Fleiri fréttir Skammarlegt hversu lítil hjálp hefur borist til Pakistans Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir skammarlegt hversu lítil hjálp hafi borist og óttast að tugþúsundir farist í vetrarkuldanum á næstu vikum. 23.12.2005 15:21 Nýr forseti Póllands Lech Kaczynski var settur í embætti forseta Póllands í morgun. Hann er íhaldsmaður sem hefur lofað að berjast gegn spillingu, lífga efnahaginn við og losa landið við drauga kommúnistaáranna. 23.12.2005 12:48 Ætlar að kalla tvö herlið heim Bandaríkjastjórn hyggst kalla heim tvö herfylki frá Írak á næsta ári. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra greindi frá þessu fyrr í dag. Bandaríkjamenn eru með 17 herfylki í Írak um þessar mundir. Ráðherrann sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að Írökum hefði gengið vonum framar að taka stjórn ýmissa mála í sínar hendur. 23.12.2005 12:26 Sharon sigrar Nýr flokkur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fær um helmingi fleiri þingsæti en helsti keppinautur flokksins í komandi þingkosningum, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðunarkönnunar en kosningar fara fram í mars á næsta ári. Fær flokkur Sharons, Þjóðarábyrgðarflokkurinn, 40 af 120 þingsætum. Verkamannaflokkurinn fær hinsvegar 19 þingsæti og fyrrum flokkur Sharons, Likud, mun fá 15 þingsæti. Þegar spurt var út í það hvern kjósendur treystu best til þess að gegna embætti forsætisráðherra, sögðu aðeins 14% að Peretz væri hæfastur. 19% sögðu Benjamin Netanyahu en 46% sögðu Sharon hæfastan til starfans. 23.12.2005 11:36 Gefa lýtaaðgerðir í jólagjöf í Danmörku Skartgripir og snyrtivörur virðast á útleið sem jólagjafir danskra karla til eiginkvenna sinna ef marka má dagblaðið URBAN. Í þeirra stað eru komin gjafakort í lýtaaðgerðir. Haft er eftir yfirlækni á einkasjúkrahúsi í Velje að gjafakortin hafi aldrei verið fleiri en í ár og er um að ræða allt frá hrukkuaðgerð til brjóstastækkunar. 23.12.2005 10:45 Tugir látnir eftir gassprengingu í Kína Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust í gassprengingu í göngum í Suðvestur-Kína í gær. Flestir hinna látnum voru verkamenn sem unnu að gerð ganganna og þá slösuðust að minnsta kosti ellefu í sprengingunni. Björgunarmenn leita enn að fólki á staðnum en óttast er að tala látinna kunni að hækka. 23.12.2005 10:15 Segjast hafa stöðvað eiturflekk í ánni Bei Yfirvöld í suðurhluta Kína segja að vatnsból íbúa í borginni Guangzhou muni ekki mengast af kadmíumi eins og óttast var þar sem tekist hafi að stöðva eiturflekkinn í ánni Bei við stíflu. Eiturefnið lak frá málmbræðslu og út í ána á dögunum og þurfti að loka fyrir vatnið í nokkrum borgum við ána af þeim sökum. 23.12.2005 10:15 Castro segir methagvöxt á Kúbu í ár Methagvöxtur er á Kúbu. Fidel Castro, forseti kommúnistaríkisins, segir að umtalsverður efnahagsbati hafi orðið á síðustu misserum og að Kúba hafi náð sér eftir efnahagskreppu. Á þessu ári sé hagvöxturinn meðal annars nærri tólf prósent. 23.12.2005 10:00 Eldur í höll í St. Pétursborg Eldur kom upp í einni af nítjándu aldar höllum St. Pétursborgar í Rússlandi í nótt. Engan sakaði en skemmdir urðu miklar. Byggingin var í miklu uppáhaldi Alexanders annars prins en höllin var nýlega endurnýjuð að stórum hluta. Ekki er vitað hvað olli eldinum og er málið er nú í rannsókn. 23.12.2005 09:45 Maður ákærður fyrir aðild að misheppnuðum hryðjuverkum Lögreglan í Lundúnum ákærði í gær 23 ára karlmann fyrir aðild að tilraun til hryðjuverks í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Maðurinn, sem er frá Tottenham, var handtekinn á Gatwick-flugvelli á þriðjudaginn er hann kom frá Addis Ababa í Eþíópíu. Tíu aðrir hafa verið ákærðir í tengslum við málið sem verður tekið fyrir í september. 23.12.2005 09:30 Rumsfeld segir hermönnum fækkað í Írak á næsta ári Bandaríkjaforseti hefur fallist á það að hermönnum verði fækkað í Írak á næsta ári. Þetta sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði hermenn í Fallujah í Írak í dag. 23.12.2005 09:00 Lík í skurði í Brussel af fyrrverandi ráðherra í Rúanda Lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af Juvenal Uwilingmana, fyrrverandi ráðherra í Rúanda. Alþjóðlegur glæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna vegna Rúanda ákærði í sumar ráðherrann fyrir þjóðarmorð í Rúanda árið 1994 en hann var þá yfirmaður þjóðgarða í landinu. 23.12.2005 08:30 Framlenging föðurlandslaga ekki ótímabundin Einhver umdeildustu lög seinni ára í Bandaríkjunum eru hin svokölluðu föðurlandslög, lög sem veita stjórnvöldum miklar og rúmar heimildir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Stjórn Bush forseta berst nú fyrir því að lögin, sem voru tímabundin, verði framlengd. Í gærkvöldi hafnaði þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings því að lögin yrðu ótímabundin og framlengdi gildistíma þeirra um mánuð. 23.12.2005 07:45 Minna en helmingur fjár sem þörf er á kominn til Kasmír Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér og talsmenn hjálparstofnana þar ítrekuðu í gær nauðsyn þess að gripið yrði til aðgerða þegar í stað. Þeir segja annars stórhættu á því að tugþúsundir farist nú þegar vetur er genginn í garð. 23.12.2005 07:30 Jarðlestir ganga á ný í New York Þriggja daga allsherjarverkfalli starfsfólks í almenningssamgöngum í New York lauk í gær eftir að forystumenn stéttarfélags þess samþykktu að störf skyldu hafin á ný þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst nýr kjarasamningur. Jarðlestir hófu að ganga strax á miðnætti í gær en nokkurn tíma tekur að koma öllu kerfinu í gang aftur. 23.12.2005 07:10 Ekki náðaður Dómsmálayfirvöld í Michigan í Bandaríkjunum höfnuðu í dag beiðni Jacks Kevorkians um náðun. Hann á ekki rétt á reynslulausn fyrr en 2007 en Kevorkian var árið 1999 dæmdur í 10-25 ára fangelsi fyrir líknardráp. Kevorkian þjáist af háum blóðþrýstingi, gigt og lifrarbólgu C. Náðunarnefnd Michigan samþykkti með sjö atkvæðum gegn tveimur að beina þeim tilmælum til ríkisstjórans, Jennifer Granholm, að hafna beiðninni. Kevorkian er 77 ára, fyrrverandi læknir. Hann var dæmdur fyrir að gefa manni, sem þjáðist af Lou Gehrig-sjúkdómi, banvæna sprautu árið 1998 22.12.2005 19:59 Hefja störf að nýju Verkalýðsfélag starfsmanna í almenningssamgöngum í New York hefur fallist á að félagsmenn hefji störf að nýju. Sáttasemjarar New York-ríkis greindu frá þessu fyrir stundu og sögðu að forystumenn verkalýðsfélagsins og yfirvöld samgangna hefðu fallist á að hefja viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna. Borgarstjóri hefur sagt afar mikilvægt að samgöngukerfið leggist ekki af en viðskipti vegna verkfalls hafa snarminnkað síðust þrjá daga. 22.12.2005 17:43 Sætanýting Sterling undir áætlunum Sætanýting danska flugfélagsins Sterling í nóvember var aðeins 68%. En áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir 80% sætanýtingu en það þurfti svo afkoman yrði jákvæð. Upplýsingafulltrúi Sterling, segir helstu ástæður lélegrar sætanýtingar vera að félagið gangi í gegnum miklar breytingar um þessar mundir. Nú standi yfir sameining við Maersk Air og einnig hafi félagið lagt niður flugleiðir þar sem bæði Maersk og Sterling flugu áður. 22.12.2005 17:26 Ætlar að fækka hermönnum í Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að herinn muni innan skamms halda áfram að fækka lítillega í liði sínu í landinu með því að hætt verði við að senda þangað tvær herdeildir. Verði af þessu er það í fyrsta sinn sem varnarmálaráðuneytið fækkar hermönnum í Írak niður fyrir 138.000 manna markið, sem talið hefur verið lágmark. George Bush forseti hefur aftur á móti hafnað því að ræða um tímasetningar á brotthvarfi herliðs og sagt að slíkt myndi einungis egna uppreisnarmenn. Um 2200 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak síðan herinn ruddist þar inn árið 2003. 22.12.2005 17:12 Verkfallið stendur enn yfir Engin málamiðlun náðist eftir fyrsta fund fulltrúa verkalýðsfélags starfsmanna almenningssamganga og forsvarsmanna samgönguyfirvalda í New York, sem haldinn var í morgun en verkfall hefur staðið yfir í þrjá daga. Viðskipti vegna verkfallsins hafa dregist mikið saman. 22.12.2005 16:51 Þrír palestínumenn drepnir Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana í borginni Nablus á Vesturbakka Jórdanar í nótt. Herinn segist hafa skotið mennina þrjá þegar þeir reyndu að flýja þegar hermenn komu til að handtaka þá. Hafa palestínsk yfirvöld fordæmt árásina en búist er við að árásarinnar verði hefnt. 22.12.2005 16:07 Nýtt flugfélag stofnað í Færeyjum FaroeJet, nýtt færeyskt flugfélag, hefur leigt sér farþegaþotu og tekur að óbreyttu til starfa í mars. Stefna eigendanna er að ná 30% markaðshlutdeild á flugleiðinni milli Voga og Kaupmannahafnar. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur verið einrátt markaðinum um skeið og má því búast við verðstríði á næstu mánuðum. Þetta er í þriðja sinn síðan 1987 sem Atlantic Airways fær samkeppni en önnur félög hafa alltaf farið á hausinn. Stjórnendur Atlantic Airways þess segja ekkert annað í stöðunni en að taka slaginn enn einu sinni. 22.12.2005 15:52 Reifst og skammaðist í réttarsalnum Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, segist ítrekað hafa verið barinn á meðan hann var í vörslu Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld segja það lygi og staðhæfingar Husseins fáránlegar. 22.12.2005 15:42 Tveir menn dæmdir til dauða í Afganistan Tveir menn voru dæmdir til dauða í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag fyrir að ræna ítölska hjálparstarfsmanninum Clementinu Cantoni og myrða son kaupsýslumanns frá Afganistan. 22.12.2005 15:22 Norræna ráðherranefndin opnar skrifstofu í Kaliningrad Norræna ráðherranefndin hefur opnað skrifstofur í Kaliningrad. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé liður í að styrkja samstarf á Eystrasaltssvæðinu öllu. Norræna ráðherranefndin hefur síðan 1991 starfrækt skrifstofu í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna og í Pétursborg síðan 1995. Kaliningrad er rússneskt landsvæði sem þó er ekki beinlínis inni í Rússlandi heldur á landamæri að Litháen til norðurs og Póllandi til suðurs. 22.12.2005 15:08 Tveir menn dæmdir til dauða í Afganistan Tveir menn voru dæmdir til dauða í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag fyrir að ræna ítölska hjálparstarfsmanninum Clementinu Cantoni, halda henni í gíslingu í þrjár vikur og myrða son kaupsýslumanns frá Afganistan. 22.12.2005 14:55 Fótspor frá ísöld Vísindamenn rannsaka nú fótspor eftir hóp af fólki sem gekk um óbyggðir Ástralíu á síðustu ísöld. Á sporunum má sjá að börn hafa hlaupið í hringi í kringum foreldra sína, sem héldu beinni stefnu. 22.12.2005 13:00 Börðu mann til óbóta Tveir lögreglumenn í New Orleans hafa verið reknir úr starfi fyrir að berja menn til óbóta eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir borgina. 22.12.2005 11:47 Segir Hvíta Húsið ljúga Bandaríkjamenn þvertaka fyrir það að þeir hafi pyntað Saddam Hússein. Sjálfur stendur hann hins vegar fast við sitt og segir talsmenn Hvíta Hússins lygara. 22.12.2005 11:35 Annan reiður Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna kallaði breskan blaðamann stórt smábarn á blaðamannafundi í gærkvöldi. Blaðamaðurinn var að spyrja Annan spurninga, þegar eitthvað fór mjög fyrir brjóstið á honum og hann jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamanninn. 22.12.2005 10:45 Samið um fiskveiðikvótann Samkomulag náðist um fiskveiðikvóta Evrópusambandsins í gær, eftir þriggja daga fundarhöld. Þorskveiðikvótinn verður minnkaður um fimmtán prósent á næsta ári. 22.12.2005 10:30 Stjórnar ekki al-Qaeda Osama Bin Laden heldur ekki utan um stjórn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna um þessar mundir. Þetta sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Rumsfeld sagðist telja öruggt að ef Bin Laden væri á lífi, færi mestur hans tími í að flýja. 22.12.2005 10:15 Neita að hafa pyntað Saddam Bandaríkjamenn þvertaka fyrir það að þeir hafi pyntað Saddam Hússein á meðan hann hefur verið í gæsluvarðhaldi. 22.12.2005 09:30 Verkfallið stendur enn Allt stefnir í að þriðja daginn í röð liggi allar almennings samgöngur niðri í New York. Verkfall starfsmanna strætisvagna og lesta stendur enn og ekkert útlit er fyrir að því ljúki alveg í bráð. 22.12.2005 09:15 Tveir í viðbót látnir úr fuglaflensu Tvö ný dauðsföll af völdum fuglaflensu hafa verið staðfest í Indónesíu. Rannsóknarstofa í Bandaríkjunum staðfesti í morgun að banamein þrjátíu og níu ára gamals manns og átta ára drengs í síðustu viku hefði verið fuglaflensa. Þar með hafa ellefu manns látist úr flensunni í Indónesíu. 22.12.2005 09:00 Tveir Palestínumenn féllu Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Hermennirnir gerðu áhlaup á hús meintra uppreisnarmanna og að sögn vitna hófu þeir skothríð á þrjá menn sem reyndu að flýja. Tveir létust, en ekkert er vitað um ástand þess þriðja. Á áttunda tímanum slösuðust svo fimm ísraelskir hermenn á Gaza þegar uppreisnarmenn skutu úr sprengjuvörpu á herstöð. 22.12.2005 08:45 Hvítabirnum fækkar hratt vegna bráðnun íss á Norðurslóðum Bráðnun íss á norðurslóðum er farin að valda dauða hvítabjarna og ekkert bendir til annars en að þeim haldi áfram að fækka. Þór Jakobsson veðurfræðingur segir að um sé að ræða óhjákvæmilega afleiðingu hlýnunarskeiðs sem verulega varð vart við fyrir fjórum árum. 21.12.2005 22:00 Elton John staðfesti samvist sína Tónlistarmaðurinn Elton John og kærasti hans David Furnish voru meðal 700 samkynhneygðra para sem staðfestu samvist sína með formlegum hætti í Bretlandi í dag. 21.12.2005 20:46 Finnar hyggjast taka upp lög sem banna vændiskaup Finnar hyggjast taka upp samskonar lög gegn vændiskaupum og gilda í Svíþjóð en þar er kynlífskaup refsiverð. Finnska ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga í vikunni um að vændiskaup verði bönnuð í Finnlandi. 21.12.2005 16:30 Algjör ringulreið Algjör ringulreið ríkir í New York borg vegna allsherjarverkfalls starfsmanna samgöngukerfis borgarinnar. Milljónir manna þurfa líklega að ganga borgina þvera og endilanga í nístingskulda annan daginn í röð til að komast í vinnuna. 21.12.2005 12:05 Verkfallið stendur enn Milljónir manna gengu til vinnu eða notuðust við reiðhjól í nístingskulda í New York í gær. Enn hefur ekki náðst samkomulag við starfsmenn almennings samgöngukerfisins í borginni sem hófu verkfall í gær. 21.12.2005 09:30 Banna kennslu á sköpunarkenningunni Alríkisdómari í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að ekki mætti kenna sköpunarkenninguna í líffræðitímum í skólum í Pennsylvaníu. 21.12.2005 09:15 Réttarhöld yfir Saddam hefjast á ný Réttarhöldin yfir Saddam Hússein og sjö samstarfsmönnum voru að hefjast rétt í þessu. Saddam er viðstaddur réttarhöldin, þrátt fyrir að hafa neitað að taka frekari þátt í þeim fyrir tveimur vikum. 21.12.2005 08:46 Elton John staðfestir samvist sína Elton John og ástmaður hans eru meðal sexhundrað áttatíu og sjö samkynhneigðra para sem ætla að staðfesta samvist sína opinberlega, þegar ný lög taka gildi í Bretlandi á morgun. 20.12.2005 19:33 Vildu horfa í augu morðingja sona þeirra Fimm Serbar, sem voru kvikmyndaðir þegar þeir myrtu sex múslíma í Bosníu árið 1995, voru leiddir fyrir rétt í Belgrad í dag. Mæður hinna myrtu eru viðstaddar réttarhöldin. Þær sögðust vilja horfa í augu mannanna sem myrtu syni þeirra. 20.12.2005 19:19 Sjá næstu 50 fréttir
Skammarlegt hversu lítil hjálp hefur borist til Pakistans Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir skammarlegt hversu lítil hjálp hafi borist og óttast að tugþúsundir farist í vetrarkuldanum á næstu vikum. 23.12.2005 15:21
Nýr forseti Póllands Lech Kaczynski var settur í embætti forseta Póllands í morgun. Hann er íhaldsmaður sem hefur lofað að berjast gegn spillingu, lífga efnahaginn við og losa landið við drauga kommúnistaáranna. 23.12.2005 12:48
Ætlar að kalla tvö herlið heim Bandaríkjastjórn hyggst kalla heim tvö herfylki frá Írak á næsta ári. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra greindi frá þessu fyrr í dag. Bandaríkjamenn eru með 17 herfylki í Írak um þessar mundir. Ráðherrann sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að Írökum hefði gengið vonum framar að taka stjórn ýmissa mála í sínar hendur. 23.12.2005 12:26
Sharon sigrar Nýr flokkur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fær um helmingi fleiri þingsæti en helsti keppinautur flokksins í komandi þingkosningum, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðunarkönnunar en kosningar fara fram í mars á næsta ári. Fær flokkur Sharons, Þjóðarábyrgðarflokkurinn, 40 af 120 þingsætum. Verkamannaflokkurinn fær hinsvegar 19 þingsæti og fyrrum flokkur Sharons, Likud, mun fá 15 þingsæti. Þegar spurt var út í það hvern kjósendur treystu best til þess að gegna embætti forsætisráðherra, sögðu aðeins 14% að Peretz væri hæfastur. 19% sögðu Benjamin Netanyahu en 46% sögðu Sharon hæfastan til starfans. 23.12.2005 11:36
Gefa lýtaaðgerðir í jólagjöf í Danmörku Skartgripir og snyrtivörur virðast á útleið sem jólagjafir danskra karla til eiginkvenna sinna ef marka má dagblaðið URBAN. Í þeirra stað eru komin gjafakort í lýtaaðgerðir. Haft er eftir yfirlækni á einkasjúkrahúsi í Velje að gjafakortin hafi aldrei verið fleiri en í ár og er um að ræða allt frá hrukkuaðgerð til brjóstastækkunar. 23.12.2005 10:45
Tugir látnir eftir gassprengingu í Kína Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust í gassprengingu í göngum í Suðvestur-Kína í gær. Flestir hinna látnum voru verkamenn sem unnu að gerð ganganna og þá slösuðust að minnsta kosti ellefu í sprengingunni. Björgunarmenn leita enn að fólki á staðnum en óttast er að tala látinna kunni að hækka. 23.12.2005 10:15
Segjast hafa stöðvað eiturflekk í ánni Bei Yfirvöld í suðurhluta Kína segja að vatnsból íbúa í borginni Guangzhou muni ekki mengast af kadmíumi eins og óttast var þar sem tekist hafi að stöðva eiturflekkinn í ánni Bei við stíflu. Eiturefnið lak frá málmbræðslu og út í ána á dögunum og þurfti að loka fyrir vatnið í nokkrum borgum við ána af þeim sökum. 23.12.2005 10:15
Castro segir methagvöxt á Kúbu í ár Methagvöxtur er á Kúbu. Fidel Castro, forseti kommúnistaríkisins, segir að umtalsverður efnahagsbati hafi orðið á síðustu misserum og að Kúba hafi náð sér eftir efnahagskreppu. Á þessu ári sé hagvöxturinn meðal annars nærri tólf prósent. 23.12.2005 10:00
Eldur í höll í St. Pétursborg Eldur kom upp í einni af nítjándu aldar höllum St. Pétursborgar í Rússlandi í nótt. Engan sakaði en skemmdir urðu miklar. Byggingin var í miklu uppáhaldi Alexanders annars prins en höllin var nýlega endurnýjuð að stórum hluta. Ekki er vitað hvað olli eldinum og er málið er nú í rannsókn. 23.12.2005 09:45
Maður ákærður fyrir aðild að misheppnuðum hryðjuverkum Lögreglan í Lundúnum ákærði í gær 23 ára karlmann fyrir aðild að tilraun til hryðjuverks í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Maðurinn, sem er frá Tottenham, var handtekinn á Gatwick-flugvelli á þriðjudaginn er hann kom frá Addis Ababa í Eþíópíu. Tíu aðrir hafa verið ákærðir í tengslum við málið sem verður tekið fyrir í september. 23.12.2005 09:30
Rumsfeld segir hermönnum fækkað í Írak á næsta ári Bandaríkjaforseti hefur fallist á það að hermönnum verði fækkað í Írak á næsta ári. Þetta sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði hermenn í Fallujah í Írak í dag. 23.12.2005 09:00
Lík í skurði í Brussel af fyrrverandi ráðherra í Rúanda Lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af Juvenal Uwilingmana, fyrrverandi ráðherra í Rúanda. Alþjóðlegur glæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna vegna Rúanda ákærði í sumar ráðherrann fyrir þjóðarmorð í Rúanda árið 1994 en hann var þá yfirmaður þjóðgarða í landinu. 23.12.2005 08:30
Framlenging föðurlandslaga ekki ótímabundin Einhver umdeildustu lög seinni ára í Bandaríkjunum eru hin svokölluðu föðurlandslög, lög sem veita stjórnvöldum miklar og rúmar heimildir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Stjórn Bush forseta berst nú fyrir því að lögin, sem voru tímabundin, verði framlengd. Í gærkvöldi hafnaði þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings því að lögin yrðu ótímabundin og framlengdi gildistíma þeirra um mánuð. 23.12.2005 07:45
Minna en helmingur fjár sem þörf er á kominn til Kasmír Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér og talsmenn hjálparstofnana þar ítrekuðu í gær nauðsyn þess að gripið yrði til aðgerða þegar í stað. Þeir segja annars stórhættu á því að tugþúsundir farist nú þegar vetur er genginn í garð. 23.12.2005 07:30
Jarðlestir ganga á ný í New York Þriggja daga allsherjarverkfalli starfsfólks í almenningssamgöngum í New York lauk í gær eftir að forystumenn stéttarfélags þess samþykktu að störf skyldu hafin á ný þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst nýr kjarasamningur. Jarðlestir hófu að ganga strax á miðnætti í gær en nokkurn tíma tekur að koma öllu kerfinu í gang aftur. 23.12.2005 07:10
Ekki náðaður Dómsmálayfirvöld í Michigan í Bandaríkjunum höfnuðu í dag beiðni Jacks Kevorkians um náðun. Hann á ekki rétt á reynslulausn fyrr en 2007 en Kevorkian var árið 1999 dæmdur í 10-25 ára fangelsi fyrir líknardráp. Kevorkian þjáist af háum blóðþrýstingi, gigt og lifrarbólgu C. Náðunarnefnd Michigan samþykkti með sjö atkvæðum gegn tveimur að beina þeim tilmælum til ríkisstjórans, Jennifer Granholm, að hafna beiðninni. Kevorkian er 77 ára, fyrrverandi læknir. Hann var dæmdur fyrir að gefa manni, sem þjáðist af Lou Gehrig-sjúkdómi, banvæna sprautu árið 1998 22.12.2005 19:59
Hefja störf að nýju Verkalýðsfélag starfsmanna í almenningssamgöngum í New York hefur fallist á að félagsmenn hefji störf að nýju. Sáttasemjarar New York-ríkis greindu frá þessu fyrir stundu og sögðu að forystumenn verkalýðsfélagsins og yfirvöld samgangna hefðu fallist á að hefja viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna. Borgarstjóri hefur sagt afar mikilvægt að samgöngukerfið leggist ekki af en viðskipti vegna verkfalls hafa snarminnkað síðust þrjá daga. 22.12.2005 17:43
Sætanýting Sterling undir áætlunum Sætanýting danska flugfélagsins Sterling í nóvember var aðeins 68%. En áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir 80% sætanýtingu en það þurfti svo afkoman yrði jákvæð. Upplýsingafulltrúi Sterling, segir helstu ástæður lélegrar sætanýtingar vera að félagið gangi í gegnum miklar breytingar um þessar mundir. Nú standi yfir sameining við Maersk Air og einnig hafi félagið lagt niður flugleiðir þar sem bæði Maersk og Sterling flugu áður. 22.12.2005 17:26
Ætlar að fækka hermönnum í Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að herinn muni innan skamms halda áfram að fækka lítillega í liði sínu í landinu með því að hætt verði við að senda þangað tvær herdeildir. Verði af þessu er það í fyrsta sinn sem varnarmálaráðuneytið fækkar hermönnum í Írak niður fyrir 138.000 manna markið, sem talið hefur verið lágmark. George Bush forseti hefur aftur á móti hafnað því að ræða um tímasetningar á brotthvarfi herliðs og sagt að slíkt myndi einungis egna uppreisnarmenn. Um 2200 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak síðan herinn ruddist þar inn árið 2003. 22.12.2005 17:12
Verkfallið stendur enn yfir Engin málamiðlun náðist eftir fyrsta fund fulltrúa verkalýðsfélags starfsmanna almenningssamganga og forsvarsmanna samgönguyfirvalda í New York, sem haldinn var í morgun en verkfall hefur staðið yfir í þrjá daga. Viðskipti vegna verkfallsins hafa dregist mikið saman. 22.12.2005 16:51
Þrír palestínumenn drepnir Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana í borginni Nablus á Vesturbakka Jórdanar í nótt. Herinn segist hafa skotið mennina þrjá þegar þeir reyndu að flýja þegar hermenn komu til að handtaka þá. Hafa palestínsk yfirvöld fordæmt árásina en búist er við að árásarinnar verði hefnt. 22.12.2005 16:07
Nýtt flugfélag stofnað í Færeyjum FaroeJet, nýtt færeyskt flugfélag, hefur leigt sér farþegaþotu og tekur að óbreyttu til starfa í mars. Stefna eigendanna er að ná 30% markaðshlutdeild á flugleiðinni milli Voga og Kaupmannahafnar. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur verið einrátt markaðinum um skeið og má því búast við verðstríði á næstu mánuðum. Þetta er í þriðja sinn síðan 1987 sem Atlantic Airways fær samkeppni en önnur félög hafa alltaf farið á hausinn. Stjórnendur Atlantic Airways þess segja ekkert annað í stöðunni en að taka slaginn enn einu sinni. 22.12.2005 15:52
Reifst og skammaðist í réttarsalnum Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, segist ítrekað hafa verið barinn á meðan hann var í vörslu Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld segja það lygi og staðhæfingar Husseins fáránlegar. 22.12.2005 15:42
Tveir menn dæmdir til dauða í Afganistan Tveir menn voru dæmdir til dauða í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag fyrir að ræna ítölska hjálparstarfsmanninum Clementinu Cantoni og myrða son kaupsýslumanns frá Afganistan. 22.12.2005 15:22
Norræna ráðherranefndin opnar skrifstofu í Kaliningrad Norræna ráðherranefndin hefur opnað skrifstofur í Kaliningrad. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé liður í að styrkja samstarf á Eystrasaltssvæðinu öllu. Norræna ráðherranefndin hefur síðan 1991 starfrækt skrifstofu í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna og í Pétursborg síðan 1995. Kaliningrad er rússneskt landsvæði sem þó er ekki beinlínis inni í Rússlandi heldur á landamæri að Litháen til norðurs og Póllandi til suðurs. 22.12.2005 15:08
Tveir menn dæmdir til dauða í Afganistan Tveir menn voru dæmdir til dauða í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag fyrir að ræna ítölska hjálparstarfsmanninum Clementinu Cantoni, halda henni í gíslingu í þrjár vikur og myrða son kaupsýslumanns frá Afganistan. 22.12.2005 14:55
Fótspor frá ísöld Vísindamenn rannsaka nú fótspor eftir hóp af fólki sem gekk um óbyggðir Ástralíu á síðustu ísöld. Á sporunum má sjá að börn hafa hlaupið í hringi í kringum foreldra sína, sem héldu beinni stefnu. 22.12.2005 13:00
Börðu mann til óbóta Tveir lögreglumenn í New Orleans hafa verið reknir úr starfi fyrir að berja menn til óbóta eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir borgina. 22.12.2005 11:47
Segir Hvíta Húsið ljúga Bandaríkjamenn þvertaka fyrir það að þeir hafi pyntað Saddam Hússein. Sjálfur stendur hann hins vegar fast við sitt og segir talsmenn Hvíta Hússins lygara. 22.12.2005 11:35
Annan reiður Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna kallaði breskan blaðamann stórt smábarn á blaðamannafundi í gærkvöldi. Blaðamaðurinn var að spyrja Annan spurninga, þegar eitthvað fór mjög fyrir brjóstið á honum og hann jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamanninn. 22.12.2005 10:45
Samið um fiskveiðikvótann Samkomulag náðist um fiskveiðikvóta Evrópusambandsins í gær, eftir þriggja daga fundarhöld. Þorskveiðikvótinn verður minnkaður um fimmtán prósent á næsta ári. 22.12.2005 10:30
Stjórnar ekki al-Qaeda Osama Bin Laden heldur ekki utan um stjórn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna um þessar mundir. Þetta sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Rumsfeld sagðist telja öruggt að ef Bin Laden væri á lífi, færi mestur hans tími í að flýja. 22.12.2005 10:15
Neita að hafa pyntað Saddam Bandaríkjamenn þvertaka fyrir það að þeir hafi pyntað Saddam Hússein á meðan hann hefur verið í gæsluvarðhaldi. 22.12.2005 09:30
Verkfallið stendur enn Allt stefnir í að þriðja daginn í röð liggi allar almennings samgöngur niðri í New York. Verkfall starfsmanna strætisvagna og lesta stendur enn og ekkert útlit er fyrir að því ljúki alveg í bráð. 22.12.2005 09:15
Tveir í viðbót látnir úr fuglaflensu Tvö ný dauðsföll af völdum fuglaflensu hafa verið staðfest í Indónesíu. Rannsóknarstofa í Bandaríkjunum staðfesti í morgun að banamein þrjátíu og níu ára gamals manns og átta ára drengs í síðustu viku hefði verið fuglaflensa. Þar með hafa ellefu manns látist úr flensunni í Indónesíu. 22.12.2005 09:00
Tveir Palestínumenn féllu Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Hermennirnir gerðu áhlaup á hús meintra uppreisnarmanna og að sögn vitna hófu þeir skothríð á þrjá menn sem reyndu að flýja. Tveir létust, en ekkert er vitað um ástand þess þriðja. Á áttunda tímanum slösuðust svo fimm ísraelskir hermenn á Gaza þegar uppreisnarmenn skutu úr sprengjuvörpu á herstöð. 22.12.2005 08:45
Hvítabirnum fækkar hratt vegna bráðnun íss á Norðurslóðum Bráðnun íss á norðurslóðum er farin að valda dauða hvítabjarna og ekkert bendir til annars en að þeim haldi áfram að fækka. Þór Jakobsson veðurfræðingur segir að um sé að ræða óhjákvæmilega afleiðingu hlýnunarskeiðs sem verulega varð vart við fyrir fjórum árum. 21.12.2005 22:00
Elton John staðfesti samvist sína Tónlistarmaðurinn Elton John og kærasti hans David Furnish voru meðal 700 samkynhneygðra para sem staðfestu samvist sína með formlegum hætti í Bretlandi í dag. 21.12.2005 20:46
Finnar hyggjast taka upp lög sem banna vændiskaup Finnar hyggjast taka upp samskonar lög gegn vændiskaupum og gilda í Svíþjóð en þar er kynlífskaup refsiverð. Finnska ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga í vikunni um að vændiskaup verði bönnuð í Finnlandi. 21.12.2005 16:30
Algjör ringulreið Algjör ringulreið ríkir í New York borg vegna allsherjarverkfalls starfsmanna samgöngukerfis borgarinnar. Milljónir manna þurfa líklega að ganga borgina þvera og endilanga í nístingskulda annan daginn í röð til að komast í vinnuna. 21.12.2005 12:05
Verkfallið stendur enn Milljónir manna gengu til vinnu eða notuðust við reiðhjól í nístingskulda í New York í gær. Enn hefur ekki náðst samkomulag við starfsmenn almennings samgöngukerfisins í borginni sem hófu verkfall í gær. 21.12.2005 09:30
Banna kennslu á sköpunarkenningunni Alríkisdómari í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að ekki mætti kenna sköpunarkenninguna í líffræðitímum í skólum í Pennsylvaníu. 21.12.2005 09:15
Réttarhöld yfir Saddam hefjast á ný Réttarhöldin yfir Saddam Hússein og sjö samstarfsmönnum voru að hefjast rétt í þessu. Saddam er viðstaddur réttarhöldin, þrátt fyrir að hafa neitað að taka frekari þátt í þeim fyrir tveimur vikum. 21.12.2005 08:46
Elton John staðfestir samvist sína Elton John og ástmaður hans eru meðal sexhundrað áttatíu og sjö samkynhneigðra para sem ætla að staðfesta samvist sína opinberlega, þegar ný lög taka gildi í Bretlandi á morgun. 20.12.2005 19:33
Vildu horfa í augu morðingja sona þeirra Fimm Serbar, sem voru kvikmyndaðir þegar þeir myrtu sex múslíma í Bosníu árið 1995, voru leiddir fyrir rétt í Belgrad í dag. Mæður hinna myrtu eru viðstaddar réttarhöldin. Þær sögðust vilja horfa í augu mannanna sem myrtu syni þeirra. 20.12.2005 19:19