Erlent

Hætta á efnavopna- eða kjarnorkuárás eykst

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jacqui Smith innanríkisráðherra.
Jacqui Smith innanríkisráðherra.

Hættan á hryðjuverkaárás með efna- eða kjarnorkuvopnum hefur aukist til muna í Bretlandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu breska innanríkisráðuneytisins þar sem bent er á að þjófnaður og smygl ýmissa hættulegra, og meðal annars geislavirkra, efna hafi færst mjög í vöxt víða í heiminum auk þess sem upplýsingar og alls kyns leiðbeiningar um hvernig hægt sé að útbúa mjög hættuleg vopn sé að finna á Netinu þar sem hver sem er geti nálgast þær.

Jacqui Smith, innanríkisráðherra Bretlands, segir að til standi að sérþjálfa 10.000 breska lögreglumenn til að bregðast við aðgerðum hryðjuverkamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×