Erlent

Sjóflugvél hrapaði við Miami

Sjóflugvél hrapaði í skipaskurði við strendur Miami fyrir stundu. Fjórtán farþegar voru um borð, auk tveggja manna áhafnar, og hafa sex lík fundist nú þegar að sögn strandgæslunnar á svæðinu. Vélin hafði tekið á loft frá Miami skömmu áður en hún hrapaði og var ferðinni heitið til Bahamas-eyja. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×