Erlent

Tveir menn dæmdir til dauða í Afganistan

Tveir menn voru dæmdir til dauða í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag fyrir að ræna ítölska hjálparstarfsmanninum Clementinu Cantoni, halda henni í gíslingu í þrjár vikur, og myrða son kaupsýslumanns frá Afganistan. Búist er við að mennirnir áfrýi dómnum. Ítalskir fjölmiðlar segja að þegar móðir eins mannræningjanna var leyst úr varðhaldi vegna rannsóknar á mannráninu þá hafi Cantoni fengið frelsi. Cantoni, sem er 32 ára, sagði mannræningjana hafa ekki farið illa með sig. Cantoni vann á vegum alþjóðlegu hjálparsamtakanna CARE og fólst starf hennar m.a. í aðstoð við ekkjur og fjölskyldur þeirra í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×