Fleiri fréttir Leiðtogi stjórnarandstöðu Úganda enn í fangelsi Bandaríkin krefjast skjótra réttarhalda yfir leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úganda, Dr. Kizza Besigye. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, lét handtaka Dr. Besigye, eftir að hann sneri aftur úr fimm ára útlegð sem hann lagðist í eftir að hafa boðið sig fram í forsetakosningum gegn forsetanum. Hann er kærður fyrir landráð og nauðgun. Eiginkona Dr. Besigye, og fyrrum þingkona, Winnie Banyima, segir ákærurnar tilbúning. Dr. Besigye er helsta ógn Museveni í komandi kosningum snemma á næsta ári. 17.11.2005 17:00 N-Kóreubúar losi sig við kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu eru óásættanleg segja George W. Bush, forseti Bandaríkjanna og Roh Moo Hyun, forseti Suður-Kóreu. George W. Bush segir að Norður-Kóreubúar muni ekki fá kjarnakljúf sem þeir vilja til orkuframleiðslu fyrr en þeir geti sannað að þeir hafi bæði afvopnast kjarnorkuvopnum og hætt kjarnorkuáætlunum sínum. 17.11.2005 16:34 Krókódíll veldur usla á flugvallarsvæði í Miami Heldur óvenjulegur gestur komst inn á flugvöll í Miami í Bandaríkjunum í gær. Um var að ræða tæplega tveggja metra krókódíl sem hafði komið sér inn á flugvallarsvæðið og ætt yfir nokkrar af flugbrautunum áður en hann kom sér fyrir á grasflöt á vallarsvæðinu. 17.11.2005 13:53 Fleiri hyrðjuverkaárásir mjög líklegar í Bretlandi Hver einasta borg í Bretlandi er í hættu, segir yfirmaður lögreglunnar í Lundúnum. Hann segir aðeins tímaspursmál hvenær næsta hryðjuverkaárás verði gerð. 17.11.2005 12:00 Vilja erlenda fjárfesta til að fjárfesta í Úkraínu Öflug markaðsherferð er hafin í Úkraínu við að fá erlenda viðskiptajöfra til að fjárfesta í landinu. Forseti Úkraínu segir forgangsverkefni að komast inn í Evrópusambandið. 17.11.2005 11:45 Níu manns hafa látist af völdum malaríu á Haítí Að minnsta kosti níu manns hafa látist af völdum malaríu á Haítí í mánuðinum. Óttast yfirvöld að talan eigi eftir að hækka mikið. 17.11.2005 11:30 Stjórnarandstaða Kanada vill fella stjórnina Stjórnarandstaðan í Kanada mun að öllum líkindum fella frjálslynda minnihlutastjórn Paul Martin og koma af stað nýjum kosningum. Samkvæmt samkomulagi sem Íhaldsflokkurinn hefur gert við tvo aðra stjórnarandstöðuflokka verður forsætisráðherrann, Paul Martin, beðinn um að leysa upp þingið í janúar og hafa kosningar í febrúar. Verði hann ekki við þessari beiðni mun stjórnarandstaðan lýsa yfir vantrausti á stjórnina. Forsætisráðherrann er ekki andsnúinn kosningum en vill fremur hafa þær í apríl í þeirri von að reiði almennings vegna hneykslis er varðar misnotkun stjórnarflokksins á almannafé hafi rénað. 17.11.2005 10:45 Vill leyfa norskum lesbíum að gangast undir tæknifjóvgun Jafnréttismálaráðherra Noregs, segir ríkisstjórn landsins verða að leyfa eigi lesbíum að gangast undir tæknifrjóvgun. Skiptar skoðanir eru um málið innan ríkisstjórnarinnar. 17.11.2005 10:37 Ástandið að batna Innan við eitt hundrað bílar voru brenndir í Frakklandi í nótt og segir lögreglan í landinu ástandið vera að komast í eðlilegt horf á ný. Franska þingið samþykkti í gær að lög um neyðarástand yrðu í gildi í þrjá mánuði, eða þar til um miðjan febrúar. Óeirðirnar undanfarnar þrjár vikur eru þær verstu í Frakklandi í fjóra áratugi en tjón af völdum eyðilegginga er metið á fimmtánda milljarð íslenskra króna. 17.11.2005 09:59 Hótar hryðjuverkaárásum Maður sem talinn er vera einn alræmdasti hryðjuverkamaður í Asíu, segir á myndbandi sem hann sendi frá sér í gær að Ástralía, Bandaríkin og Bretland verði skotmörkin í næstu árásum Jemaah Islamiya samtökunum, sem tengjast Al Qaida. 17.11.2005 09:45 Boðað til kosninga í febrúar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels hefur tilkynnt Amir Peretz, leiðtoga verkamannaflokksins, að hann styðji að boðað verði til nýrra kosninga í landinu. 17.11.2005 09:42 Kastró með Parkinson-veiki? Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur dregið þá ályktun að Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, sé með Parkinsons-veikina. 17.11.2005 09:40 Bretar framselja fanga Stjórnvöld í Bretlandi hafa heimilað að breskur ríkisborgari, Babar Ahmad, verði framseldur til Bandaríkjanna. Babar Ahmed, sem er tölvunarfræðingur, er ákærður fyrir peningaþvætti og að reka vefsíður sem styðja hryðjuverk og hvetja múslima til að fara í heilagt stríð. 17.11.2005 09:00 Forsetakosningar í Sri Lanka Í dag eru forsetakosningar á Sri Lanka. Kosið er milli tveggja ólíkra frambjóðenda. Annars vegar er það hinn vinstri sinnaði forsætisráðherra Mahinda Rajapakse sem vill taka hart á frelsissveitum Tamil-tígranna. Hins vegar er það fyrrum forsætisráðherrann og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Ranil Wickremesinghe, sem kom á friði eftir langa borgarastyrjöld árið 2002 og er sáttarfúsari gagnvart tamílska minnihlutanum. 17.11.2005 08:15 Nýr seðlabankastjóri í Bandaríkjunum Ben Bernanke, hefur verið tilnefndur af bankaráði Seðlabanka Bandaríkjanna, sem næsti seðlabankastjóri landsins en Bernanke hefur verið helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum. 17.11.2005 07:59 Fimm bandarískir hermenn féllu í bardaga í Írak í gær Að minnsta kosti fimm bandarískir hermenn féllu í bardaga við uppreisnarmenn í Vestur-Írak í gær, skammt frá landamærum við Sýrlands. Þá felldi bandaríski herinn 16 manns í átökunum. 17.11.2005 07:57 Geðlæknar yfirheyra fanga í Guantanamo Bandarískir læknar segja þátttöku geðlækna og sálfræðinga við yfirheyrslur fanga í Guantanamo fangelsinu vekja upp alvarlegar siðferðilegar spurningar. Siðanefnd bandaríska læknafélagsins skoðar hvort geðlæknar, sem tekið hafa þátt í yfirheyrslum fanga, hafi brotið gegn Hippókratesar-eið sínum. 17.11.2005 07:30 Ísraelar voru varaðir við árásunum Hópi Ísraela sem dvaldi á Radisson SAS hótelinu í Amman, höfuðborg Jórdaníu, virðist hafa verið forðað út af hótelinu skömmu áður en sprengja sprakk þar fyrir viku. Alls létust 57 manns í árásum á þrjú hótel í borginni að kvöldi 9. nóvember. 17.11.2005 06:45 Svartur listi yfir flugfélög Sé öryggi ábótavant í flugvélum sem um Evrópu fljúga í framtíðinni verður viðkomandi flugfélagi bannað að fljúga til eða frá álfunni. Evrópuþingið samþykkti ályktun þess efnis í vikunni. 17.11.2005 06:15 Dæmdur fyrir fíkniefnasmygl Gísli Ingi Gunnarsson var nú í vikunni dæmdur í tveggja ára og eins mánaðar fangelsi fyrir þjófnað, innflutning og sölu á eiturlyfjum í Finnlandi. 17.11.2005 06:15 Bjerregård nýr borgarstjóri í Kaupmannahöfn Ritt Bjerregård verður borgarstjóri í Kaupmannahöfn eftir kosningasigur jafnaðarmanna í sveitarstjórnakosningum í Danmörku í gær. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. 16.11.2005 21:01 Fjármálaráðherra ásakaður um spillingu Fjármálaráðherra Brasilíu, Antonio Palocci, verður yfirheyrður í dag af öldungadeild þingsins vegna gruns um spillingu. Palocci, sem er ásakaður um mútuþægni þegar hann var borgarstjóri í Ribeirao Preto, neitar allri sök. Framtíð hans í starfi er óviss sem stendur og veldur það miklum óróa í fjármálaheiminum í Brasilíu. Antonio Palocci er náinn samstarfsmaður forsetans, Luiz Inacio Lula da Silva, en verkamannaflokkur hans hefur einnig setið undir ásökunum um spillingu undanfarna mánuði 16.11.2005 18:33 Kosningaúrslit á Grænlandi Jafnaðarflokkurinn Siumut hélt velli sem stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands í kosningunum í gær. Flokkurinn hélt sínum tíu þingmönnum með 30,7% atkvæða. Hægri flokkurinn Atassut og vinstri flokkurinn Inuit Ataqatigiit misstu báðir einn mann en Demókratar bættu við sig tveimur. 16.11.2005 16:21 14 létust af völdum jarðsprengju í Kambódíu Að minnsta kosti 14 Kambódíumenn létust þegar flutningabíll sem þeir voru í ók yfir jarðsprengju í norðurhluta landsins. Bíllinn var að flytja fólkið heim af hrísgrjónaökrum og létust 13 mannanna samstundis 16.11.2005 13:50 Umdeild en vinsæl Ritt Bjerregaard verður næsti borgarstjóri í Kaupmannahöfn eftir stórsigur Jafnaðarmannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Danmörku í gær. Endurkoma hennar í embætti þykir merkileg fyrir margra hluta sakir en hún hefur tvívegis verið neydd til að segja af sér embætti og verið mjög umdeildur stjórnmálamaður. 16.11.2005 11:41 Innanríkisráðherra Írak hefur rannsókn á leynilegu fangelsi sem fannst um helgina Innanríkisráðherra landsins greindi frá því í gær, að hann myndi láta kanna hvort staðhæfingar þess efnis væru sannar, að ráðuneytið hefði látið pynta fanga vegna hugsanlegra tengsla þeirra við uppreisnarmenn í landinu. 16.11.2005 11:22 Rice þrýstir á Norður-Kóreu um að hverfa frá kjarnorkuvopnaáætlun sinni Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleeza Rice, segir Norður-Kóreumenn verða að hverfa frá kjarnorkuvopnaáætlun sinni og það strax. 16.11.2005 10:45 Erdogan strunsaði út af fundi með Rasmussen Blaðamannafundur Anders Fogh Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, og starfsbróður hans frá Tyrklandi, Tayyips Erdogans, í Kaupmannahöfn í gær var heldur endasleppur. Sá tyrkneski rauk á dyr þegar í ljós kom að fulltrúi kúrdískrar sjónvarpsstöðvar, sem starfar í Danmörku, var á staðnum. 16.11.2005 08:30 Afgreiðslutími kráa gefinn frjáls í Bretlandi í næstu viku Ný lög um frjálsan afgreiðslutíma kráa í Bretlandi taka gildi í næstu viku eftir tilraun íhaldsmanna til að seinka gildistíma laganna var hrundið á breska þinginu í gær. Andstæðingar laganna óttast hið versta en stuðningsmenn þess segja það bæta drykkjumenningu Breta. 16.11.2005 07:45 Ísraelskur hermaður sýknaður af morðákæru Ísraelskur hermaður, sem ákærður var fyrir að hafa myrt 13 ára stúlku á Gasasvæðinu í Palestínu á síðasta ári, var í gær sýknaður af ísraelskum herdómstóli. Í niðurstöðum herréttarins kom fram að stúlkan hafi þegar verið látin þegar hermaðurinn skaut hana. 16.11.2005 07:45 Bandaríki herinn notaði bannaðar sprengjur í Falluja í Írak Bandaríkjastjórn hefur viðurkennt að herinn hafi notað sprengjur með hvítum fosfór í bardögunum í Falluja í Írak í fyrra en sprengjur þessar eru bannaðar samkvæmt alþjóðlegum sáttmála sem Bandaríkjamenn hafa þó ekki staðfest. 16.11.2005 07:30 Um 3000 manns hafa verið handteknir í Frakklandi vegna óeirðanna Hátt í þrjú þúsund manns hafa verið handteknir undanfarnar þrjár vikur í Frakklandi vegna óeirðanna sem geysað hafa þar yfir. Þá hafa um sex hundruð manns verið dæmdir til fangelsisvistar. 16.11.2005 07:30 Jórdanir setja lög gegn hryðjuverkum Ný hryðjuverkalög hafa verið sett í Jórdaníu í kjölfar árásanna á Amman, höfuðborg landsins í síðustu viku sem urðu 57 mönnum að bana. Fela þau meðal í sér að almennir borgarar verði að veita upplýsingar um útlendinga ef þeir leigja þeim húsnæði. 11 yfirmenn hjá ríkinu, meðal annars yfirmaður öryggismála, sögðu upp störfum í gær vegna árásanna á landið. 16.11.2005 07:28 Kínversk stjórnvöld kosta bólusetningu fugla gegn fuglaflensu Yfir 14 miljarðar fugla, verða bólusettir gegn fuglaflensu í Kína á næstu vikum. Í tilkynningu frá yfirvöldum þar í landi segir að nauðsynlegt sé að gera allt til að hefta útbreiðslu fuglaflensunnar og mun ríkisstjórnin standa straum af öllum kostnaði við bólusetninguna. 16.11.2005 07:26 160 íraskir fangar fundust í leynilegu fangesli í Bagdad Forsætisráðherra Íraks segir yfir 160 íraskir fangar hafa fundist í leynilegu fangelsi innanríkisráðuneytisins í Bagdad um helgina. Fangarnir höfðu verið pyntaðir og voru allir mjög vannærðir. Ráðherrann sagði rannsókn hafna á tildrögum málsins og hafa mannréttindasamtökin Amnestry International fagnað ákvörðun ráðherrans. Þá hvöttu þau hann til að gera niðurstöðurnar opinberar. 16.11.2005 07:20 Einn lést eftir að aurskriða féll á hús Aurskriða féll í gær á hús skammt utan Björgvinjar þar sem sjö manns voru að störfum. Einn þeirra lést í skriðunni. Óvenjumikil úrkoma hefur verið í vestanverðum Noregi undanfarna daga og hafa sterkir vindar fylgt votviðrinu. 15.11.2005 21:30 Eins metra langir kjörseðlar í Danmörku Eins metra langir kjörseðlar gerðu mörgum Dönum lífið leitt í sveitarstjórnarkosningum í dag. Vegna sameiningar sveitarfélaga þurfti að hafa seðlana svo stóra til að koma nöfnum allra frambjóðenda fyrir. Kosið var eftir nýrri skipan, sem tekur þó fyrst gildi í ársbyrjun 2007. 15.11.2005 21:30 Japansprinsessa missir aðalstitil Sayako prinsessa, einkadóttir Akihitos Japanskeisara, er ekki lengur prinsessa. Hún gekk í dag að eiga karl sem ekki er af aðalsættum og missir við það sjálf aðalstitilinn sinn. Í stað hallarinnar kemur því ósköp venjuleg íbúð í Tókíó. 15.11.2005 19:00 Nýr flokksformaður hjá jafnaðarmönnum í Þýskalandi Það hyllir undir að þýskum stjórnmálamönnum takist að berja saman ríkisstjórn, eftir langar vikur og mikil vandræði frá því að kosið var í október. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn eru ánægðir með stjórnarsáttmála sem liggur fyrir. Jafnaðarmenn kusu svo í dag nýjan flokksformann, Matthias Paltzeck, og vandræðamaðurinn Edmund Stoiber virðist sjálfur í slíkum vanda í Bæjaralandi að hann verður að líkindum til friðs í Berlín. 15.11.2005 18:45 Ætla að bólusetja alla alifugla gegn fuglaflensu Kínversk stjórnvöld hafa lofað því að bólusetja allan fiðurfénað í landinu til þess að reyna að sporna við útbreiðslu fuglaflensu í landinu. Þetta kom fram í máli yfirdýralæknis í Kína í dag. 15.11.2005 18:13 Fundu vannærða fanga í Bagdad Íröksk yfirvöld rannsaka nú mál 173 fanga sem fundust í leynifangelsi á vegum innanríkisráðuneytisins í Bagdad á sunnudag. Margir fanganna voru vannærðir og svo virðist sem einhverjir þeirra hafi verið pyntaðir. Fangarnir fundust á sunnudagskvöld þegar bandarískir hermenn leituðu unglings, en fangelsið var neðanjarðar og nærri höfuðstöðvum innanríkisráðuneytisins í miðri Bagdad-borg. 15.11.2005 18:00 Villepin í óvæntri heimsókn í úthverfi Parísar Dominque de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom í dag í óvænta heimsókn í Aulnay-sous-Bois, eitt af úthverfum Parísar þar sem óeirðir hafa geisað undanfarnar vikur. Ráðherrann ræddi við íbúa í hverfinu, kennara og viðskiptamenn á svæðinu og hann lýsti yfir vilja til að hjálpa þeim fjölmörgu ungmennum sem eru atvinnulaus í fátækustu úthverfum borgarinnar. 15.11.2005 17:30 Spánverjar rannsaka meint fangaflug um Palma-flugvöll Spænsk yfirvöld hafa bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að rannsaka meint flug bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, með grunaða hryðjuverkamenn í fangelsi í löndum þar sem pyntingar eru leyfðar. Talið er að CIA hafi notað flugvöllinn á Majorka til fangaflutninga. 15.11.2005 16:52 Aldrei óvinsælli Óvinsældir Bush Bandaríkjaforseta hafa aldrei verið meiri samkvæmt skoðanakönnun sem CNN, USA Today og Gallup birtu í gær. Aðeins þrjátíu og sjö prósent Bandaríkjamanna sögðust ánægð með störf forsetans en það er tveimur prósentum minna en í síðasta mánuði. Þá má þess geta að tuttugu og sjö prósent Bandaríkjamanna voru ánægð með störf Richards Nixons í nóvember árið 1973 eftir að Watergate-hneykslið kom upp. 15.11.2005 16:24 Rekinn úr Hjálpræðishernum fyrir samkynhneigð Hjálpræðisherinn í Noregi virðist ekki reiðubúinn að styðja við bakið á hverjum sem er, til dæmis ekki einum starfsmanni hersins sem starfað hefur innan hans í áratugi. Maðurinn var rekinn fyrir að vera samkynhneigður. 15.11.2005 16:05 Sjá næstu 50 fréttir
Leiðtogi stjórnarandstöðu Úganda enn í fangelsi Bandaríkin krefjast skjótra réttarhalda yfir leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úganda, Dr. Kizza Besigye. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, lét handtaka Dr. Besigye, eftir að hann sneri aftur úr fimm ára útlegð sem hann lagðist í eftir að hafa boðið sig fram í forsetakosningum gegn forsetanum. Hann er kærður fyrir landráð og nauðgun. Eiginkona Dr. Besigye, og fyrrum þingkona, Winnie Banyima, segir ákærurnar tilbúning. Dr. Besigye er helsta ógn Museveni í komandi kosningum snemma á næsta ári. 17.11.2005 17:00
N-Kóreubúar losi sig við kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu eru óásættanleg segja George W. Bush, forseti Bandaríkjanna og Roh Moo Hyun, forseti Suður-Kóreu. George W. Bush segir að Norður-Kóreubúar muni ekki fá kjarnakljúf sem þeir vilja til orkuframleiðslu fyrr en þeir geti sannað að þeir hafi bæði afvopnast kjarnorkuvopnum og hætt kjarnorkuáætlunum sínum. 17.11.2005 16:34
Krókódíll veldur usla á flugvallarsvæði í Miami Heldur óvenjulegur gestur komst inn á flugvöll í Miami í Bandaríkjunum í gær. Um var að ræða tæplega tveggja metra krókódíl sem hafði komið sér inn á flugvallarsvæðið og ætt yfir nokkrar af flugbrautunum áður en hann kom sér fyrir á grasflöt á vallarsvæðinu. 17.11.2005 13:53
Fleiri hyrðjuverkaárásir mjög líklegar í Bretlandi Hver einasta borg í Bretlandi er í hættu, segir yfirmaður lögreglunnar í Lundúnum. Hann segir aðeins tímaspursmál hvenær næsta hryðjuverkaárás verði gerð. 17.11.2005 12:00
Vilja erlenda fjárfesta til að fjárfesta í Úkraínu Öflug markaðsherferð er hafin í Úkraínu við að fá erlenda viðskiptajöfra til að fjárfesta í landinu. Forseti Úkraínu segir forgangsverkefni að komast inn í Evrópusambandið. 17.11.2005 11:45
Níu manns hafa látist af völdum malaríu á Haítí Að minnsta kosti níu manns hafa látist af völdum malaríu á Haítí í mánuðinum. Óttast yfirvöld að talan eigi eftir að hækka mikið. 17.11.2005 11:30
Stjórnarandstaða Kanada vill fella stjórnina Stjórnarandstaðan í Kanada mun að öllum líkindum fella frjálslynda minnihlutastjórn Paul Martin og koma af stað nýjum kosningum. Samkvæmt samkomulagi sem Íhaldsflokkurinn hefur gert við tvo aðra stjórnarandstöðuflokka verður forsætisráðherrann, Paul Martin, beðinn um að leysa upp þingið í janúar og hafa kosningar í febrúar. Verði hann ekki við þessari beiðni mun stjórnarandstaðan lýsa yfir vantrausti á stjórnina. Forsætisráðherrann er ekki andsnúinn kosningum en vill fremur hafa þær í apríl í þeirri von að reiði almennings vegna hneykslis er varðar misnotkun stjórnarflokksins á almannafé hafi rénað. 17.11.2005 10:45
Vill leyfa norskum lesbíum að gangast undir tæknifjóvgun Jafnréttismálaráðherra Noregs, segir ríkisstjórn landsins verða að leyfa eigi lesbíum að gangast undir tæknifrjóvgun. Skiptar skoðanir eru um málið innan ríkisstjórnarinnar. 17.11.2005 10:37
Ástandið að batna Innan við eitt hundrað bílar voru brenndir í Frakklandi í nótt og segir lögreglan í landinu ástandið vera að komast í eðlilegt horf á ný. Franska þingið samþykkti í gær að lög um neyðarástand yrðu í gildi í þrjá mánuði, eða þar til um miðjan febrúar. Óeirðirnar undanfarnar þrjár vikur eru þær verstu í Frakklandi í fjóra áratugi en tjón af völdum eyðilegginga er metið á fimmtánda milljarð íslenskra króna. 17.11.2005 09:59
Hótar hryðjuverkaárásum Maður sem talinn er vera einn alræmdasti hryðjuverkamaður í Asíu, segir á myndbandi sem hann sendi frá sér í gær að Ástralía, Bandaríkin og Bretland verði skotmörkin í næstu árásum Jemaah Islamiya samtökunum, sem tengjast Al Qaida. 17.11.2005 09:45
Boðað til kosninga í febrúar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels hefur tilkynnt Amir Peretz, leiðtoga verkamannaflokksins, að hann styðji að boðað verði til nýrra kosninga í landinu. 17.11.2005 09:42
Kastró með Parkinson-veiki? Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur dregið þá ályktun að Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, sé með Parkinsons-veikina. 17.11.2005 09:40
Bretar framselja fanga Stjórnvöld í Bretlandi hafa heimilað að breskur ríkisborgari, Babar Ahmad, verði framseldur til Bandaríkjanna. Babar Ahmed, sem er tölvunarfræðingur, er ákærður fyrir peningaþvætti og að reka vefsíður sem styðja hryðjuverk og hvetja múslima til að fara í heilagt stríð. 17.11.2005 09:00
Forsetakosningar í Sri Lanka Í dag eru forsetakosningar á Sri Lanka. Kosið er milli tveggja ólíkra frambjóðenda. Annars vegar er það hinn vinstri sinnaði forsætisráðherra Mahinda Rajapakse sem vill taka hart á frelsissveitum Tamil-tígranna. Hins vegar er það fyrrum forsætisráðherrann og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Ranil Wickremesinghe, sem kom á friði eftir langa borgarastyrjöld árið 2002 og er sáttarfúsari gagnvart tamílska minnihlutanum. 17.11.2005 08:15
Nýr seðlabankastjóri í Bandaríkjunum Ben Bernanke, hefur verið tilnefndur af bankaráði Seðlabanka Bandaríkjanna, sem næsti seðlabankastjóri landsins en Bernanke hefur verið helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum. 17.11.2005 07:59
Fimm bandarískir hermenn féllu í bardaga í Írak í gær Að minnsta kosti fimm bandarískir hermenn féllu í bardaga við uppreisnarmenn í Vestur-Írak í gær, skammt frá landamærum við Sýrlands. Þá felldi bandaríski herinn 16 manns í átökunum. 17.11.2005 07:57
Geðlæknar yfirheyra fanga í Guantanamo Bandarískir læknar segja þátttöku geðlækna og sálfræðinga við yfirheyrslur fanga í Guantanamo fangelsinu vekja upp alvarlegar siðferðilegar spurningar. Siðanefnd bandaríska læknafélagsins skoðar hvort geðlæknar, sem tekið hafa þátt í yfirheyrslum fanga, hafi brotið gegn Hippókratesar-eið sínum. 17.11.2005 07:30
Ísraelar voru varaðir við árásunum Hópi Ísraela sem dvaldi á Radisson SAS hótelinu í Amman, höfuðborg Jórdaníu, virðist hafa verið forðað út af hótelinu skömmu áður en sprengja sprakk þar fyrir viku. Alls létust 57 manns í árásum á þrjú hótel í borginni að kvöldi 9. nóvember. 17.11.2005 06:45
Svartur listi yfir flugfélög Sé öryggi ábótavant í flugvélum sem um Evrópu fljúga í framtíðinni verður viðkomandi flugfélagi bannað að fljúga til eða frá álfunni. Evrópuþingið samþykkti ályktun þess efnis í vikunni. 17.11.2005 06:15
Dæmdur fyrir fíkniefnasmygl Gísli Ingi Gunnarsson var nú í vikunni dæmdur í tveggja ára og eins mánaðar fangelsi fyrir þjófnað, innflutning og sölu á eiturlyfjum í Finnlandi. 17.11.2005 06:15
Bjerregård nýr borgarstjóri í Kaupmannahöfn Ritt Bjerregård verður borgarstjóri í Kaupmannahöfn eftir kosningasigur jafnaðarmanna í sveitarstjórnakosningum í Danmörku í gær. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. 16.11.2005 21:01
Fjármálaráðherra ásakaður um spillingu Fjármálaráðherra Brasilíu, Antonio Palocci, verður yfirheyrður í dag af öldungadeild þingsins vegna gruns um spillingu. Palocci, sem er ásakaður um mútuþægni þegar hann var borgarstjóri í Ribeirao Preto, neitar allri sök. Framtíð hans í starfi er óviss sem stendur og veldur það miklum óróa í fjármálaheiminum í Brasilíu. Antonio Palocci er náinn samstarfsmaður forsetans, Luiz Inacio Lula da Silva, en verkamannaflokkur hans hefur einnig setið undir ásökunum um spillingu undanfarna mánuði 16.11.2005 18:33
Kosningaúrslit á Grænlandi Jafnaðarflokkurinn Siumut hélt velli sem stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands í kosningunum í gær. Flokkurinn hélt sínum tíu þingmönnum með 30,7% atkvæða. Hægri flokkurinn Atassut og vinstri flokkurinn Inuit Ataqatigiit misstu báðir einn mann en Demókratar bættu við sig tveimur. 16.11.2005 16:21
14 létust af völdum jarðsprengju í Kambódíu Að minnsta kosti 14 Kambódíumenn létust þegar flutningabíll sem þeir voru í ók yfir jarðsprengju í norðurhluta landsins. Bíllinn var að flytja fólkið heim af hrísgrjónaökrum og létust 13 mannanna samstundis 16.11.2005 13:50
Umdeild en vinsæl Ritt Bjerregaard verður næsti borgarstjóri í Kaupmannahöfn eftir stórsigur Jafnaðarmannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Danmörku í gær. Endurkoma hennar í embætti þykir merkileg fyrir margra hluta sakir en hún hefur tvívegis verið neydd til að segja af sér embætti og verið mjög umdeildur stjórnmálamaður. 16.11.2005 11:41
Innanríkisráðherra Írak hefur rannsókn á leynilegu fangelsi sem fannst um helgina Innanríkisráðherra landsins greindi frá því í gær, að hann myndi láta kanna hvort staðhæfingar þess efnis væru sannar, að ráðuneytið hefði látið pynta fanga vegna hugsanlegra tengsla þeirra við uppreisnarmenn í landinu. 16.11.2005 11:22
Rice þrýstir á Norður-Kóreu um að hverfa frá kjarnorkuvopnaáætlun sinni Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleeza Rice, segir Norður-Kóreumenn verða að hverfa frá kjarnorkuvopnaáætlun sinni og það strax. 16.11.2005 10:45
Erdogan strunsaði út af fundi með Rasmussen Blaðamannafundur Anders Fogh Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, og starfsbróður hans frá Tyrklandi, Tayyips Erdogans, í Kaupmannahöfn í gær var heldur endasleppur. Sá tyrkneski rauk á dyr þegar í ljós kom að fulltrúi kúrdískrar sjónvarpsstöðvar, sem starfar í Danmörku, var á staðnum. 16.11.2005 08:30
Afgreiðslutími kráa gefinn frjáls í Bretlandi í næstu viku Ný lög um frjálsan afgreiðslutíma kráa í Bretlandi taka gildi í næstu viku eftir tilraun íhaldsmanna til að seinka gildistíma laganna var hrundið á breska þinginu í gær. Andstæðingar laganna óttast hið versta en stuðningsmenn þess segja það bæta drykkjumenningu Breta. 16.11.2005 07:45
Ísraelskur hermaður sýknaður af morðákæru Ísraelskur hermaður, sem ákærður var fyrir að hafa myrt 13 ára stúlku á Gasasvæðinu í Palestínu á síðasta ári, var í gær sýknaður af ísraelskum herdómstóli. Í niðurstöðum herréttarins kom fram að stúlkan hafi þegar verið látin þegar hermaðurinn skaut hana. 16.11.2005 07:45
Bandaríki herinn notaði bannaðar sprengjur í Falluja í Írak Bandaríkjastjórn hefur viðurkennt að herinn hafi notað sprengjur með hvítum fosfór í bardögunum í Falluja í Írak í fyrra en sprengjur þessar eru bannaðar samkvæmt alþjóðlegum sáttmála sem Bandaríkjamenn hafa þó ekki staðfest. 16.11.2005 07:30
Um 3000 manns hafa verið handteknir í Frakklandi vegna óeirðanna Hátt í þrjú þúsund manns hafa verið handteknir undanfarnar þrjár vikur í Frakklandi vegna óeirðanna sem geysað hafa þar yfir. Þá hafa um sex hundruð manns verið dæmdir til fangelsisvistar. 16.11.2005 07:30
Jórdanir setja lög gegn hryðjuverkum Ný hryðjuverkalög hafa verið sett í Jórdaníu í kjölfar árásanna á Amman, höfuðborg landsins í síðustu viku sem urðu 57 mönnum að bana. Fela þau meðal í sér að almennir borgarar verði að veita upplýsingar um útlendinga ef þeir leigja þeim húsnæði. 11 yfirmenn hjá ríkinu, meðal annars yfirmaður öryggismála, sögðu upp störfum í gær vegna árásanna á landið. 16.11.2005 07:28
Kínversk stjórnvöld kosta bólusetningu fugla gegn fuglaflensu Yfir 14 miljarðar fugla, verða bólusettir gegn fuglaflensu í Kína á næstu vikum. Í tilkynningu frá yfirvöldum þar í landi segir að nauðsynlegt sé að gera allt til að hefta útbreiðslu fuglaflensunnar og mun ríkisstjórnin standa straum af öllum kostnaði við bólusetninguna. 16.11.2005 07:26
160 íraskir fangar fundust í leynilegu fangesli í Bagdad Forsætisráðherra Íraks segir yfir 160 íraskir fangar hafa fundist í leynilegu fangelsi innanríkisráðuneytisins í Bagdad um helgina. Fangarnir höfðu verið pyntaðir og voru allir mjög vannærðir. Ráðherrann sagði rannsókn hafna á tildrögum málsins og hafa mannréttindasamtökin Amnestry International fagnað ákvörðun ráðherrans. Þá hvöttu þau hann til að gera niðurstöðurnar opinberar. 16.11.2005 07:20
Einn lést eftir að aurskriða féll á hús Aurskriða féll í gær á hús skammt utan Björgvinjar þar sem sjö manns voru að störfum. Einn þeirra lést í skriðunni. Óvenjumikil úrkoma hefur verið í vestanverðum Noregi undanfarna daga og hafa sterkir vindar fylgt votviðrinu. 15.11.2005 21:30
Eins metra langir kjörseðlar í Danmörku Eins metra langir kjörseðlar gerðu mörgum Dönum lífið leitt í sveitarstjórnarkosningum í dag. Vegna sameiningar sveitarfélaga þurfti að hafa seðlana svo stóra til að koma nöfnum allra frambjóðenda fyrir. Kosið var eftir nýrri skipan, sem tekur þó fyrst gildi í ársbyrjun 2007. 15.11.2005 21:30
Japansprinsessa missir aðalstitil Sayako prinsessa, einkadóttir Akihitos Japanskeisara, er ekki lengur prinsessa. Hún gekk í dag að eiga karl sem ekki er af aðalsættum og missir við það sjálf aðalstitilinn sinn. Í stað hallarinnar kemur því ósköp venjuleg íbúð í Tókíó. 15.11.2005 19:00
Nýr flokksformaður hjá jafnaðarmönnum í Þýskalandi Það hyllir undir að þýskum stjórnmálamönnum takist að berja saman ríkisstjórn, eftir langar vikur og mikil vandræði frá því að kosið var í október. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn eru ánægðir með stjórnarsáttmála sem liggur fyrir. Jafnaðarmenn kusu svo í dag nýjan flokksformann, Matthias Paltzeck, og vandræðamaðurinn Edmund Stoiber virðist sjálfur í slíkum vanda í Bæjaralandi að hann verður að líkindum til friðs í Berlín. 15.11.2005 18:45
Ætla að bólusetja alla alifugla gegn fuglaflensu Kínversk stjórnvöld hafa lofað því að bólusetja allan fiðurfénað í landinu til þess að reyna að sporna við útbreiðslu fuglaflensu í landinu. Þetta kom fram í máli yfirdýralæknis í Kína í dag. 15.11.2005 18:13
Fundu vannærða fanga í Bagdad Íröksk yfirvöld rannsaka nú mál 173 fanga sem fundust í leynifangelsi á vegum innanríkisráðuneytisins í Bagdad á sunnudag. Margir fanganna voru vannærðir og svo virðist sem einhverjir þeirra hafi verið pyntaðir. Fangarnir fundust á sunnudagskvöld þegar bandarískir hermenn leituðu unglings, en fangelsið var neðanjarðar og nærri höfuðstöðvum innanríkisráðuneytisins í miðri Bagdad-borg. 15.11.2005 18:00
Villepin í óvæntri heimsókn í úthverfi Parísar Dominque de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom í dag í óvænta heimsókn í Aulnay-sous-Bois, eitt af úthverfum Parísar þar sem óeirðir hafa geisað undanfarnar vikur. Ráðherrann ræddi við íbúa í hverfinu, kennara og viðskiptamenn á svæðinu og hann lýsti yfir vilja til að hjálpa þeim fjölmörgu ungmennum sem eru atvinnulaus í fátækustu úthverfum borgarinnar. 15.11.2005 17:30
Spánverjar rannsaka meint fangaflug um Palma-flugvöll Spænsk yfirvöld hafa bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að rannsaka meint flug bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, með grunaða hryðjuverkamenn í fangelsi í löndum þar sem pyntingar eru leyfðar. Talið er að CIA hafi notað flugvöllinn á Majorka til fangaflutninga. 15.11.2005 16:52
Aldrei óvinsælli Óvinsældir Bush Bandaríkjaforseta hafa aldrei verið meiri samkvæmt skoðanakönnun sem CNN, USA Today og Gallup birtu í gær. Aðeins þrjátíu og sjö prósent Bandaríkjamanna sögðust ánægð með störf forsetans en það er tveimur prósentum minna en í síðasta mánuði. Þá má þess geta að tuttugu og sjö prósent Bandaríkjamanna voru ánægð með störf Richards Nixons í nóvember árið 1973 eftir að Watergate-hneykslið kom upp. 15.11.2005 16:24
Rekinn úr Hjálpræðishernum fyrir samkynhneigð Hjálpræðisherinn í Noregi virðist ekki reiðubúinn að styðja við bakið á hverjum sem er, til dæmis ekki einum starfsmanni hersins sem starfað hefur innan hans í áratugi. Maðurinn var rekinn fyrir að vera samkynhneigður. 15.11.2005 16:05