Erlent

Árásir halda áfram í Írak

Frá vettvangi sjálfsmorðsárásar í mosku í gær.
Frá vettvangi sjálfsmorðsárásar í mosku í gær. MYND/AP

Ellefu fórust þegar bílsprengja var sprengd á markaði í suðausturhluta Bagdad í morgun. Fimmtán særðust á árásinni og lögreglumenn á vettvangi segja allar líkur á að föllnum muni fjölga. Í gær fórust yfir áttatíu í árásum á tvær moskur í bænum Kanakín í norðausturhluta Íraks. Hundrað manns eru á sjúkrahúsum í bænum og fólk leitar í rústum moskanna að ættingjum og ástvinum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×