Erlent

Músaskítur fannst á skurðstofu í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mýs.
Mýs. MYND/Telegraph
Hreinlæti á sjúkrahúsum var til umræðu á breska þinginu í gær eftir að músaskítur fannst á skurðstofu sjúkrahúss nokkurs. Það var skurðlæknir á sjúkrahúsinu ásamt öðrum starfsmanni sem kom að máli við þingmann Íhaldsflokksins og greindi frá málinu en nafni sjúkrahússins er haldið leyndu og eins því hverjir komu upplýsingunum á framfæri. Þetta er gert þeim til verndar enda óttast þeir að missa vinnuna komist upp um þá. Alan Johnson heilbrigðisráðherra segist munu setja í gang rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×