Erlent

Fara á mis við skólagöngu vegna fötlunar

Fjöldi barna í Rússlandi fer á mis við skólagöngu vegna fötlunar. Þetta eru börn sem geta lært og vilja læra en skólarnir eru ekki hannaðir til þess að taka við fötluðum.

Langþráður draumur Nastyu Nesterovu er orðinn að veruleika. Hún er komin í skóla. Nastya er þrettán ára rússnesk stúlka. Hingað til hefur hún þurft að læra heima hjá sér. Skólar í Rússlandi eru ekki staður fyrir fatlaða. Nastya þjáist af heilalömun í landi þar sem miklir fordómar eru í garð fatlaðra og lítið gert til að létta þeim lífið.

Ég veit ekki af hverju ég fór ekki út,"segir Nastya,en ég hef alltaf viljað fara í skóla. Ég vildi fá að læra eins og aðrir."

Nú fær hún að læra eins og aðrir. Skólayfirvöld hafa bætt aðgengi fyrir fatlaða með handriðum og lyftum. Það breytir öllu fyrir Nöstyu og vin hennar Artyom. Hálf milljón barna á skólaaldri í Rússlandi eru fötluð. Mörg eru í sömu sportum og Nastya. Perspektiva eru félagasamtök í Moskvu sem berjast fyrir rétti þeirra. Baráttan er þrautaganga og fyrir mörg börn er venjuleg skólaganga bara draumur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×