Erlent

Castro segir methagvöxt á Kúbu í ár

Methagvöxtur er á Kúbu. Fidel Castro, forseti kommúnistaríkisins, segir að umtalsverður efnahagsbati hafi orðið á síðustu misserum og að Kúba hafi náð sér eftir efnahagskreppu. Á þessu ári sé hagvöxturinn meðal annars nærri tólf prósent. Heldur hefur verið þröngt í búi á Kúbu síðan að Sovétríkin hrundu en þaðan hlaut stjórn Castros stuðning og áttu Kúbverjar mikil viðskipti við ríki austan járntjalds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×