Erlent

Neita að hafa pyntað Saddam

MYND/AP

Bandaríkjamenn þvertaka fyrir það að þeir hafi pyntað Saddam Hússein á meðan hann hefur verið í gæsluvarðhaldi. Við réttarhöld yfir honum í gær sagði Saddam að hann hefði mátt þola barsmíðar allan tímann sem hann hefði verið í haldi Bandaríkjamanna. Ummerki um það mætti sjá á öllum líkama hans. Þessu neitaði talsmaður Hvíta Hússins með öllu í gær. Hann sagði Saddam hafa notið þveröfugrar meðferðar við fanga sem voru handsamaðir í Írak í stjórnartíð hans sjálfs. Þetta væri í fyrsta skipti sem Saddam héldi þessu fram og ljóst að tilgangurinn væri að benia athyglinni frá réttarhöldunum sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×