Erlent

Rumsfeld segir hermönnum fækkað í Írak á næsta ári

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við George Casey, yfirmann bandaríska heraflans í Írak, við komuna til Bagdad í gær.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við George Casey, yfirmann bandaríska heraflans í Írak, við komuna til Bagdad í gær.

Bandaríkjaforseti hefur fallist á það að hermönnum verði fækkað í Írak á næsta ári. Þetta sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði hermenn í Fallujah í Írak í dag. Hann tilgreindi þó ekki nákvæmlega hversu margir hermenn yrðu kallaðir heim en sagði að fækkað yrði um að minnsta kosti tvö stórfylki á árinu, en í því eru um fjögur til fimm þúsund hermenn. Um 138 þúsund bandarískir hermenn hafa verið í Írak mestan hluta ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×