Erlent

Stjórnar ekki al-Qaeda

Osama Bin Laden heldur ekki utan um stjórn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna um þessar mundir. Þetta sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Rumsfeld sagðist telja öruggt að ef Bin Laden væri á lífi, færi mestur hans tími í að flýja. Það væri afar erfitt fyrir Bin Laden að hafa einhverja yfirsýn yfir aðgerðir al-Qaeda. Þá sagði Rumsfeld það líka athyglisvert að ekkert hefði heyrst frá Bin Laden í lengri tíma, en vildi þó ekki fullyrða að það þýddi að hann væri allur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×