Erlent

Fimmtíu fallnir í árásum í Írak í dag

MYND/AP

Um fimmtíu manns hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Írak í dag. Að minnsta kosti átta manns féllu og yfir 40 særðust er tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í morgun. Talið er að hótel, sem erlendir blaðamenn gista á, hafi verið skotmark árásarinnar sem talið er að hafi verið sjálfsmorðsárás. Innanríkisráðuneytið er einnig skammt frá. Þá féllu yfir 40 manns og yfir fimmtíu særðust í tveimur sjálfsmorðsárásum inni í tveimur moskum sjíta í austurhluta Íraks. Óvíst er hversu margir tilræðismennirnir voru en þeir báru sprengjur innanklæða og sprengdu sig í loft upp. Hryðjuverkin voru framin á sama tíma og fjöldi fólks var í moskunum við föstudagsbæn. Báðar moskurnar eru sagðar vera í rúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×