Erlent

Verkfall hafið í New York

Frá New York.
Frá New York. MYND/Hari

Verkfall hófst í morgun hjá starfsmönnum almenningssamgangna í New York. Ekki náðist saman um nýjan kjarasamning í gærkvöldi og því hófst verkfallið í morgun. Talið er að það kosti borgaryfirvöld allt að fjögur hundruð milljónir dollara á hverjum degi. Þá verða milljónir manna að finna sér aðrar leiðir til að komast í og úr vinnu. Þetta er fyrsta verkfallið síðan samgöngukerfið sem nú er við líði var tekið upp fyrir tuttugu og fimm árum. Sjö milljón manns nýta sér kerfrið á hverjum einasta degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×