Erlent

Myrti ófríska konu

Ung kona af víetnömskum uppruna lést eftir hnífsstungu í Osló í gær. Konan var á gangi með barn í barnavagni þegar fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir hennar kom aðsvífandi og stakk hana.

Hann gekk burt með barnavagninn og barnið og fór síðan á krá og fékk sér bjór. Lögreglan handtók hann þar eftir að vísbendingum vitnis sem hafði fylgt manninum eftir. Konan var ófrísk að öðru barni þeirra og komin fimm mánuði á leið. Hún hafði áður fengið nálgunarbann á manninn vegna ofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×