Erlent

Féllust ekki á skilmálana

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa hafnað boði Bandaríkjastjórnar um að heimsækja herstöðina í Guantanamo á Kúbu þar sem grunuðum hermdarverkamönnum er haldið án ákæru.

Stjórnin setti SÞ skilmála um að starfsmenn samtakanna töluðu við fangana í viðurvist bandarískra leyniþjónustmanna en á það var ekki hægt að fallast. Aðeins starfsmenn Rauða krossins fá slíkt en viðræður þeirra við fangana eru trúnaðarmál. Opinber skýrsla hefði aftur á móti verið gefin út um viðtöl starfsmanna SÞ við fangana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×