Erlent

Reifst og skammaðist í réttarsalnum

Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, segist ítrekað hafa verið barinn á meðan hann var í vörslu Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld segja það lygi og staðhæfingar Husseins fáránlegar.

Einn hinna ákærðu stóð upp í réttarsalnum í dag og hnakkreifst við saksóknarann og dómarann. Þá öskarði Saddam Hussein að hann bæri ekki ábyrgð á dauða 148 manns í Dujail árið 1982. Saddam sagði málið uppspuna Bandaríkjmanna rétt eins og gerðeyðingarvopnin sem þeir sögðu vera í landinu en fundu aldrei. Hussein hefur ítrekað sagt að hann hafi þurft að þola barsmíðar og að það hafi tekið átta mánuði fyrir sum eymslin að gróa. Talsmaður bandarísku utanríkisþjónustunnar segir fullyrðingar Hussein fáránlegar. Féttavefur BBC greinir frá því í dag að dómarinn hafi látið einn dómsvarðanna yfirgefa dómssalinn því verjendurnir sögðu hann hafa verið með hótanir við þá. Saddam á eftir að hlýða á frekari ákærur í tengslum við voðaverk sem unnin voru í hans valdatíð og ef hann verður fundinn sekur gæti farið svo að hann verði tekinn af lífi með hengingu sem og sjö aðrir samstarfsmenn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×