Erlent

Castro segist ekki haldinn Parkinssonsveiki

Fidel Castro, forseti Kúbu, flytur ræðu við Háskólann í Havana í gær.
Fidel Castro, forseti Kúbu, flytur ræðu við Háskólann í Havana í gær.

Fidel Castro, forseti Kúbu, segir það haugalygi að hann sé haldinn Parkinsonsveiki. Það sé aðeins óskhyggja óvina hans.

Í fimm klukkustunda langri ræðu, sem áður hefðu nú ekki þótt mikið fyrir Castro, sagðist forsetinn vera stálsleginn, hann væri í góðri þjálfun og passaði ávallt upp á mataræðið. Þetta væri þó síður en svo í fyrsta sinn sem hugmyndafræðilegir óvinir hans hefðu lýst sig veikan.

Sérfræðinga bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem segjast hafa fylgst með opinberum ræðuhöldum forsetans, segja forsetann haldinn sjúkdómnum, einkennin séu öll til staðar. Hann hafi glatað einbeitingunni í ræðum sínum, skjálfti og nötri og ljóst sé að hann sé ekki heill heilsu.

En Castro, sem er 79 ára að aldri, segir þetta bull, hann sé ekkert á leiðinni að hætta en hann hefur verið setið að völdum á Kúbu í ein 46 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×