Erlent

Bandalag sjíta gæti hafa náð meirihluta

Frá Íraksþingi.
Frá Íraksþingi. MYND/AP

Bandalag sjíta gæti hafa náð hreinum meirihluta í nýafstöðnum þingkosningum í Írak. Bráðabirgðaniðurstöður frá nokkrum héruðum í landinu benda til að þessi stærsti flokkur sjíta í landinu hafi víða fengið meira en helming atkvæða. Samkvæmt fyrstu tölum frá Bagdad hlaut flokkurinn tæp 60 prósent atkvæða þar og í nokkrum minni héruðum í suðurhluta Íraks virðist flokkurinn hafa unnið með algjörum yfirburðum. Þessar tölur koma ekki mjög á óvart, þar sem Sjítar eru í miklum meirihluta á stöðum þaðan sem tölur hafa borist. Enn er alveg á huldu hvernig úrslitin urðu þar sem súnnítar eru í meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×