Erlent

Darling segir bankana verða að vinna traust á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alistair Darling.
Alistair Darling.
Bankarnir verða að leggja mikið á sig til að vinna aftur traust almennings eftir efnahagshrunið. Þetta er meðal þess sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, mun segja í ræðu sinni þegar hann ávarpar starfsfólk breska fjármálaeftirlitsins í dag. Að þessu verði þó ekki hlaupið eins og hverju öðru. Það muni taka tíma að koma efnahag heimsins aftur í samt lag enda hafi fjármálastofnanir víða glatað öllu trausti almennings. Þá mun Darling í ávarpi sínu hvetja stjórnendur til að axla ábyrgð gagnvart viðskiptavinum banka og fjármálastofnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×