Erlent

Flugvél magalent í Atlanta

Allir farþegar sluppu ómeiddir þegar lítil flugvél þurfti að magalenda í Atlanta í Bandaríkjunum í gær. Skömmu áður en vélin náði á áfangastað kom í ljós að lendingarbúnaðurinn var bilaður og því ekki um annað að ræða en að reyna að magalenda vélinni. Flugvélin hringsólaði yfir lendingarstaðnum í rúman hálftíma og flugmaðurinn reyndi ítrekað að ná hjólum vélarinnar niður, en án árangurs. Loks lét hann til skarar skríða og magalendingin heppnaðist með eindæmum vel. Enginn eldur kviknaði við lendinguna en fjöldi slökkviliðsmanna var í viðbragðsstöðu og til öryggis var froðu sprautað yfir vélina alla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×