Erlent

Rasmussen hefði átt að ræða við sendiherra

MYND/Reuters

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði átt að ræða við sendiherra íslamskra ríkja í landinu eins og þeir fóru fram á vegna teikninga af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum. Þetta segja 22 fyrrverandi sendiherrar Danmerkur í grein í Politiken. Sendiherrarnir fyrrverandi telja líkt og Rasmussen að málið snúist um tjáningarfrelsi en þeir segja að það megi ekki nýta til að særa minnihlutahópa í landinu. Teikningarnar sem birtust í Jótlandspóstinum í september hafa valdið miklum deilum og hafa verið fordæmdar víða í hinum íslamska heimi sem móðgun við íslam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×