Erlent

Obama ræddi við áhöfn geimstöðvarinnar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
„Jæja, hvernig er veðrið annars hjá ykkur?“ Obama ræðir við áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í gær.
„Jæja, hvernig er veðrið annars hjá ykkur?“ Obama ræðir við áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í gær.
Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við geimfara, sem staddir eru í Alþjóðlegu geimstöðinni, gegnum síma í gær og sagði þeim meðal annars að hann væri stoltur af þeirri vinnu sem þar ætti sér stað. Hópur nemenda við barnaskóla í Washington var viðstaddur þegar símtalið átti sér stað í Hvíta húsinu. Nemendurnir spurðu Obama ýmissa spurninga, þar á meðal hvort geimfararnir gætu spilað tölvuleiki í geimnum og hvort þeir notuðu ekki örugglega handfrjálsan búnað við að tala í símann fyrst geimstöðin færi með 25.000 kílómetra hraða á klukkustund umhverfis jörðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×