Fleiri fréttir

Ný kjarnorkuver í Bretlandi

Búist er við að breska ríkisstjórnin samþykki í þessari viku að hefja smíði nýrrar kynslóðar kjarnorkuvera í landinu. Búast má við harðri andstöðu umhverfissinna.

Svelti hund í hel í nafni listarinnar

Um 400 þúsund manns hafa skrifað undir mótmælalista á netinu gegn því að listamaður frá Costa Rica verði fulltrúi lands síns á listasýningu Miðameríkuríkja í Honduras á þessu ári.

Skotið á lögreglu með flugeldum í bæ í Danmörku

Kalla þurfti til mikinn fjölda lögreglumanna vegna óeirða í bænum Kokkendal á Norður-Sjálandi yfir áramótin. Skotið var á lögregluna með flugeldum og mikil skemmdarverk voru unnin á verslunum í bænum bæði á gamlárskvöld og nýársnótt.

Gos hafið í eldfjalli í Chile

Gos er hafið í eldfjallinu Laima í Chile og hafa um 150 manns verið fluttir frá svæði í grennd við fjallið

Vandræði um borð í Queen Victoria

Það þykir boða ógæfu ef kampavínsflaskan brotnar ekki þegar skipi er hleypt af stokkunum. Og það er einmitt raunin í tilfelli Queen Victoria einu nýjasta og dýrasta skemmtferðaskipi heims.

Obama eykur forskot sitt á Clinton í Iowa

Það stefnir í spennandi forkosningar í ríkinu Iowa á fimmtudag, hinar fyrstu í forvalinu á forsetaefnum flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Nýjustu kannanir sýna að Barak Obama eykur forskot sitt á Hillary Clinton hjá Demókrötum.

Brennd inni í kirkju í Kenya

Yfir 250 manns hafa látið lífið í óeirðum í Kenya eftir hinar umdeildu forsetakosningar 27. desember síðastliðinn.

Ráðherra í klámkvikmyndum

Heilbrigðisráðherra Malasíu hefur viðurkennt að hann sé karlmaðurinn í tveim klámmyndum sem hefur verið víða dreift í landinu.

Zuma fyrir dómstóla í ágúst

Jakob Zuma forseti Afríska þjóðarráðsins verður dreginn fyrir rétt fyrir spillingu. Embætti ríkissaksóknara tilkynnti í dag að búið væri að leggja fram ákæru og réttarhöld hæfust í ágúst næskomandi.

Handtekinn fyrir orðróm um Putin

Maður sem vann hjá símafyrirtæki í Íran hefur verið handtekinn fyrir að koma af stað orðrómu um að gert hefði verið samsæri um að myrða Vladimir Putin Rússlandsforseta þegar hann kæmi til ráðstefnu í Teheran í október síðastliðnum.

Margrét þú ert hræsnari

Extra Bladet danska vandar Margréti Þórhildi drottningu ekki kveðjurnar vegna áramótaávarps hennar.

Færeyskan verður þjóðtunga

Færeyska landstjórnin hefur látið undirbúa þingsálykturnartillögu um að færeyskan fái stöðu þjóðtungu og verði einnig notuð í opinberu máli.

Flýið, Marsbúar Flýið

Líkurnar á því að loftsteinn sem er á stærð við fótboltavöll rekist á Mars í lok þessa mánaðar hafa aukist umtalsvert.

Fluttir fullir frá Suðurpólnum

Tveir menn voru fluttir með herflugvél frá Suðurpólnum á jóladag hefur að hafa lent þar í fyrstu barslagsmálum í sögu þess heimshluta.

Tjá sig ekki um árás tígrisdýrsins

Bræðurnir sem urðu fyrir árás tígrisdýrs í San Francisco fyrir áramótin hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Dýrið drap félaga þeirra.

Rólegt á yfirborðinu í Naíróbí, en kraumar undir niðri

Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins er búsettur í Nairóbí í Kenýa þar sem nú ríkir afar ótryggt ástand í kjölfar umdeildra forsetakosninga þar sem stjórnvöld hafa verið ásökuð um víðtækt kosningasvindl. Að minnsta kosti 250 hafa fallið í átökum síðustu daga en Ómar, sem vinnur sem forstöðumaður upplýsingadeildar á svæðisskrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir Austur-Afríku, segir að dagurinn í dag sé sá rólegasti frá því kosningarnar fóru fram í síðustu viku.

Olmert undirbýr skiptingu Jerúsalem

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels gaf í skyn í dag að Ísraelar kunni að neyðast til þess að deila Jerúsalem með Palestínumönnum.

Nýju ári fagnað um allan heim

Nýju ári var fagnað með skoteldum víða um heim í nótt. Á Rauða torginu í Moskvu dönsuðu Rússar um með þjóðfána sinn. Orð Pútíns forseta í áramótaávarpi hans um hagvöxt og samheldni þjóðarinnar þeim hvatning.

Sjá næstu 50 fréttir