Fleiri fréttir

Umdeildar kosningar í Kenýa

Umdeildar kosningar fara fram í Kenýa í dag, þegar kosið er um nýja stjórnarskrá í landinu sem mun styrkja stöðu forsetans. Forsetinn, Mwai Kibaki, hefur kallað kosningarnar sögulegt tækifæri en stjórnarandstæðingar vilja að forseti deili valdinu með lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra. Miklar óeirðir hafa átt sér stað að undanförnu vegna kosninganna þar sem níu manns hafa látist.

Samþykkt að slíta samstarfi við Likud-bandalagið

Miðstjórn Verkamannaflokksins í Ísrael samþykkti í dag að slíta stjórnarsamstarfi við Likud-bandalagið sem Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, fer fyrir. Er þetta í samræmi við yfirlýsingar formanns Verkamannaflokksins, Amirs Peretz, sem bar óvænt sigur af Shimoni Peres í formannskosningunum á dögunum.

Bush hvatti kínversk stjórnvöld til að auka frelsi

George Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í dag kínversk yfirvöld til að auka frelsi á sviði stjórnmála, félagsmála og trúmála, en hann er nú í heimsókn í Kína. Bush ræddi við Hu Jintao, kínverskan starfsbróður sinn, en auk fyrrgreindra mála ræddu þeir viðskipti Kína og Bandaríkjanna.

Schröder kvaddur í Hannover

Kveðjuathöfn var haldin fyrir Gerhard Schröder, fráfarandi kanslara Þýskalands, í heimabæ hans Hannover í gærkvöld. Mikið var um dýrðir þar sem bæði hermenn báru kyndla honum til heiðurs og herlúðrasveit lék lög sem eiginkona kanslarans hafði valið.

Albert formlega tekinn við völdum í Mónakó

Albert fursti af Mónako hefur nú formlega tekið við völdum í furstadæminu eftir íburðarmikla krýningarhátíð í gær. Um 800 boðsgestir mættu til hátíðahaldanna, en eini þjóðhöfðinginn sem sá sér fært að fara til Mónakó að samfagna Alberti fursta var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.

Át 67 hamborgara á átta mínútum

Japanskur maður, Takeru Kobayashi, stendur uppi sem heimsmeistari í hamborgaraáti eftir að hafa torgað 67 hamborgurum. Heimsmeistarakeppni í hamborgaraáti fór fram í Chattanooga í Tennessee. Það tók hann átta mínútur að gleypa hamborgarana, en honum tókst þó ekki að slá heimsmetið, sem er 69 hamborgarar, en það á hann raunar sjálfur frá því í fyrra.

Fara á mis við skólagöngu vegna fötlunar

Fjöldi barna í Rússlandi fer á mis við skólagöngu vegna fötlunar. Þetta eru börn sem geta lært og vilja læra en skólarnir eru ekki hannaðir til þess að taka við fötluðum.

Björguðu konu af syllu eftir langa dvöl

Björgunarmenn í Kaliforníu náðu konu af klettasyllu í gær þar sem talið er að hún hafi verið í þrjá til fjóra daga. Konan var afar máttfarin og illa lemstruð eftir sextíu metra fjall af bjargbrún. Maður sem var á göngu á ströndinni fyrir neðan kom auga á konuna. Hann gerði lögreglu viðvart, sem kallaði á þyrlusveit til að ná konunni úr bjarginu.

Lögreglumenn pynta og drepa með rafmagnsbor

Írakskir lögreglumenn hafa drepið að minnsta kosti tvo menn og pyntað fjölda annarra með rafmagnsbor. Þessu er haldið fram í breska dagblaðinu Independent on Sunday í dag.

Grunaður um kynferðisglæp

Breski glysrokkarinn Gary Glitter var handtekinn á flugvelli í Ho Chi Minh borg í Víetnam í gær vegna gruns um ósæmilegt athæfi með barni. Glitter ætlaði um borð í flugvél á leið til Bangkok á Taílandi þegar hann var handtekinn.

Líkfylgd varð fyrir sjálfsmorðsárás

Enn ein ofbeldishrinan virðist hafin í Írak en í gær létust að minnsta kosti 33 í tveimur hryðjuverkaárásum. Til ósættis kom á ráðstefnu Arababandalagsins um frið í Írak sem fram fer í Kaíró.

Íhuga rannsókn á Halliburton

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tekur senn ákvörðun um hvort rannsaka eigi ásakanir um að fyrirtækið Halliburton, sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna stýrði eitt sinn, hafi fengið hagstæða samninga í Írak með vafasömum hætti.

Vinsældir Chiracs dvína eftir óeirðir

Vinsældir Jacques Chiracs, forseta Frakklands, hafa dvínað nokkuð eftir að til óeirða kom í landinu ef marka má niðurstöðu skoðanakannanar sem gerð var fyri dagblaðið Le Journal du Dimance. Samkvæmt henni eru 35 prósent ánægð með störf forsetans nú en 38 prósent voru það í síðasta mánuði.

Jarðskjálfti olli ekki flóðbylgju

Nú er ljóst að skjálftinn sem skók jörð nærri Súmötru í Indónesíu olli ekki flóðbylgju eins og óttast var í fyrstu, en skjálftinn mældist um 6,5 ár Richter. Engar fregnir hafa enn borist af slysum á fólki eða af tjóni á mannvirkjum en jörð hefur oft skolfið á svæðinu eftir risaskjálftann á annan dag jóla í fyrra sem mældsit 9,15 á Richter og kom af stað flóðbylgju sem varð 232 þúsund manns að bana.

Fimm handteknir vegna morðs í Bradford

Lögregla í í Lundúnum hefur handtekið fimm mans í tenglsum við skotárás á tvær lögreglukonur í Bradford í gær. Konurnar, sem voru óvopnaðar, höfðu brugðist við neyðarkalli um að verið væri að ræna ferðaskrifstofu. Ræningjarnir, sem voru þrír, skutu á konurnar og lést önnur þeirra en hin særðist og flýðu svo af vettvangi.

Skjálftinn gæti komið af stað flóðbylgju

Bandaríska jarðfræðistofnunin US Geological Survey segir að skjálftinn sem mældist á Indónesíu nú síðdegis hafi orðið um 1500 kílómetra norðvestur af Jakarta. Vísindamenn sem fylgjast með skjálftum og flóðbylgjum í Kyrrahafi segja að skjálfti af þessari stærð geti hleypt af stað flóðbylgju en engar fréttir hafa borist af slíku.

Öflugur jarðskjálfti skekur Indónesíu

Öflugur jarðskjálfti mældist við Indónesíu fyrir stundu. Skjálftinn er sagður hafa mælst 6,5 á Richter. Ekki er vitað á þessari stundu um tjón af völdum skjálftans.

Vínfagnaður leystist upp í slagsmál

Hátíðarhöld og gleði til að fagna nýjum rauðvínsárgangi leystust upp í slagsmál í borginni Grenoble í Frakklandi í gær. Þrjátíu slösuðust í átökum lögreglu og æstra ungmenna, sem greinilega höfðu fengið sér aðeins of mikið af Beaujolais Nouveau. Raunar segir í frönskum fjölmiðlum að ungmenninn hafi verið dauðadrukkin.

Eldar í Kaliforníu

Eldar geysa nú um hluta Kaliforníuríkis, um sextíu kílómetra frá Los Angeles. Mikill fjöldi hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldsins sem þykir breiða óvenju hratt úr sér en vindasamt er á svæðinu. Berjast nú slökkviliðsmenn við að ráða niðurlögum hans og hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað á svæðið þar sem eldarnir eru.

Nýr forseti segist munu ræða við Tamítígra

Nýr forseti Srí Lanka var svarinn í embætti í morgun. Hann segist munu ræða við tígrana, uppreisnarmenn úr röðum Tamíla, og hyggst endurskoða þriggja ára gamalt vopnahlé.

Árásir halda áfram í Írak

Ellefu fórust þegar bílsprengja var sprengd á markaði í suðausturhluta Bagdad í morgun. Fimmtán særðust á árásinni og lögreglumenn á vettvangi segja allar líkur á að föllnum muni fjölga. Í gær fórust yfir áttatíu í árásum á tvær moskur í bænum Kanakín í norðausturhluta Íraks.

Hannaði heimasíðu

Ungur Svíi sem grunaður er um þátttöku í hryðjuverkastarfsemi heimsótti hryðjuverka-foringjann Abu Musab al-Zarqawi í Írak, að því er breska dagblaðið The Times hermir.

CIA rekur net starfsstöðva um allan heim

Bandaríska leyniþjónustan CIA rekur starfsstöðvar í samvinnu við leyniþjónustustofnanir ríflega tuttugu landa og er aðgerðum gegn grunuðum hryðjuverkamönnum stýrt þaðan. Þessi starfssemi hefur viðgengist í heilan áratug.

Féllust ekki á skilmálana

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa hafnað boði Bandaríkjastjórnar um að heimsækja herstöðina í Guantanamo á Kúbu þar sem grunuðum hermdarverkamönnum er haldið án ákæru.

Kjarnavopn á leiðinni?

Íranar eru komnir skrefi nær því að framleiða auðgað úran, sem hægt er að nota til framleiðslu kjarnorkuvopna. Yfirvöld í Íran virðast kæra sig kollótt um þrýsting heimsbyggðarinnar, og segjast nú enn nær auðgun úrans en áður.

Ræningjar drápu lögreglukonu í Bradford

Lögreglukona lést og önnur særðist alvarlega þegar þær reyndu að stöðva ræningja í borginni Bradford í Bretlandi í dag. Ekki er ljóst hversu margir ræningjarnir voru en þeir höfðu ráðist inn á ferðaskrifstofu og rænt þaðan peningum. Víðtæk leik fer nú fram að þjófunum og hefur lögregla lokað götum í nágrenni ránsstaðarins af þeim sökum.

Harðlínumaður sigraði

Mahinda Rajapakse, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið kjörinn forseti landsins. Munurinn á honum og hlesta keppinautinum var minni en tvö prósent.

Fimmtíu fallnir í árásum í Írak í dag

Um fimmtíu manns hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Írak í dag. Að minnsta kosti átta manns féllu og yfir 40 særðust er tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í morgun. Talið er að hótel, sem erlendir blaðamenn gista á, hafi verið skotmark árásarinnar sem talið er að hafi verið sjálfsmorðsárás. Innanríkisráðuneytið er einnig skammt frá. Þá féllu yfir 40 manns og yfir fimmtíu særðust í tveimur sjálfsmorðsárásum inni í tveimur moskum sjíta í austurhluta Íraks.

Best aftur á gjörgæslu

Fyrrvernandi knattspyrnugoðið George Best hefur aftur verið lagður inn á gjörgæsludeild vegna alvarlegrar sýkingar. Best var lagður inn á sjúkrahús í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda og var jafnvel búist við að hann myndi þá enda lífdaga sína. Hins vegar hefur hann sýnt ýmis batamerki undanfarnar vikur þar til í dag að hann var aftur lagður inn á gjörgæslu.

Bannvænn tekíladauði

Barþjónn í Vikersund í Noregi telur að hann hafi selt manni meira en 19 tekílaskot í maí árið 2003 með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Þetta kom fram fyrir rétti í dag þar sem málið er til meðferðar gegn barþjóninum.

Innan við hundrað bílar brenndir í nótt

Innan við eitt hundrað bílar voru brenndir í Frakklandi í nótt, sem er mun minna en undanfarnar þrjár vikur og segir lögreglan ástandið orðið nær eðlilegt í stórborgum landsins. Þegar verst lét voru á annað þúsund bílar brenndir á einni nóttu.

Myrti ófríska konu

Ung kona af víetnömskum uppruna lést eftir hnífsstungu í Osló í gær. Konan var á gangi með barn í barnavagni þegar fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir hennar kom aðsvífandi og stakk hana.

Flugvél magalent í Atlanta

Allir farþegar sluppu ómeiddir þegar lítil flugvél þurfti að magalenda í Atlanta í Bandaríkjunum í gær. Skömmu áður en vélin náði á áfangastað kom í ljós að lendingarbúnaðurinn var bilaður og því ekki um annað að ræða en að reyna að magalenda vélinni.

Mikil uppsveifla í Danmörku

Mikil uppsveifla er í efnahagslífinu í Danmörku. Talið er að á næstu tveimur árum muni fjöldi starfa ná sögulegu hámarki og atvinnuleysi muni mælast það minnsta í þrjátíu ár.

Fjölmargar árásir í Írak í morgun

Tvær bílsprengjuárásir kostuðu sex lífið í Bagdad í Írak í morgun. 43 særðust. Talið er að hótel, sem erlendir blaðamenn gista á hafi verið skotmark árásarinnar sem talið er að hafi verið sjálfsmorðsárás. Innanríkisráðuneytið er einnig skammt frá.

Sjá næstu 50 fréttir