Erlent

Minna en helmingur fjár sem þörf er á kominn til Kasmír

Frá hamfarasvæðunum í Pakistan.
Frá hamfarasvæðunum í Pakistan. MYND/AP

Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér og talsmenn hjálparstofnana þar ítrekuðu í gær nauðsyn þess að gripið yrði til aðgerða þegar í stað. Þeir segja annars stórhættu á því að tugþúsundir farist nú þegar vetur er genginn í garð.

Talið er að allt að þrjár milljónir manna hafi misst heimili sín í jarðskjálftanum sem gekk yfir þann 8. október síðastliðinn, en nærri níutíu þúsund manns fórust þá. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja minna en helming þess fjár sem heitið var til hjálparstarfa hafa skilað sér. Það þykir mikil mildi að veturinn hefur verið óvenju mildur það sem af er og næstu daga er einnig spáð meinlitlu veðri






Fleiri fréttir

Sjá meira


×