Erlent

Elton John staðfesti samvist sína

Tónlistarmaðurinn Elton John og kærasti hans David Furnish voru meðal 700 samkynhneygðra para sem staðfestu samvist sína með formlegum hætti í Bretlandi í dag.

Hundruð aðdáenda tóku á móti þeim þegar þeir mættu til athafnarinnar í bænum Windsor. Samkvæmt nýlegum lögum geta samkynhneygð pör staðfest samvist sína, en ekki er um hjónaband að ræða. Þó fylgja ýmis réttindi, svo sem gagnkvæmur erfðaréttur. Meðal þeirra sem óskuðu parinu til hamingju í dag var Tony Blair forsætisráðherra Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×