Erlent

Bush viðurkennir leynilegar hleranir

George W. Bush
George W. Bush MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í útvarpsávarpi rétt í þessu að hann hefði heimilað Þjóðaröryggisstofnuninni bandarísku að hlera símtöl Bandaríkjamanna til útlanda án þess að fá til þess dómsúrskurð. Hann sagði heimildina nauðsynlegt tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Bandaríska dagblaðið The New York Times, greindi frá því í gær að Bush hefði veitt þessa heimild leynilega. Þar með komst Þjóðaröryggisstofnunin framhjá banni við að hlera símtöl bandarískra ríkisborgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×