Erlent

Segjast hafa stöðvað eiturflekk í ánni Bei

Yfirvöld í suðurhluta Kína segja að vatnsból íbúa í borginni Guangzhou muni ekki mengast af kadmíumi eins og óttast var þar sem tekist hafi að stöðva eiturflekkinn í ánni Bei við stíflu. Eiturefnið lak frá málmbræðslu og út í ána á dögunum og þurfti að loka fyrir vatnið í nokkrum borgum við ána af þeim sökum.

Kínversk blöð greina frá því að yfirmanni málmbræðslunnar hafi verið vikið frá störfum vegna slyssins og þá hafi 14 öðrum bræðslum verið lokað. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem eiturefni leka út í á í Kína, en í síðasta mánuði lak bensen út í ána Songhua og olli meðal annars því að íbúar í borginni Harbin án vatns í nokkra daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×