlag breskra mæðra á heimilinu er að meðaltali 40 prósent meira en feðranna. Það var rannsókn breska tryggingafélagsins Legal and General sem leiddi þessa niðurstöðu í ljós en í henni kom fram að mæður, sem þó vinna fulla vinnu utan heimilisins, séu að meðaltali önnum kafnar á heimilinu 55 klukkustundir á viku við að sinna börnum og húsverkum. 17.3.2009 07:23
Bretar að drukkna í ódýru áfengi Ódýrt áfengi er að drepa Breta. Þetta fullyrðir breski landlæknirinn sir Liam Donaldson og bendir á að ein leið til úrbóta væri að hækka áfengisverð og taka upp ákveðið lágmarksverð sem engin áfengistegund færi undir. 17.3.2009 07:17
Breskir lögreglumenn aftur einir á göngu Yfirstjórn bresku lögreglunnar hyggst á ný taka upp það fyrirkomulag að lögreglumenn á gönguvakt séu einir á ferð en ekki tveir og tveir saman. 17.3.2009 07:13
Hald lagt á glæsivillur og báta Madoffs Glæsivillur, bílar, bátar og silfurmunir í eigu fjárfestisins Bernard Madoff og eiginkonu hans eru meðal þess sem yfirvöld munu taka í sínar vörslur. Þetta var meðal þess sem var á lista saksóknara sem hann lagði fram við réttarhöldin í New York en Madoff hefur játað á sig 11 ákærur vegna svika. 16.3.2009 22:20