Erlent

Albert formlega tekinn við völdum í Mónakó

Alberrter hér með systrum sínum Karólínu og Stefaníu frá svölum á furstahöllinni í Mónakó.
Alberrter hér með systrum sínum Karólínu og Stefaníu frá svölum á furstahöllinni í Mónakó. MYND/AP

Albert fursti af Mónako hefur nú formlega tekið við völdum í furstadæminu eftir íburðarmikla krýningarhátíð í gær. Um 800 boðsgestir mættu til hátíðahaldanna, en eini þjóðhöfðinginn sem sá sér fært að fara til Mónakó að samfagna Alberti fursta var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.

Af öðrum tignum gestum má nefna Játvarð fursta frá Bretlandi, Jóakim bróður ríkisarfans í Danmörku og Faisal fursta frá Jórdaníu. Í Mónakó búa rúmlega þrjátíu þúsund manns. Albert hefur tekið að sér að bæta ímynd furstadæmisins með því meðal annars að hreinsa til í bankakerfinu, ráðast gegn peningaþvætti og innleiða nútímalega stjórnarhætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×