Erlent

Best aftur á gjörgæslu

Fyrrvernandi knattspyrnugoðið George Best hefur aftur verið lagður inn á gjörgæsludeild vegna alvarlegrar sýkingar. Best var lagður inn á sjúkrahús í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda og var jafnvel búist við að hann myndi þá enda lífdaga sína. Hins vegar hefur hann sýnt ýmis batamerki undanfarnar vikur þar til í dag að hann var aftur lagður inn á gjörgæslu. Best hefur lengi verið heilsuveill en hann gekkst undir lifrarígræðslu árið 2002 eftir langvarandi drykkjuvanda. Hann var upp á sitt besta með Manchester United á sjöunda áratugnum og margir telja hann einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×