Erlent

Gefa lýtaaðgerðir í jólagjöf í Danmörku

Skartgripir og snyrtivörur virðast á útleið sem jólagjafir danskra karla til eiginkvenna sinna ef marka má dagblaðið URBAN. Í þeirra stað eru komin gjafakort í lýtaaðgerðir. Haft er eftir yfirlækni á einkasjúkrahúsi í Velje að gjafakortin hafi aldrei verið fleiri en í ár og er um að ræða allt frá hrukkuaðgerð til brjóstastækkunar. Vinsælast er þó óútfyllta gjafakortið þar sem aðeins stendur „Gerðu eitthvað - alveg sama hvað". Það á svo eftir að koma í ljós hvort gjafakortin gera út um friðinn á jólunum á einhverjum dönskum heimilum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×