Erlent

Dæmdur til dauða fyrir heróínsmygl

Ástrali af víetnömskum uppruna hefur verið dæmdur til dauða í Víetnam fyrir að smygla heróíni til landsins. Maðurinn var handtekinn fyrir ári ásamt þremur öðrum og þeir ákærðir fyrir að reyna að smygla hátt í tveimur kílóum af heróíni. Hann er þriðji Ástralinn af víetnömskum uppruna sem dæmdur er til dauða í Víetnam fyrir eiturlyfjasmygl á árinu. Maðurinn hefur rúmar tvær vikur til að áfrýja dómnum, að öðrum kosti verður hann leiddur fyrir aftökusveit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×