Erlent

Verkfallið stendur enn

Allt stefnir í að þriðja daginn í röð liggi allar almennings samgöngur niðri í New York. Verkfall starfsmanna strætisvagna og lesta stendur enn og ekkert útlit er fyrir að því ljúki alveg í bráð. Formaður verkalýðsfélagsins og borgarstjórinn í New York hafa skipst á föstum skotum í fjölmiðlum síðan verkfallið hófst. Sérfræðingar telja að verkfallið kosti tugi milljarða íslenskra króna á hverjum degi, sé allt tekið með í reikninginn. Sú milljón dollara sem verkalýðsfélagið borgar í sekt á hverjum degi vegna verkfallsins hrekkur því afar skammt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×