Erlent

Bush að sækja í sig veðrið

MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti er að sækja í sig veðrið meðal almennings í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins Washington Post og sjónvarpsstöðvarinnar ABC eru 47 prósent Bandaríkjamanna ánægðir með störf forsetans, sem er átta prósentum hærra hlutfall en í sambærilegri könnun sömu miðla í nóvember. Þá voru færri ánægðir með forsetann en nokkru sinni fyrr. Nýafstðanar kosningar í Írak og jákvæðar horfur í efnahagsmálum heima fyrir virðast skila Bush auknum vinsældum nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×