Erlent

Framlenging föðurlandslaga ekki ótímabundin

MYND/AP

Einhver umdeildustu lög seinni ára í Bandaríkjunum eru hin svokölluðu föðurlandslög, lög sem veita stjórnvöldum miklar og rúmar heimildir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Stjórn Bush forseta berst nú fyrir því að lögin, sem voru tímabundin, verði framlengd. Í gærkvöldi hafnaði þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings því að lögin yrðu ótímabundin og framlengdi gildistíma þeirra um mánuð. Þetta þykir áfall fyrir Bush, ekki síst þar sem þónokkrir repúblikanar höfnuðu framlengingunni. Öldungadeildarþingmenn höfðu áður ákveðið að framlengingin yrði í mesta lagi hálft ár. Lögin voru upphaflega sett eftir árásirnar 11. september 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×