Fleiri fréttir Hannar einn fimm nýrra turna þar sem Tvíburaturnarnir stóðu Breski arkitektinn Norman Foster hefur verið valinn til að hanna einn af fimm skrifstofuturnum á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður. Á meðal verka Fosters eru nýju Hearst-turnarnir á Manhattan, flugstöðin í Peking og höfuðstöðvar svissneska tryggingarisans Swiss Re í Lundúnum. 16.12.2005 11:15 Farþegaflugvél nauðlenti á eyju við Venezuela Betur fór en á horfðist þegar farþegaflugvél með fjörutíu manns innanborðs nauðlenti á eyjunni Margarita við Venezuela í gær eftir að eitt hjólanna vildi ekki fara niður. Flugvélin, sem er af gerðinni Turboprop Dash 7 og er í eigu flugfélagsins Vonviasa, lenti heilu og höldnu og slasaðist enginn í lendingunni. 16.12.2005 10:45 35 fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi í Kína Að minnsta kosti 35 manns fórust og á annan tug eru slasaðir eftir að eldur kom upp í fjögurra hæða sjúkrahúsi í norðausturhluta Kína í gær. Fjöldi fólks reyndi að bjarga sér með því að henda sér út um glugga sjúkrahússins til að forða sér frá eldinum. 16.12.2005 10:00 Enn eitt ránið í Svíþjóð Peningaflutningabíll frá Securitas var rændur skammt frá Södertälje, suður af Stokkhólmi, í Svíþjóð nú í morgun. Ræningjarnir notuðu sjálfvirka riffla og sprengjur við ránið sem er að verða algeng aðferð við rán í Svíþjóð. 16.12.2005 09:58 Rannsóknin á morðinu á Hariri víkkuð út Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að víkka út rannsóknina á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Hins vegar var ekki samþykkt að setja á laggirnar alþjóðlegan dómstól í tengslum við málið, eins og líbönsk stjórnvöld óskuðu eftir. 16.12.2005 09:34 Fyrrverandi yfirmaður ETA framseldur Frönsk yfirvöld hafa framselt Francisco Xabier Garcia Gaztelu, fyrrverandi yfirmann í aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, til Spánar en Gaztelu er gefið að sök að hafa myrt baskneskar þingmann árið 1997. 16.12.2005 08:19 Enn ósamkomulag um langtímafjárlög ESB Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna undirbúa sig nú fyrir erfiðar viðræður um langtímafjárlög ESB fyrir árin 2007-2013. sagði að loknum kvöldverðarfundi leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel í gær að enn væri mikill munur á hugmyndum leiðtoganna um tillögur að langtímafjárlögum ESB. 16.12.2005 07:42 Bush hrósaði þingkosningunum í Írak George Bush, forseti Bandaríkjanna, hrósaði þingkosningunum í Írak sem fram fóru í gær og sagði þær mikilvægt skref í að stofna lýðræðislega bandalagsþjóð Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þá sagði hann kosningarnar marka upphaf að brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak. 16.12.2005 07:16 Starfaði sem læknir í átta ár án leyfis Lögreglan í Tokyó handtók í dag mann sem hefur starfað sem læknir án leyfis í heil átta ár. Maðurinn hefur starfað á tuttugu heilbrigðisstofnunum í Japan, án þess að hafa tekið svo mikið sem einn tíma í læknisfræði. 15.12.2005 21:00 Væri hægt að forða 9 þúsund mönnum frá dauða Það væri hægt að forða níu þúsund Evrópubúum frá dauða á næstu árum með því að auka skatt á áfengi um tíu prósent í löndum Evrópusambandsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu sem heilbrigðissérfræðingar unnu fyrir sambandið. Drykkja ungmenna um alla álfuna hefur aukist verulega síðstliðinn áratug. 15.12.2005 20:30 Ómannúðleg meðferð bönnuð Stjórnvöld í Washington hafa samþykkt að banna ómannúðlega meðferð á föngum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain lagði fram tillögu þessa efnis fyrir stuttu og nú hefur Hvíta Húsið samþykkt tillögu McCains að sögn talsmanns hans. 15.12.2005 20:19 Allt í hnút Flest bendir til að lokatilraun til að berja saman fjárlagafrumvarp fyrir Evrópusambandið fari út um þúfur. Á maraþonfundum næstu tvo dagana munu leiðtogar sambandsríkjanna reyna að ná saman. 15.12.2005 16:38 Hefja rannsókn á ásökunum um leynifangelsi Evrópuþingið hefur ákveðið að hefja rannsókn á ásökunum þess efnis að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi haldið úti leynifangelsum í Evrópu. En því hefur verið haldið fram að bandaríska leyniþjónustan hafi haldið úti leynilegum fangelsum í Rúmeníu og Póllandi og hafi notaði flugvelli landa Evrópusambandsins á leið sinni þangað. 15.12.2005 16:30 Kjörstaðir opnir lengur Kjördagur í Írak hefur gengið betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Kjörsókn þingkosningunum var miklu betri en búist var við og opnunartími kjörstaða var framlengdur um klukkustund af þeim sökum. Minnst tvær vikur eru í að endanleg úrslit liggi fyrir. 15.12.2005 15:47 Áttundi maðurinn handtekinn í Danmörku vegna kynferðislegrar misnotkunar á ungri stúlku Alls hafa átta menn hafa verið handteknir í Danmörku grunaðir um að hafa misnotað 10 ára gamla stúlku en áttundi maðurinn var handtekinn í vikunni. Faðir stúlkunnar leyfði mönnunum að misnota stúlkuna gegn greiðslu. Mennirnir eru á fimmtugs aldri og allt upp í 75 ára gamlir. 15.12.2005 14:12 Óttast hryðjuverk í Noregi Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir aðeins tímaspursmál hvenær öfgasinnaðir múslimar geri hryðjuverkaárás í Noregi. Hann segir íslamska uppreisnarmenn nýta sér frelsið á Norðurlöndum til að skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum Evrópu og gagnrýnir norsk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki harðar á þessum málum. Norðmenn studdu ekki innrásina í Írak árið 2003 en yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir orðspor landa í Skandinavíu um frelsi og opið samfélag hafa orðið til þess að öfgasinnaðir múslímar hafi í auknum mæli ákveðið að flytja þangað. 15.12.2005 11:49 Skaut ellefu manns til bana Nepalskur hermaður batt enda á deilur sínar við hóp óbreyttra borgara og myrti ellefu manns og særði nítján þegar hann skaut úr vélbyssu sinni. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna maðurinn hóf skothríð en frá þessu greindi nepalski herinn í morgun. Hermaðurinn féll sjálfur fyrir byssukúlu en hver batt enda á líf hans, er ekki vitað. Atburðurinn átti sér stað í gærkvöldi í bæ norðaustur af Katmandú, höfuðborg Nepals. Herinn hefur sætt harðri gagnrýni frá mannréttindasamtökum fyrir að beita of miklu valdi og myrða óbreytta borgara. 15.12.2005 10:49 Kjörsókn góð í Írak Kjörsókn hefur verið góð í þingkosningunum sem fram fara í Írak í dag. Súnní múslimar hafa lofað að gera ekki árásir á kjörstaði en sprengja sprakk þó við kjörstað í borginni Mosul í dag og varð einum að bana. 15.12.2005 10:43 Nektarmynd af kennara send til nemenda Lögreglan á Kýpur rannsakar nú all sérstakt mál þar sem nakinn kennari kemur við sögu. Þannig er að umræddur kennari, sem er kvenkyns, þurfti að bregða sér frá í miðri kennslustund á dögunum. 15.12.2005 10:00 Barði konu og dætur sínar til bana Maður í Indiíana í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa barið eiginkonu sína og þrjár dætur til bana vegna deilna við konuna um hver ætti að sjá um húsverkin á heimilinu. Maðurinn sagði við lögregluna að hann hefði verið undir miklu álagi að undanförnu en hann missti vinnuna fyrr á árinu. Hann á yfir höfði sér lífstíðardóm. 15.12.2005 08:00 Flugskeyti skotið að æðstu mönnum Islamic Jihad Einn af æðstu mönnum herskáu samtakanna Islamic Jihad eða heilags stríðs, slapp naumleg þegar hermenn frá Ísrael skutu flugskeyti að bíl hans í Gasaborg í Palestínu í gær. 15.12.2005 07:45 Danir duglegir að gefa fé til góðgerðarmála Aldrei hafa jafn mikil fjárframlög safnast til góðgerðarmála í Danmörku og á þessu ári. Árið er metár fyrir danska Rauða krossinn og UNICEF en einnig hefur verið sérlega mikið um stór fjárframlög til Neyðaraðstoðar kirkjunnar og Lækna án landamæra í Danmörku. 15.12.2005 07:30 Þingkosningar í Írak í dag Þingkosningar fara fram í Írak í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er í landinu öllu en þar sem uppreisnarmenn úr röðum súnni-múslíma hafa lofað að gera ekki árásir á kjörstaði er búist við því að kjörsókn verði meiri fyrir vikið. 15.12.2005 07:30 Segir það tímaspursmál hvenær gerð verði hryðjuverkaárás í Noregi Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir aðeins tímaspursmál hvenær öfgasinnaðir múslimar geri hryðjuverkaárás í Noregi. Hann segir íslamska uppreisnarmenn nýta sér frelsið á Norðurlöndum til að skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum Evrópu og gagnrýnir norsk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki harðar á málum þessum. 15.12.2005 07:28 Albanir vilja að Kosovo fái sjálfstæði en ekki Serbar Albanar vilja að Kosovo fái sjálfstæði en Serbar vilja að Kosovo verði áfram hluti af Serbíu. Forsetar Makedóníu, Búlgaríu og Serbíu hittust í Ohrid í Makedóníu í gær til að ræða um framtíð Kosovo en búist er við að þeir gefi út sameiginlega yfirlýsingu um framtíð svæðisins í dag. 15.12.2005 07:27 Öryggisverðir á aukaæfingum vegna atviksins á Miami-flugvelli Bandarískir öryggisverðir sem gæta öryggis í flugvélum taka nú þátt í æfingum um borð í lestum og öðrum farþegaflutningatækjum og munu æfingarnar standa yfir í þrjá daga. Gripið var til þessa ráðs eftir að öryggisverðir um borð í vél American Airlines skutu farþega til bana á flugvellinum í Miami í síðustu viku sem sagðist vera með sprengju. 15.12.2005 07:19 Bush viðurkennir að upplýsingar um gereyðingarvopn hafi verið rangar George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í gær að stærstur hluti upplýsinga, sem bandaríska leyniþjónustan aflaði um gereyðingarvopn í Írak hafi verið rangur. 15.12.2005 07:14 Viðurkennir að upplýsingarnar hafi verið rangar George Bush bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að upplýsingar um gereyðingarvopn Íraka hefðu að mestu leyti verið rangar. Það breytti því ekki að Bandaríkjamenn mættu ekki draga herlið sitt burt fyrr en stöðugleiki kæmist á í landinu. 14.12.2005 19:45 400 þúsund hermenn á götum úti Nærri fjögur hundruð þúsund manna lið lögreglu og hers verður til taks í Írak á morgun, þegar kosið verður til þings í landinu í fyrsta sinn síðan Saddam Hússein var steypt af stóli. Landamæralögreglan í Írak lagði í gær hald á fimm þúsund falsaða kosningaseðla sem reynt var að flytja til landsins í vöruflutningabíl frá Íran. 14.12.2005 18:34 Frakkar hafna útspili Breta Frakkar höfnuðu áðan nýjasta útspili Breta um fjárlagafrumvarp Evrópusambandsins fyrir árin 2007 - 2013. Utanríkisráðherra Frakka sagði að þeir gætu ekki samþykkt tillögur Breta, sem gera ráð fyrir að Frakkar gefi eftir stóran hluta landbúnaðarstyrkja sinna, nema endurgreiðslur sambandsins til Breta yrðu endurskoðaðar frá grunni. 14.12.2005 16:30 Þrír Palestínumenn féllu á Gaza í dag Þrír Palestínumenn létu lífið í loftárás Ísraelsmanna á Gaza ströndinni eftir hádegið í dag. Að sögn vitna var sprengju skotið úr flugvél og hafnaði hún beint á bifreið sem í voru palestínskir uppreisnarmenn. Fjórir slösuðust í árásinni. Bíllinn var hlaðinn sprengiefni og því myndaðist mikil sprenging þegar loftskeytið lenti á bílnum. 14.12.2005 16:04 Segir helförina sögusögn Helförin er sögusögn sem var notuð sem átylla til að skapa gyðingaríki í hjarta hins íslamska heims. Þetta sagði forseti Írans í morgun og tókst með því enn og aftur að fá leiðtoga heimsins upp á móti sér. 14.12.2005 15:45 Fannst tveim mánuðum eftir skjálftann Kona fannst á lífi í húsarústum í Pakistan, tveimur mánuðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Læknar segja kraftaverk að konan skuli vera á lífi. 14.12.2005 15:15 Eldur kominn upp að nýju Eldur er að nýju kominn upp í bensínbirgðarstöðinni í Buncefield í Bretlandi. Aukin loftmengun er nú í suðurhluta Bretlands vegna sprengingarinnar um helgina og hefur reykurinn náð alla leið til Spánar. 14.12.2005 11:44 Samstarfið gengur illa Tilraunir til að hjálpa fátækustu ríkjum heims fara líklega út um þúfur, sagði Peter Mandelson, viðskiptastjóri Evrópusambandsins sem sat fund alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong í morgun. Hann sagði litlar líkur á að niðustaða í málinu fengist í bili. 14.12.2005 11:41 Segir skýrslu Sameinuðu þjóðanna ónákvæma Stjórnvöld í Damaskus hafa unnið hörðum höndum að því að upplýsa hverjir stóðu að morðinu á Rafik al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons og er rugl að halda öðru fram. Þetta sagði sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum í ræðu sinni í gær. Þá ítrekaði hann að Sýrlendingar hefðu ekki átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræðið sem varð forsætisráðherranum fyrrverandi að bana. En skýrsla rannsóknarnefndar um málið var lögð fram í Öryggisráðinu í gær og eru Sýrlendingar gagnrýndir fyrir slæleg vinnubrögð. Sýrlendingar segja skýrsluna vera ónákvæma og í henni séu rangfærslur. 14.12.2005 09:47 Fannst á lífi eftir tvo mánuði í rústum Kona fannst á lífi í húsarústum í Pakistan, tveimur mánuðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Leit hafði löngu verið hætt á svæðinu. Konan drakk rigningarvatn, sem seytlaði niður til hennar, og borðaði rotna ávexti sem hún náði til. Konan liggur nú á sjúkrahúsi í borginni Muzaffarabad og segja læknar kraftaverk að konan sé á lífi. 14.12.2005 09:43 Kaupa 115 Dreamliner-þotur frá Boeing Ástralska flugfélagið Quantas ætlar að kaupa allt að 115 nýjar Boeing 787 Dreamliner-þotur áður en langt um líður í langþráðri endurnýjun vélaflota síns. Talsmaður flugfélagsins, sem er hið áttunda stærsta í heiminum, segist búast við að kostnaðurinn við kaup vélanna muni vera allt að tuttugu milljónir ástralskra dala, eða tæplega þúsund milljarðar króna. 14.12.2005 09:30 Konur um 20% gerningsmanna í málum sem tengjast mannsali Alþjóðalögreglan Interpol hefur tekið saman upplýsingar um 503 mannsalsmál á árunum 2003 til 2005. Málin tengjast verslun með 2.724 konur og ungar stúlkur frá Austur-Evrópu. 14.12.2005 08:45 Nýjasta stöðutákn ríkra Kínverja er mikill barnafjöldi Nýjasta stöðutákn ríkra Kínverja er ekki glæsivillur eða lúxusbílar, heldur mikill barnafjöldi. Kínverjar mega ekki eignast fleiri en eitt barn samkvæmt ákvörðun stjórnvalda vegna fólksfjölgunarvandans og vegna þess hversu mikill kostnaður því fylgir fyrir þjóðfélagið. 14.12.2005 07:43 Norskur þungarokkari dæmdur í 42 daga fangelsi fyrir að ógna konu með spjóti Norskur þungarokkari var nýlega dæmdur í 42 daga fangelsi fyrir ofurölvun og að ógna nágranna sínum með spjóti. Atvikið átti sér stað í Þrándheimi í maí síðastliðnum og var nágranni mannsins, ung kona, að læra fyrir próf. 14.12.2005 07:30 Ásakanir um leynifangelsi trúverðugar Svissneskur öldungadeildarþingmaður sem rannsakað hefur ásakanir um fangaflutninga og leynifangelsi CIA fyrir Evrópuráðið segir þær trúverðugar í nýútkominni skýrslu sinni. Hann átelur bandarísk stjórnvöld fyrir þögn sína. 14.12.2005 07:00 Slökkvistarfi loksins lokið Slökkviliðsmönnum tókst í gær að slökkva síðustu eldana sem loguðu í tönkum Buncefield-olíubirgðastöðvarinnar norður af Lundúnum. Talið er að rífa þurfi á annan tug húsa í nágrenninu sem stórskemmdust í mikilli sprengingu sem varð í stöðinni á sunnudagsmorguninn. 14.12.2005 07:00 Svíar bregðast við farsóttum Svíþjóð Svíar ætla að koma sér upp verksmiðju til að framleiða efni til bólusetninga fyrir árið 2010. Verksmiðjan er hluti af viðbragðsáætlun Svía ef farsótt á borð við fuglaflensu brýst út. Ríkisstjórnin mun ræða við fulltrúa alþjóðlegra lyfjarisa um samstarf. 14.12.2005 06:15 Eldar slokknaðir í olíubirgðastöðinni í Buncefield Slökkt hefur verið í öllum 20 eldsneytistönkum í Buncefield olíubirgðastöðinni og búast slökkviliðsmenn við að ljúka slökkvistarfi í kvöld. Raddir eru uppi um að slökkvilið staðarins hafi ekki verið nægilega undirbúið fyrir bruna af þessari stærðargráu og mun það líklega vera rannsakað nánar. 13.12.2005 22:06 Sjá næstu 50 fréttir
Hannar einn fimm nýrra turna þar sem Tvíburaturnarnir stóðu Breski arkitektinn Norman Foster hefur verið valinn til að hanna einn af fimm skrifstofuturnum á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður. Á meðal verka Fosters eru nýju Hearst-turnarnir á Manhattan, flugstöðin í Peking og höfuðstöðvar svissneska tryggingarisans Swiss Re í Lundúnum. 16.12.2005 11:15
Farþegaflugvél nauðlenti á eyju við Venezuela Betur fór en á horfðist þegar farþegaflugvél með fjörutíu manns innanborðs nauðlenti á eyjunni Margarita við Venezuela í gær eftir að eitt hjólanna vildi ekki fara niður. Flugvélin, sem er af gerðinni Turboprop Dash 7 og er í eigu flugfélagsins Vonviasa, lenti heilu og höldnu og slasaðist enginn í lendingunni. 16.12.2005 10:45
35 fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi í Kína Að minnsta kosti 35 manns fórust og á annan tug eru slasaðir eftir að eldur kom upp í fjögurra hæða sjúkrahúsi í norðausturhluta Kína í gær. Fjöldi fólks reyndi að bjarga sér með því að henda sér út um glugga sjúkrahússins til að forða sér frá eldinum. 16.12.2005 10:00
Enn eitt ránið í Svíþjóð Peningaflutningabíll frá Securitas var rændur skammt frá Södertälje, suður af Stokkhólmi, í Svíþjóð nú í morgun. Ræningjarnir notuðu sjálfvirka riffla og sprengjur við ránið sem er að verða algeng aðferð við rán í Svíþjóð. 16.12.2005 09:58
Rannsóknin á morðinu á Hariri víkkuð út Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að víkka út rannsóknina á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Hins vegar var ekki samþykkt að setja á laggirnar alþjóðlegan dómstól í tengslum við málið, eins og líbönsk stjórnvöld óskuðu eftir. 16.12.2005 09:34
Fyrrverandi yfirmaður ETA framseldur Frönsk yfirvöld hafa framselt Francisco Xabier Garcia Gaztelu, fyrrverandi yfirmann í aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, til Spánar en Gaztelu er gefið að sök að hafa myrt baskneskar þingmann árið 1997. 16.12.2005 08:19
Enn ósamkomulag um langtímafjárlög ESB Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna undirbúa sig nú fyrir erfiðar viðræður um langtímafjárlög ESB fyrir árin 2007-2013. sagði að loknum kvöldverðarfundi leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel í gær að enn væri mikill munur á hugmyndum leiðtoganna um tillögur að langtímafjárlögum ESB. 16.12.2005 07:42
Bush hrósaði þingkosningunum í Írak George Bush, forseti Bandaríkjanna, hrósaði þingkosningunum í Írak sem fram fóru í gær og sagði þær mikilvægt skref í að stofna lýðræðislega bandalagsþjóð Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þá sagði hann kosningarnar marka upphaf að brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak. 16.12.2005 07:16
Starfaði sem læknir í átta ár án leyfis Lögreglan í Tokyó handtók í dag mann sem hefur starfað sem læknir án leyfis í heil átta ár. Maðurinn hefur starfað á tuttugu heilbrigðisstofnunum í Japan, án þess að hafa tekið svo mikið sem einn tíma í læknisfræði. 15.12.2005 21:00
Væri hægt að forða 9 þúsund mönnum frá dauða Það væri hægt að forða níu þúsund Evrópubúum frá dauða á næstu árum með því að auka skatt á áfengi um tíu prósent í löndum Evrópusambandsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu sem heilbrigðissérfræðingar unnu fyrir sambandið. Drykkja ungmenna um alla álfuna hefur aukist verulega síðstliðinn áratug. 15.12.2005 20:30
Ómannúðleg meðferð bönnuð Stjórnvöld í Washington hafa samþykkt að banna ómannúðlega meðferð á föngum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain lagði fram tillögu þessa efnis fyrir stuttu og nú hefur Hvíta Húsið samþykkt tillögu McCains að sögn talsmanns hans. 15.12.2005 20:19
Allt í hnút Flest bendir til að lokatilraun til að berja saman fjárlagafrumvarp fyrir Evrópusambandið fari út um þúfur. Á maraþonfundum næstu tvo dagana munu leiðtogar sambandsríkjanna reyna að ná saman. 15.12.2005 16:38
Hefja rannsókn á ásökunum um leynifangelsi Evrópuþingið hefur ákveðið að hefja rannsókn á ásökunum þess efnis að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi haldið úti leynifangelsum í Evrópu. En því hefur verið haldið fram að bandaríska leyniþjónustan hafi haldið úti leynilegum fangelsum í Rúmeníu og Póllandi og hafi notaði flugvelli landa Evrópusambandsins á leið sinni þangað. 15.12.2005 16:30
Kjörstaðir opnir lengur Kjördagur í Írak hefur gengið betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Kjörsókn þingkosningunum var miklu betri en búist var við og opnunartími kjörstaða var framlengdur um klukkustund af þeim sökum. Minnst tvær vikur eru í að endanleg úrslit liggi fyrir. 15.12.2005 15:47
Áttundi maðurinn handtekinn í Danmörku vegna kynferðislegrar misnotkunar á ungri stúlku Alls hafa átta menn hafa verið handteknir í Danmörku grunaðir um að hafa misnotað 10 ára gamla stúlku en áttundi maðurinn var handtekinn í vikunni. Faðir stúlkunnar leyfði mönnunum að misnota stúlkuna gegn greiðslu. Mennirnir eru á fimmtugs aldri og allt upp í 75 ára gamlir. 15.12.2005 14:12
Óttast hryðjuverk í Noregi Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir aðeins tímaspursmál hvenær öfgasinnaðir múslimar geri hryðjuverkaárás í Noregi. Hann segir íslamska uppreisnarmenn nýta sér frelsið á Norðurlöndum til að skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum Evrópu og gagnrýnir norsk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki harðar á þessum málum. Norðmenn studdu ekki innrásina í Írak árið 2003 en yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir orðspor landa í Skandinavíu um frelsi og opið samfélag hafa orðið til þess að öfgasinnaðir múslímar hafi í auknum mæli ákveðið að flytja þangað. 15.12.2005 11:49
Skaut ellefu manns til bana Nepalskur hermaður batt enda á deilur sínar við hóp óbreyttra borgara og myrti ellefu manns og særði nítján þegar hann skaut úr vélbyssu sinni. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna maðurinn hóf skothríð en frá þessu greindi nepalski herinn í morgun. Hermaðurinn féll sjálfur fyrir byssukúlu en hver batt enda á líf hans, er ekki vitað. Atburðurinn átti sér stað í gærkvöldi í bæ norðaustur af Katmandú, höfuðborg Nepals. Herinn hefur sætt harðri gagnrýni frá mannréttindasamtökum fyrir að beita of miklu valdi og myrða óbreytta borgara. 15.12.2005 10:49
Kjörsókn góð í Írak Kjörsókn hefur verið góð í þingkosningunum sem fram fara í Írak í dag. Súnní múslimar hafa lofað að gera ekki árásir á kjörstaði en sprengja sprakk þó við kjörstað í borginni Mosul í dag og varð einum að bana. 15.12.2005 10:43
Nektarmynd af kennara send til nemenda Lögreglan á Kýpur rannsakar nú all sérstakt mál þar sem nakinn kennari kemur við sögu. Þannig er að umræddur kennari, sem er kvenkyns, þurfti að bregða sér frá í miðri kennslustund á dögunum. 15.12.2005 10:00
Barði konu og dætur sínar til bana Maður í Indiíana í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa barið eiginkonu sína og þrjár dætur til bana vegna deilna við konuna um hver ætti að sjá um húsverkin á heimilinu. Maðurinn sagði við lögregluna að hann hefði verið undir miklu álagi að undanförnu en hann missti vinnuna fyrr á árinu. Hann á yfir höfði sér lífstíðardóm. 15.12.2005 08:00
Flugskeyti skotið að æðstu mönnum Islamic Jihad Einn af æðstu mönnum herskáu samtakanna Islamic Jihad eða heilags stríðs, slapp naumleg þegar hermenn frá Ísrael skutu flugskeyti að bíl hans í Gasaborg í Palestínu í gær. 15.12.2005 07:45
Danir duglegir að gefa fé til góðgerðarmála Aldrei hafa jafn mikil fjárframlög safnast til góðgerðarmála í Danmörku og á þessu ári. Árið er metár fyrir danska Rauða krossinn og UNICEF en einnig hefur verið sérlega mikið um stór fjárframlög til Neyðaraðstoðar kirkjunnar og Lækna án landamæra í Danmörku. 15.12.2005 07:30
Þingkosningar í Írak í dag Þingkosningar fara fram í Írak í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er í landinu öllu en þar sem uppreisnarmenn úr röðum súnni-múslíma hafa lofað að gera ekki árásir á kjörstaði er búist við því að kjörsókn verði meiri fyrir vikið. 15.12.2005 07:30
Segir það tímaspursmál hvenær gerð verði hryðjuverkaárás í Noregi Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir aðeins tímaspursmál hvenær öfgasinnaðir múslimar geri hryðjuverkaárás í Noregi. Hann segir íslamska uppreisnarmenn nýta sér frelsið á Norðurlöndum til að skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum Evrópu og gagnrýnir norsk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki harðar á málum þessum. 15.12.2005 07:28
Albanir vilja að Kosovo fái sjálfstæði en ekki Serbar Albanar vilja að Kosovo fái sjálfstæði en Serbar vilja að Kosovo verði áfram hluti af Serbíu. Forsetar Makedóníu, Búlgaríu og Serbíu hittust í Ohrid í Makedóníu í gær til að ræða um framtíð Kosovo en búist er við að þeir gefi út sameiginlega yfirlýsingu um framtíð svæðisins í dag. 15.12.2005 07:27
Öryggisverðir á aukaæfingum vegna atviksins á Miami-flugvelli Bandarískir öryggisverðir sem gæta öryggis í flugvélum taka nú þátt í æfingum um borð í lestum og öðrum farþegaflutningatækjum og munu æfingarnar standa yfir í þrjá daga. Gripið var til þessa ráðs eftir að öryggisverðir um borð í vél American Airlines skutu farþega til bana á flugvellinum í Miami í síðustu viku sem sagðist vera með sprengju. 15.12.2005 07:19
Bush viðurkennir að upplýsingar um gereyðingarvopn hafi verið rangar George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í gær að stærstur hluti upplýsinga, sem bandaríska leyniþjónustan aflaði um gereyðingarvopn í Írak hafi verið rangur. 15.12.2005 07:14
Viðurkennir að upplýsingarnar hafi verið rangar George Bush bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að upplýsingar um gereyðingarvopn Íraka hefðu að mestu leyti verið rangar. Það breytti því ekki að Bandaríkjamenn mættu ekki draga herlið sitt burt fyrr en stöðugleiki kæmist á í landinu. 14.12.2005 19:45
400 þúsund hermenn á götum úti Nærri fjögur hundruð þúsund manna lið lögreglu og hers verður til taks í Írak á morgun, þegar kosið verður til þings í landinu í fyrsta sinn síðan Saddam Hússein var steypt af stóli. Landamæralögreglan í Írak lagði í gær hald á fimm þúsund falsaða kosningaseðla sem reynt var að flytja til landsins í vöruflutningabíl frá Íran. 14.12.2005 18:34
Frakkar hafna útspili Breta Frakkar höfnuðu áðan nýjasta útspili Breta um fjárlagafrumvarp Evrópusambandsins fyrir árin 2007 - 2013. Utanríkisráðherra Frakka sagði að þeir gætu ekki samþykkt tillögur Breta, sem gera ráð fyrir að Frakkar gefi eftir stóran hluta landbúnaðarstyrkja sinna, nema endurgreiðslur sambandsins til Breta yrðu endurskoðaðar frá grunni. 14.12.2005 16:30
Þrír Palestínumenn féllu á Gaza í dag Þrír Palestínumenn létu lífið í loftárás Ísraelsmanna á Gaza ströndinni eftir hádegið í dag. Að sögn vitna var sprengju skotið úr flugvél og hafnaði hún beint á bifreið sem í voru palestínskir uppreisnarmenn. Fjórir slösuðust í árásinni. Bíllinn var hlaðinn sprengiefni og því myndaðist mikil sprenging þegar loftskeytið lenti á bílnum. 14.12.2005 16:04
Segir helförina sögusögn Helförin er sögusögn sem var notuð sem átylla til að skapa gyðingaríki í hjarta hins íslamska heims. Þetta sagði forseti Írans í morgun og tókst með því enn og aftur að fá leiðtoga heimsins upp á móti sér. 14.12.2005 15:45
Fannst tveim mánuðum eftir skjálftann Kona fannst á lífi í húsarústum í Pakistan, tveimur mánuðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Læknar segja kraftaverk að konan skuli vera á lífi. 14.12.2005 15:15
Eldur kominn upp að nýju Eldur er að nýju kominn upp í bensínbirgðarstöðinni í Buncefield í Bretlandi. Aukin loftmengun er nú í suðurhluta Bretlands vegna sprengingarinnar um helgina og hefur reykurinn náð alla leið til Spánar. 14.12.2005 11:44
Samstarfið gengur illa Tilraunir til að hjálpa fátækustu ríkjum heims fara líklega út um þúfur, sagði Peter Mandelson, viðskiptastjóri Evrópusambandsins sem sat fund alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong í morgun. Hann sagði litlar líkur á að niðustaða í málinu fengist í bili. 14.12.2005 11:41
Segir skýrslu Sameinuðu þjóðanna ónákvæma Stjórnvöld í Damaskus hafa unnið hörðum höndum að því að upplýsa hverjir stóðu að morðinu á Rafik al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons og er rugl að halda öðru fram. Þetta sagði sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum í ræðu sinni í gær. Þá ítrekaði hann að Sýrlendingar hefðu ekki átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræðið sem varð forsætisráðherranum fyrrverandi að bana. En skýrsla rannsóknarnefndar um málið var lögð fram í Öryggisráðinu í gær og eru Sýrlendingar gagnrýndir fyrir slæleg vinnubrögð. Sýrlendingar segja skýrsluna vera ónákvæma og í henni séu rangfærslur. 14.12.2005 09:47
Fannst á lífi eftir tvo mánuði í rústum Kona fannst á lífi í húsarústum í Pakistan, tveimur mánuðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Leit hafði löngu verið hætt á svæðinu. Konan drakk rigningarvatn, sem seytlaði niður til hennar, og borðaði rotna ávexti sem hún náði til. Konan liggur nú á sjúkrahúsi í borginni Muzaffarabad og segja læknar kraftaverk að konan sé á lífi. 14.12.2005 09:43
Kaupa 115 Dreamliner-þotur frá Boeing Ástralska flugfélagið Quantas ætlar að kaupa allt að 115 nýjar Boeing 787 Dreamliner-þotur áður en langt um líður í langþráðri endurnýjun vélaflota síns. Talsmaður flugfélagsins, sem er hið áttunda stærsta í heiminum, segist búast við að kostnaðurinn við kaup vélanna muni vera allt að tuttugu milljónir ástralskra dala, eða tæplega þúsund milljarðar króna. 14.12.2005 09:30
Konur um 20% gerningsmanna í málum sem tengjast mannsali Alþjóðalögreglan Interpol hefur tekið saman upplýsingar um 503 mannsalsmál á árunum 2003 til 2005. Málin tengjast verslun með 2.724 konur og ungar stúlkur frá Austur-Evrópu. 14.12.2005 08:45
Nýjasta stöðutákn ríkra Kínverja er mikill barnafjöldi Nýjasta stöðutákn ríkra Kínverja er ekki glæsivillur eða lúxusbílar, heldur mikill barnafjöldi. Kínverjar mega ekki eignast fleiri en eitt barn samkvæmt ákvörðun stjórnvalda vegna fólksfjölgunarvandans og vegna þess hversu mikill kostnaður því fylgir fyrir þjóðfélagið. 14.12.2005 07:43
Norskur þungarokkari dæmdur í 42 daga fangelsi fyrir að ógna konu með spjóti Norskur þungarokkari var nýlega dæmdur í 42 daga fangelsi fyrir ofurölvun og að ógna nágranna sínum með spjóti. Atvikið átti sér stað í Þrándheimi í maí síðastliðnum og var nágranni mannsins, ung kona, að læra fyrir próf. 14.12.2005 07:30
Ásakanir um leynifangelsi trúverðugar Svissneskur öldungadeildarþingmaður sem rannsakað hefur ásakanir um fangaflutninga og leynifangelsi CIA fyrir Evrópuráðið segir þær trúverðugar í nýútkominni skýrslu sinni. Hann átelur bandarísk stjórnvöld fyrir þögn sína. 14.12.2005 07:00
Slökkvistarfi loksins lokið Slökkviliðsmönnum tókst í gær að slökkva síðustu eldana sem loguðu í tönkum Buncefield-olíubirgðastöðvarinnar norður af Lundúnum. Talið er að rífa þurfi á annan tug húsa í nágrenninu sem stórskemmdust í mikilli sprengingu sem varð í stöðinni á sunnudagsmorguninn. 14.12.2005 07:00
Svíar bregðast við farsóttum Svíþjóð Svíar ætla að koma sér upp verksmiðju til að framleiða efni til bólusetninga fyrir árið 2010. Verksmiðjan er hluti af viðbragðsáætlun Svía ef farsótt á borð við fuglaflensu brýst út. Ríkisstjórnin mun ræða við fulltrúa alþjóðlegra lyfjarisa um samstarf. 14.12.2005 06:15
Eldar slokknaðir í olíubirgðastöðinni í Buncefield Slökkt hefur verið í öllum 20 eldsneytistönkum í Buncefield olíubirgðastöðinni og búast slökkviliðsmenn við að ljúka slökkvistarfi í kvöld. Raddir eru uppi um að slökkvilið staðarins hafi ekki verið nægilega undirbúið fyrir bruna af þessari stærðargráu og mun það líklega vera rannsakað nánar. 13.12.2005 22:06