Erlent

Tuttugu létust í flugslysi úti fyrir Miami

Björgunarmenn leita farþega vélarinnar úti fyrir ströndum Miami í gær.
Björgunarmenn leita farþega vélarinnar úti fyrir ströndum Miami í gær. MYND/AP

Allir tuttugu sem voru um borð létust þegar sjóflugvél hrapaði við strendur Miami í gærkvöldi. Átján farþegar voru um borð í vélinni, þar af þrjú smábörn, auk tveggja manna áhafnar. Vélin, sem var tveggja hreyfla, var á leiðinni til Bahamaeyja frá Miami. Hún hrapaði skömmu eftir flugtak en orsakir slyssins liggja enn ekki fyrir. Að sögn vitna varð sprenging í vélinni á meðan hún var enn á lofti og eftir það hrapaði hún beinustu leið í sjóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×