Erlent

Póstmeistari neitar að afgreiða þá sem tala ekki ensku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Deva Kumarasiri.
Deva Kumarasiri.

Deva Kumarasiri er frá Sri Lanka og stjórnar pósthúsi í Nottingham. Hann hefur átt í harðvítugri deilu við póstmálayfirvöld í borginni eftir að hann tók þá ákvörðun að neita viðskiptavinum, sem ekki eru mæltir á enska tungu, um þjónustu.

Kumarasiri hefur sjálfur búið í Bretlandi í 18 ár og lært tungumálið vel. Hann segir viðskiptavini sem ekki tala ensku tefja afgreiðslu á pósthúsinu og vera almennt til tómra vandræða fyrir starfsfólkið og aðra viðskiptavini.

Kumarasiri segist hafa fengið mikinn meðbyr í þessu baráttumáli en þó sé lítill hópur fólks á annarri skoðun en hann og meðal annars hafi honum borist hótanir frá ýmsum hópum innflytjenda auk þess sem leiðtogi múslimasamfélagsins í Nottingham hafi lagt fram formlega kvörtun við yfirvöld.

Kumarasiri segir það ekki hafa verið ætlun sína að útiloka fólkið alfarið frá póstafgreiðslu, hann hafi hins vegar bent því á að læra ensku eða mæta að öðrum kosti hreinlega með túlk sér til aðstoðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×