Erlent

Stóru blöðin þurfa enn að skera niður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Yfirleitt er fréttastofa Washington Post nokkuð fjölmenn en skarð var höggvið þar með uppsögnum í maí í fyrra og nú gæti komið til uppsagna á ný.
Yfirleitt er fréttastofa Washington Post nokkuð fjölmenn en skarð var höggvið þar með uppsögnum í maí í fyrra og nú gæti komið til uppsagna á ný. MYND/Daylife
Bandarísku stórblöðin Washington Post og New York Times neyðast til að hefja niðurskurðarhnífinn á loft enn á ný en auglýsingatekjur blaðanna hafa enn dregist saman og héldu margir þó að botninum væri náð. Times hefur því sagt upp 100 starfsmönnum og mun lækka laun fjölda annarra til að reyna að halda sér á floti. Ekki hefur enn verið tilkynnt um uppsagnir hjá Washington Post en talið er að þær liggi í loftinu. Blaðið sagði upp nær tíu prósentum starfsmanna sinna í fyrravor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×