Erlent

Evo Morales sigraði í forsetakosningunum í Bólivíu

Yfirlýstur andstæðingur Bandaríkjanna og stuðningsmaður Fidels Castros sigraði í forsetakosningum í Bólivíu í nótt. Evo Morales fékk að líkindum í kringum helming atkvæða, en talningu er ekki lokið.

Hann vill losna við bandarísk ítök í landinu og lögleiða framleiðslu á kókalaufum, sem bæði eru notuð til að framleiða kókaín og indjánar nota til lækninga en frá Bólivíu kemur stór hluti kókaínframleiðslu heims. Morales er mjög vinstrisinnaður, og með kosningu hans bætist Bólivía í hóp fjögurra stórra landa í álfunni sem nýlega hafa fengið vinstri mann í brúna, en það eru Argentína, Brasilía, Úrúgvæ og Venesúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×