Fleiri fréttir

Rasmussen hefði átt að ræða við sendiherra

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði átt að ræða við sendiherra íslamskra ríkja í landinu eins og þeir fóru fram á vegna teikninga af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum. Þetta segja 22 fyrrverandi sendiherrar Danmerkur í grein í Politiken.

Sharon útskrifaður af sjúkrahúsi

Nú fyrir hádegið var Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útskrifaður af spítalanum í Jerúsalem sem hann hefur legið á síðan í fyrradag. Að sögn lækna hlaut hann ekki varanlegan skaða af völdum heilablóðfallsins.

Dæmdur til dauða fyrir heróínsmygl

Ástrali af víetnömskum uppruna hefur verið dæmdur til dauða í Víetnam fyrir að smygla heróíni til landsins. Maðurinn var handtekinn fyrir ári ásamt þremur öðrum og þeir ákærðir fyrir að reyna að smygla hátt í tveimur kílóum af heróíni. Hann er þriðji Ástralinn af víetnömskum uppruna sem dæmdur er til dauða í Víetnam fyrir eiturlyfjasmygl á árinu.

Verkfall hafið í New York

Verkfall hófst í morgun hjá starfsmönnum almenningssamgangna í New York. Ekki náðist saman um nýjan kjarasamning í gærkvöldi og því hófst verkfallið í morgun. Talið er að það kosti borgaryfirvöld allt að fjögur hundruð milljónir dollara á hverjum degi. Þá verða milljónir manna að finna sér aðrar leiðir til að komast í og úr vinnu.

Bush að sækja í sig veðrið

George Bush Bandaríkjaforseti er að sækja í sig veðrið meðal almennings í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins Washington Post og sjónvarpsstöðvarinnar ABC eru 47 prósent Bandaríkjamanna ánægðir með störf forsetans, sem er átta prósentum hærra hlutfall en í sambærilegri könnun sömu miðla í nóvember.

Bandalag sjíta gæti hafa náð meirihluta

Bandalag sjíta gæti hafa náð hreinum meirihluta í nýafstöðnum þingkosningum í Írak. Bráðabirgðaniðurstöður frá nokkrum héruðum í landinu benda til að þessi stærsti flokkur sjíta í landinu hafi víða fengið meira en helming atkvæða.

Tuttugu létust í flugslysi úti fyrir Miami

Allir tuttugu sem voru um borð létust þegar sjóflugvél hrapaði við strendur Miami í gærkvöldi. Átján farþegar voru um borð í vélinni, þar af þrjú smábörn, auk tveggja manna áhafnar.

Sjóflugvél hrapaði við Miami

Sjóflugvél hrapaði í skipaskurði við strendur Miami fyrir stundu. Fjórtán farþegar voru um borð, auk tveggja manna áhafnar, og hafa sex lík fundist nú þegar að sögn strandgæslunnar á svæðinu.

Sharon líklega heim af spítalanum á morgun

Heilsa Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki hafa beðið alvarlegan hnekki þegar hann fékk vægt heilablóðfall um helgina. Hann útskrifast að líkindum af sjúkrahúsi á morgun, og ætlar að halda sínu striki og stefna á endurkjör í kosningum sem fara fram eftir þrjá mánuði.

Evo Morales sigraði í forsetakosningunum í Bólivíu

Yfirlýstur andstæðingur Bandaríkjanna og stuðningsmaður Fidels Castros sigraði í forsetakosningum í Bólivíu í nótt. Evo Morales fékk að líkindum í kringum helming atkvæða, en talningu er ekki lokið.

Fær að fara heim á morgun

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels fær líklega að fara heim af spítala á morgun ef rannsóknir á honum í dag leiða ekkert óeðlilegt í ljós. Sharon fékk vægt heilablóðfall í gær og lá á spítala í nótt. Læknir hans sagði upp úr hádeginu í dag að ekkert benti til að Sharon ætti á hættu að fá annað heilablóðfall næstunni.

14 handteknir á Spáni

Spænska lögreglan handtók í morgun fjórtán menn, sem grunaðir eru um að hafa þjálfað hryðjuverkamenn og sent þá til Íraks.

Um þrjátíu manns látnir í miklum flóðum í Taílandi

Um þrjátíu manns hafa látist í miklum flóðum í suðurhluta Taílands. Þúsundir eru innilokaðir í afskekktum þorpum án helstu nauðsynja og segir innanríkisráðherra Taílands að um hálf milljón manna komist hvorki lönd né strönd vegna flóðanna. Talið er að yfir 40 þúsund manns þjáist af sjúkdómum tengdum flóðunum en úrhellisrigning hefur verið í suðurhluta Taílands síðustu tvær vikurnar. Þyrlur vinna nú dag og nótt við að koma matarbirgðum og lyfjum til nauðstaddra en björgunarstarf hefur gengið brösulega vegna veðurs.

Ríkir innflytjendur í Danmörku snúa aftur til heimalanda sinna

Erlendir innflytjendur í Danmörku, sem ná að koma vel undir sig fótunun efnahagslega, hyggjast margir hverjir hverfa til heimalanda sinna aftur, en þeir sem minna mega sín ætla að verða áfram í Danmörku. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri rannsókn háskólans í Hróaskeldu. Margir vel stæðir innflytjendur hafa þegar fjárfest í heimalöndum sínum og búið í haginn fyrir endurkomu þangað, meðal annars með því að hefja þar rekstur, eða kaupa þar húsnæði.

Átta ára gamall drengur lést úr fuglaflensu

Átta ára gamall drengur lést eftir að hafa smitast af fuglaflensu í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin á eftir að staðfesta dánarorsökina, en ef um er að ræða hinn banvæna H5N1 stofn fuglaflensuveirunnar, þá er tala þeirra sem hafa látist úr fuglaflensu í landinu komin í 10. Að sögn talsmanns indónesíska heilbrigðisráðuneytisins greindist drengurinn með fuglaflensu.

Morales sigraði í Bólivíu í gær

Sósíalistinn Evo Morales sigraði í forsetakosningunum í Bolívíu í gær. Fyrrverandi forseti landsins, Jorge Kíroga játaði ósigur sinn í nótt, eftir útgönguspá, þar sem hann mældist meira en tíu prósentum undir Morales.

Tveir Danir handteknir fyrir tölvusvindl

Tveir Danir sitja nú í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi grunaðir um tölvusvindl. Danirnir eru ákærðir fyrir að hafa selt grunlausum Þjóðverjum aðgang að erótískum síðum á Internetinu að andvirði rúmlega 240 milljóna króna. Mennirnir hafa samþykkt tilboð saksóknara um tveggja ára fangelsisvist og til greiðslu rúmlega 150 milljóna króna í bætur og er það nú undir dómara komið hvort svo verði raunin

Óeirðir í Kólumbíu í nótt

Þrjátíu og þriggja lögreglumanna er saknað og fimm létust eftir áhlaup fimm hundruð uppreisnarmanna á þorpið San Marino í Kólumbíu í nótt.

Sharon fær vægt heilablóðfall

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels ætlar ekki að hætta störfum, þrátt fyrir að hafa fengið vægt hjartaáfall í gærkvöldi.

Jólagjöfin í ár: Sex milljóna króna sími

Ertu í vanda með hvað þú vilt gefa ástinni í jólagjöf? Hvað með farsíma sem kostar litlar sex milljónir króna. Það er meðal þess sem rússneskir auðkýfingar geta lagt peninginn sinn í fyrir þessi jólin.

Sharon fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, féll í öngvit fyrir stundu og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Síðustu fregnir herma að Sharon sé kominn til meðvitundar. Sharon fékk vægt slag en er ekki í lífshættu.

Fyrstu kosningarnar síðan 1970

Íbúar Kongó ganga í dag að kjörborðinu í fyrsta skipti í meira en þrjátíu ár til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu á landsvísu síðan Mobutu Sese Seko, þáverandi einræðisherra, var einn í framboði árið 1970.

Bono, Bill og Melinda Gates fólk ársins

Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, og hjónin Bill og Melinda Gates voru í dag útnefnd fólk ársins 2005 af tímaritinu Time. Bono fær útnefninguna fyrir að berjast fyrir niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims en Bill og Melinda Gates fá hana fyrir að gefa meira fé til góðgerðarstarfa á skemmri tíma en nokkurt annað fólk í sögunni.

Samþykkja að fella útflutningsstyrki niður

Fulltrúar allra 149 aðildarríkja Alþjóða viðskiptastofnunarinnar samþykktu fyrir stundu samkomulag sem heldur lífi í viðræðum um aukið frjálsræði í verslun með landbúnaðarafurðir.

Cheney til Bagdad

Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Bagdad í hádeginu til að kynna sér stjórnmálaástandið í landinu. Hann fagnaði nýafstöðnum þingkosningum og hélt til fundar við Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra.

Um hundrað féllu í bardögum

Um hundrað manns létust í bardögum stjórnarhermanna og uppreisnarmanna við bæinn Adre í Tsjad, nærri landamærunum að Súdan í morgun, að sögn stjórnvalda í Tsjad. Þau segja uppreisnarmenn hafa ráðist á bæinn en stjórnarhermenn hrundið atlögu þeirra.

Óvenju margar ófrískar konur á flóðasvæðunum

Óvenjumargar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni miklu á síðasta ári. Fæðingalæknar og ljósmæður segja að þau þurfi enga tölfræði til þess að vita að miklu fleiri konur eigi von á barni, en venjulegt sé. Þau telja að þetta sé eðlilegt náttúrulögmál.

Fella niður útflutningsstyrki

Ríkari þjóðir heims verða að fella niður alla útflutningsstyrki í landbúnaði fyrir árslok 2013 samkvæmt samkomulagi sem samningamenn á fundi Alþjóða verslunarstofnunarinnar komust að snemma í morgun.

Nær fimmtíu farist í flóðum og aurskriðum

47 hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Víetnam síðustu daga, hugsanlega fleiri. Nokkurra er saknað og má ætla að fleiri hafi drukknað en opinberar tölur segi til um á þessu stigi.

Leggja til niðurfellingu útflutningsstyrkja

Útflutningsstyrkir í landbúnaði verða felldir niður fyrir árslok 2013 samkvæmt drögum að samkomulagi sem verður lagt fyrir fulltrúa ríkja heims á fundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í dag.

Fundu genið sem ræður hörundslit fólks

Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið hluta gensins sem ræður því hvort fólk verði dökkt eða ljóst á hörund. Rannsóknin bendir líka til að mannkynið skiptist í kynþætt með öðrum hætti en talið hefur verið.

Fjölmennt lögreglulið stöðvar alla bíla

Um 1.500 lögreglumenn vakta götur Cronulla hverfis í Sidney í Ástralíu og reyna þannig að koma í veg fyrir að kynþáttaóeirðir síðustu helgar endurtaki sig.

Fórst í sprengingu

Palestínskur vígamaður lét lífið þegar bíll sem hann var í sprakk í loft upp á suðurhluta Gazastrandarinnar fyrr í dag. Maðurinn, Khaled Abu Sitta, var einn af helstu leiðtogum Abu el-Reesh vígasveitanna en félagar í þeim lýstu því yfir að Ísraelar hefðu banað Sitta með flugskeyti, því neituðu ísraelsk yfirvöld.

Bush viðurkennir leynilegar hleranir

George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í útvarpsávarpi rétt í þessu að hann hefði heimilað Þjóðaröryggisstofnuninni bandarísku að hlera símtöl Bandaríkjamanna til útlanda án þess að fá til þess dómsúrskurð. Hann sagði heimildina nauðsynlegt tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Tugir farast í flóðum

Í það minnsta 47 hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Víetnam síðustu daga. Nokkurra er saknað og því viðbúið að tala látinna eigi eftir að hækka.

Snjóar í tvær vikur samfellt

Snjónum kyngir niður yfir Yantaiborg í Kína og ástandið er orðið svo slæmt að borgaryfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Fyrstu snjókornin féllu á Yantai fyrir tveimur vikum og síðan hefur snjóað kvölds og morgna, dags og nætur.

Makedónía fær að sækja um aðild

Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu á fundi sínum í nótt að Makedónía skyldi vera meðal umsóknarríkja um aðild að sambandinu. Þeir sögðu hins vegar að ákvörðun um aðild yrði að bíða þess að ákveðið hefði verið hvernig staðið skyldi að frekari stækkun sambandsins.

Árið 2005 það heitasta á norðurhveli

Það stefnir í að árið 2005 verði það heitasta á norðurhveli frá því að mælingar hófust. Þá er útlit er fyrir að það verði það næstheitasta frá upphafi mælinga ef horft er til heimsins alls.

Aukin harka færist í mótmælin

Aukin harka hefur færst í mótmæli vegna fundar Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Hong Kong. Lögregla átti í átökum við mótmælendur sem reyndu að komast að fundarstaðnum og reykur sást rísa frá svæði skammt þar frá.

Náðu samkomulagi um fjárlög

Ríki Evrópusambandsins náðu í nótt samkomulagi um langtímafjárlög fyrir árin 2007 til 2013. Samkomulagið náðist í lokin á sautján klukkustunda átakafundi í Brussel sem lauk ekki fyrr en skömmu fyrir klukkan tvö í nótt.

Birtu myndband af árás á Abu Ghraib

Al-Qaida liðar í Írak hafa sent frá sér myndband þar sem árás þeirra á Abu Ghraib fangelsið nærri Bagdad fyrr á árinu er útlistuð. Markmið árásarinnar var að sprengja sér leið inn í fangelsið og frelsa fanga ásamt því að valda Bandaríkjamönnum sem mestu tjóni.

Viðbótarhermenn frá Írak eftir um mánuð

Þeir viðbótarhermenn frá Bandaríkjunum sem sendir voru til Íraks til þess að auka öryggi í þingkosningum sem fram fóru í gær fara frá landinu um mánaðamótin janúar-febrúar. Þetta sagði George Casey, yfirmaður herliðs Bandaríkjamanna í Írak í dag.

Sjá næstu 50 fréttir