Erlent

Ætlar að fækka hermönnum í Írak

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að herinn muni innan skamms halda áfram að fækka lítillega í liði sínu í landinu með því að hætt verði við að senda þangað tvær herdeildir. Verði af þessu er það í fyrsta sinn sem varnarmálaráðuneytið fækkar hermönnum í Írak niður fyrir 138.000 manna markið, sem talið hefur verið lágmark. George Bush forseti hefur aftur á móti hafnað því að ræða um tímasetningar á brotthvarfi herliðs og sagt að slíkt myndi einungis egna uppreisnarmenn.Um 2200 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak síðan herinn ruddist þar inn árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×