Erlent

Ekki náðaður

Dómsmálayfirvöld í Michigan í Bandaríkjunum höfnuðu í dag beiðni Jacks Kevorkians um náðun.Hann á ekki rétt á reynslulausn fyrr en 2007enKevorkian var árið 1999 dæmdur í 10-25 ára fangelsi fyrir líknardráp.Kevorkian þjáist af háum blóðþrýstingi, gigt og lifrarbólgu C.Náðunarnefnd Michigan samþykkti með sjö atkvæðum gegn tveimurað beina þeim tilmælum til ríkisstjórans, Jennifer Granholm, að hafna beiðninni. Kevorkian er 77 ára, fyrrverandi læknir. Hann var dæmdur fyrir að gefa manni, sem þjáðist af Lou Gehrig-sjúkdómi, banvæna sprautu árið 1998




Fleiri fréttir

Sjá meira


×