Fleiri fréttir

Fjórtán saknað eftir flugslys

Fjórtán er saknað eftir að flugvél hrapaði í sjóinn undan strönd Venesúela seint í gær. Um borð í vélinni voru átta Ítalir, Svisslendingur og fimm Venesúelamenn sem meðal annars skipuðu flugáhöfnina.

Brjóstastækkun kostaði hermann starfið

Kvenkyns hermaður í Þýskalandi hefur áfrýjað ákvörðun yfirmanna hennar um að vísa henni úr hernum vegna þess að hún fór í brjóstastækkun. Alessija Dorfmann sagði að það hefði alltaf verið draumur hennar að vera vel vaxinn hermaður, en nú hafi brjóstin af D stærð kostað hana starfið.

Frægasta hóruhúsi í Amsterdam lokað

Yab Yum, frægasta hóruhúsið í Amsterdam verður að loka dyrum sínum næstkomandi mánudag, samkvæmt dómsúrskurði sem kveðinn var upp í dag.

Mátturinn var með honum

Ellefu ára breskur strákur brást skjótt við þegar maður veittist að móður hans í Swardeston, skammt frá Norwich. Mæðginin voru að koma út úr bakaríi.

Mótleikur mauranna

Maurar á dönsku eynni Læsö hafa fundið mótleik gegn lúmskum fiðrildum sem hafa platað þá til þess að passa lirfur sínar. Fiðrildalirfurnar lifa fyrst á plöntum en detta fljótlega niður á jörðina.

Dakar rallinu aflýst vegna hryðjuverkahættu

Dakar rallinu hefur verið aflýst aðeins sólarhring áður en það átti að hefjast. Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Máritaníu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum keppninnar segir að margt spili þarna inn í.

Ferðamannaiðnaður í Kenía hrynur

Ferðamannaiðnaðurinn í Kenía sem er afar ábatasöm tekjulind í landinu hefur orðið fyrir miklum skaða vegna óeirðanna sem nú geisa. Ferðamenn flykkjast frá landinu og þeir sem höfðu pantað frí hafa flestir hætt við. Ríkisstjórnir fjölmargra landa hafa varað landa sína við að fara til Kenía.

Snjóflóð féll á spænskt skíðasvæði

Þrír skíðamenn lentu undir snjóflóði sem féll utanbrautar á skíðasvæði í Pyrenneafjöllum á Spáni í dag. Talsmaður bæjaryfirvalda á staðnum gat ekki staðfest hvort einhverra væri saknað, en sagði að björgunarsveitir væru á leið á slysstaðinn.

Er Gro Harlem skattsvikari?

Norskir fjölmiðlar velta því mjög fyrir sér hvort Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stórfelldur skattsvikari.

Obama og Huckabee sigruðu í Iowa

Það eru þeir Barak Obama og Mike Huckabee sem standa uppi sem sigurvegarar eftir forkosninguna í Iowa sem lauk í nótt

Fornar hellamyndir í bráðri hættu

Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar.

Íslendingur í Kenía segir engan óhultan

„Lögreglan í Kenía skýtur almenna borgara af handahófi og enginn er óhultur," segir Þórunn Helgadóttir, sem rekur barnaheimili ABC barnahjálpar í Naíróbí í Kenía. Þórunn ferðaðist frá Tansaníu í gær til Naíróbi í Kenía með 500 kg af mat fyrir barnaheimilið.

Passið ykkur útlendingar

Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum.

Berlínarbúar brjóta reykingarbann

Reykingarbann tók gildi í Berlín þann 1.janúar. Bannið nær til skemmtistaða og svipar til þess sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 1.júní.

Apar borga fyrir kynlíf

Ný rannsókn á villtum öpum í Indónesíu hefur leitt í ljós að karlapar borga fyrir kynlíf.

Búist við blóðbaði á Sri Lanka

Hernaðarsérfræðingar telja að yfirvofandi sé mesta blóðbað á Sri Lanka síðan Tamíl tígrar hófu uppreisn sína árið 1983.

Fer fram á endurtalningu kjörseðla í Kenía

Ríkissaksóknari Kenía, Amos Wako, hefur farið fram á sjálfstæða rannsókn á niðurstöðum forsetakosninganna sem leiddu í ljós umdeildan sigur sitjandi forseta Mwai Kibaki. Wako sagði á þarlendri sjónvarpsstöð í dag að nákvæm talning á gildum kosningaseðlum ætti að eiga sér stað án tafar.

Sjö ára með sígarettur

Tyrkir eru með mestu reykingaþjóðum í heimi og þeim líst því illa á frumvarp til laga um að banna reykingar á opinberum stöðum.

Krókódíllinn rotaður

Tveir breskir tannlæknar hafa unnið mál gegn tískurisanum Lacoste. Tannlæknarnir notuðu mynd af krókódíl til þess að auglýsa tannlæknastofu sína.

Gerviaugu og börn gleymast á hótelherbergjum

Krukka með ösku, gerviauga og lítið barn eru meðal þess sem gleymdist á hótelum Travelodge keðjunnar á síðasta ári. Ýmis happatákn, borgarstjórahálsmen og kettlingur voru einnig meðal þess sem fannst á herbergjum síðustu 12 mánuði.

Söguðu hraðamyndavél niður

Tveir austurrískir unglingar hafa verið sektaðir um rúmlega níu milljónir íslenskra króna fyrir að höggva niður og grafa hraðamyndavél sem náði þeim á of miklum hraða.

Yfirmaður stofnunar braut reykingabann

Þegar Antonio Nunes fékk sér vindil í nýárspartý í Portúgal, virðist hann ekki hafa áttað sig á því að hann var að brjóta gegn lögum sem stofnun á hans vegum á að framfylgja.

Eldgosið í Chile færist í aukana

Hundruðir íbúa og ferðamenn hafa flúið frá landsvæðum í kringum eldfjallið Liama í Chile en eldgos hófst þar í vikunni.

Hópnauðganir í Kenía

Nauðgunum og þá sérstaklega hópnauðgunum á konum hefur stórlega fjölgað eftir að óeirðirnar vegna forsetakosninganna í Kenía hófust.

Tígrisdýrinu mögulega ögrað

Lögreglan í San Francisco í Kaliforníu rannsakar nú hvort hlutir sem fundust við búr tígrisdýrsins sem varð einum að bana og slasaði tvo á jóladag, hafi verið notaðir til að ögra dýrinu á einhvern hátt áður en það slapp.

Óeirðalögrelga beitir táragasi í Kenía

Lögregla í Kenía notaði táragas og öflugar vatnsbyssur til að halda aftur af mótmælendum á mótmælafundi gegn endurkjöri Mwai Kibaki forseta. Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar hvetur milljón manns til að safnast saman í Uhuru garðinum í Nairóbí. Hann sagði BBC að mótmælin mörkuðu tímamót í landinu.

Norræna herdeildin til liðs við Evrópusambandið

Sögulegt hernaðarsamstarf Svía, Norðmanna og Finna, auk Eista og Íra hefst í upphafi ársins. Þessar þjóðir senda í sameiningu 2.800 manns í herlið Evrópusambandsins , eða í svokallaða norræna herdeild

Norðmenn harma ákvörðun stjórnar Sri Lanka

Erik Solheim umhverfis- og þróunarmálaráðherra Noregs segist harma ákvörðun stjórnvalda á Sri Lanka að segja upp vopnahlésssamningi sínum við Tamíltígrana í landinu.

Óþarfi að drekka átta vatnsglös

Lestur við litla birtu hefur ekki slæm áhrif á augun. Ekki er heldur þörf á því að drekka átta vatnsglös á dag til að viðhalda heilsunni, og hár vex ekki hraðar eftir að það er rakað. Þessar kerlingabækur eru meðal þeirra sjö sem eru afsannaðar í jólaútgáfu British Medical Journal.

Odinga segir að fjöldafundur verði haldinn þrátt fyrir bann

Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenýa segir að fyrirhugaður fjöldafundur í höfuðborginni Naíróbí muni fara fram á morgun þrátt fyrir bann sem stjórnvöld hafa lagt við útifundum. Odinga, sem neitar að viðurkenna ósigur sinn í forsetakosningum um síðustu helgi hefur hvatt stuðningsmenn sína til að mæta til fundarins og segist hann búast við því að um milljón manns svari kallinu.

Íbúar Iowa ríða á vaðið á morgun

Fyrstu forkosningar fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram á morgun í Iowa ríki. Spennan er mikil og benda kannanir til þess að á meðal frambjóðenda demókrata séu þrír með svipað fylgi en á meðal Repúblikana eru þeir tveir sem þykja líklegastir til þess að fara með sigur af hólmi.

Sjá næstu 50 fréttir